Íslandsmót auglýst til umsóknar á nýrri dagsetningu!
Íslandsmót fullorðinna og ungmenna árið 2024 á nýrri dagsetningu eru auglýst til umsóknar fyrir áhugasama og metnaðarfulla mótshaldara. Íslandsmótin og áhugamannamót Íslands eru meðal hápunkta keppnisársins á Íslandi.
- Íslandsmót fullorðinna og ungmenna verður haldið 25. til 28. júlí.
Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna skal keppt í einum styrkleikaflokki í hvorum flokki fyrir sig, keppt í greinum þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu, en það eru V1, F1, T1, T2 ásamt skeiðgreinum, PP1, P1, P2 og P3. Auk þess er keppt í gæðingalist sem á liðnu ársþingi kom undir regluverk mótahalds LH. Þátttökurétt hafa pör sem á keppnisárinu hafa náð lágmarkseinkunn í hverri grein, og það er keppnisnefnd LH sem gefur út lágmörkin í febrúar.
Mótshöldurum er heimilt að bjóða upp á fleiri greinar kjósi þeir svo, sem sýningargreinar, en í sýningargreinum skal ekki krýna Íslandsmeistara.
Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 20. febrúar nk.
Fréttasafn






Styrktaraðilar







