Vel heppnaður knapafundur

15. febrúar 2024

Landssamband hestamannafélaga stóð fyrir knapafundi fyrir keppendur, dómara og mótshaldara og þann 12 febrúar síðastliðinn. Fundurinn var vel sóttur bæði í sal og á netinu.

Á fundinum var farið yfir reglur mótahaldsins sem gilda árið 2024, breytingar sem hafa átt sér stað, samskiptaleiðir við LH kringum mótahald, siðareglur LH, úrtökur fyrir landsmót og ýmislegt gagnlegt tengt mótahaldinu.

Hulda Gústafsdóttir fulltrúi í Sportnefnd FEIF fór yfir nýjar samþykktir af síðasta FEIF þingi. Farið var yfir væntanlegar reglubreytingar eftir nýafstaðið FEIF þing. Formaður HÍDÍ Halldór G. Victorsson fjallaði um framkvæmd kappreiða og Jóhanna Þorbjörg fulltrúi Öryggisnefndar LH kynnti nýja viðbragðsáætlun við slysum á hestamannamótum.

Hjörtur Bergstað sagði frá undirbúningi og stöðunni á Landsmóti 2024. Sigurður Ævarsson formaður keppnisnefndar fór yfir spjaldanotkun og áminningar á mótum og Hinrik Sigurðsson mótastjóri LH fjallaði um leyfilegan búnað í keppni.

Allt voru þetta ákaflega upplýsandi og fróðleg erindi sem gott er að skerpa á áður en mótatímabilið hefst. Valdir kaflar af fundinum verða birtir hér á síðunni. Við þökkum þátttakendum fyrir góða mætingu og þátttöku í fundinum.

Fréttasafn

6. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
Lesa meira