Vel heppnaður knapafundur

15. febrúar 2024

Landssamband hestamannafélaga stóð fyrir knapafundi fyrir keppendur, dómara og mótshaldara og þann 12 febrúar síðastliðinn. Fundurinn var vel sóttur bæði í sal og á netinu.

Á fundinum var farið yfir reglur mótahaldsins sem gilda árið 2024, breytingar sem hafa átt sér stað, samskiptaleiðir við LH kringum mótahald, siðareglur LH, úrtökur fyrir landsmót og ýmislegt gagnlegt tengt mótahaldinu.

Hulda Gústafsdóttir fulltrúi í Sportnefnd FEIF fór yfir nýjar samþykktir af síðasta FEIF þingi. Farið var yfir væntanlegar reglubreytingar eftir nýafstaðið FEIF þing. Formaður HÍDÍ Halldór G. Victorsson fjallaði um framkvæmd kappreiða og Jóhanna Þorbjörg fulltrúi Öryggisnefndar LH kynnti nýja viðbragðsáætlun við slysum á hestamannamótum.

Hjörtur Bergstað sagði frá undirbúningi og stöðunni á Landsmóti 2024. Sigurður Ævarsson formaður keppnisnefndar fór yfir spjaldanotkun og áminningar á mótum og Hinrik Sigurðsson mótastjóri LH fjallaði um leyfilegan búnað í keppni.

Allt voru þetta ákaflega upplýsandi og fróðleg erindi sem gott er að skerpa á áður en mótatímabilið hefst. Valdir kaflar af fundinum verða birtir hér á síðunni. Við þökkum þátttakendum fyrir góða mætingu og þátttöku í fundinum.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira