Netkosning LH Félagi ársins

Jónína Sif Eyþórsdóttir • 11. nóvember 2024

LH – félagi ársins eru hvatningarverðlaun fyrir sjálfboðaliða og félaga hestamannafélaga sem vinna fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu hestamennskunnar.

Stjórn LH óskaði eftir tilnefningum frá aðildarfélögum LH að félaga ársins, ásamt rökstuðningi fyrir valinu og er það nú í höndum félagsmanna að kjósa hver verður valinn sem félagi ársins. 

Félagi ársins er einstaklingur sem:

  • Er virkur í félagsstarfinu og dregur aðra með sér
  • Hefur rifið upp félagsstarfið í sínu félagi
  • Er brautryðjandi í félagsstarfinu
  • Hefur mikil áhrif á heildarhagsmuni síns félags og félagsmanna þess

Eftirfarandi eru tilnefndir til LH-félaga ársins fyrir óeigingjarnt starf í þágu hestamanna.

Kristín Thorberg - Funa

Kristín Thorberg er fædd 13. nóvemver 1948. Býr í Litla-Dal Eyjafjarðarsveit, með kindur og stundar hrossarækt, ásamt þvi að eiga hesthús á Melgerðismelum þar sem hún er með tamingakonu á sínum snærum.

Kristín hefur verið félagsmaður Funa í tæp 50 ár. Starfað sem stjórnarmaður og í flestum nefndum félagsins í gegnum tíðina. Hefur unnið ómetanlegt sjálfboðaliðastarf meira en margur annar og alltaf boðin og búin að græja og gera fyrir Funa. Árið 2010 á 50 ára afmæli félagsins var Kristín gerð að heiðursfélaga Funa ásamt manni sínum Jónasi Vigfússyni heitnum. Á sjálfan brúðkaupsdag þeirra hjóna, fóru þau að safna áheitum fyrir Bæjakeppni Funa sem hefur verið fest á þeirra degi á sjálfri Jónsmessunni 24. júní ár hvert. Á síðustu Bæjakeppni var Kristín elsti knapinn. Kristín hefur einnig verið ötul í æskulýðsstarfi Funa, verið mikill stuðningur í nefndinni og hvatt nýja nefndarmenn áfram ásamt því að smita sinn kærleika og metnað fyrir félagsstarfinu til annara félagsmanna og ætíð haft hagsmuna Funa að leiðarljósi.

Funi á Kristínu óendanlega mikið að þakka.

 

Ragnheiður Þorvaldsdóttir - Herði

Sannur Harðarfélagi í áratugi. Hefur sinnt öllum hliðum hestamennsku, er keppnisknapi, menntaður reiðkennari og þjálfari, áhugamanneskja um TREK og hestaferðir. Fer árlega á fjall að smala á hestunum sínum og hefur sjálf ræktað hross árum saman.

Hún hefur verið mjög virk í mótanefnd Harðar í fjölda ára og hefur eftir verið tekið elju og vinnusemi á því sviði.

Hún mætir manna fyrst á mót til að sinna verkefnum sem þarf til að mót séu haldin, vinnur sem þulur eða ritari og stekkur líka til og kaupir mat fyrir starfsfólk móta. Hún fer svo ekki heim fyrr en búið er að ganga frá öllu, það eru leiðnlegu verkin sem fáir vilja sinna.

Íslandsmót yngri flokka í sumar hefði orðið mun snúnara í framkvæmd ef ekki hefði Ragnheiður þar gengið í öll verk myrkra á milli. Jafnt við undirbúning sem vinnu á mótinu sjálfu, grasslátt, innkaup og þularstörf.

Á sumum mótum er hún jafnframt keppandi og ekki síður móðir barna sinna sem eru að keppa. En gengur samt alltaf til allra verka sem sinna þarf.

Hún hefur lagt sig fram um að klæðast Harðarjakka í keppni og hvatt sitt fólk til að gera slíkt. Fer gjarnan í farabroddi í fánareið eða öðrum samsettum hópreiðum sem farnar eru á vegum félagsins.

Ef það er ekki starfandi árshátíðarnefnd til dæmis þá stekkur Ragnheiður til og safnar liði og setur saman ógleymanlega skemmtun. Hvetur alla til að taka þátt og dregur leggur sig fram um að skemmta öðrum. Hún fer í reiðtúra sem skipulagðir eru á vegum Harðar hvort sem það er kvennareiðnefnd eða ferðanefnd sem skipuleggur, lengri og skemmri túra.

Ragnheiður hefur kennt ýmis almenn námskeið hjá félaginu sínu og um allt land en ekki síður hefur hún sérhæft sig í „öðruvísi“ nálgun í hestamennskunni, að hafa gaman og vinna með hestinn sinn á annan hátt en hefðbundið þykir. Hún hefur sett saman námskeið sem var kallað sirkusnámskeið undir áhrifum frá Pat Parelli. Það námskeið hefur svo þróast í námskeið í að verða góður leiðtogi hestsins í gegnum þrautir sem parið leysir saman, hvort sem útkoman verður „sirkushestur“ eða ekki. Allt unnið af frjálsum vilja hestins, jafnt til skemmtunar og til að bæta samband manns og hest og ekki síður til að bæta líkamsbeitingu hestsins og umhverfisþjálfa.

Það hefur enginn breiðara bros eða léttari lund og hún er boðin og búin að aðstoða þá sem þurfa. Ragnheiður er óspör á að hrósa fólki og leggur sig fram við að gera það fallega og þó ekkert sérstakt standi til, það hittir fólk vel. Félagshjartað hennar er stórt og hún mætir á nær alla viðburði félagsins og ber merki þess víða af stolti og jákvæðni.

Ragnheiður er svo sannarlega vel að viðurkenningu komin og er útnefnd félagsmaður ársins 2024 hjá hestaíþróttafélaginu Herði.

Sigurlína Erla Magnúsdóttir - Skagfirðingi

Hestamannafélagið Skagfirðingur tilnefnir Sigurlínu Erlu Magnúsdóttur til LH félaga ársins.

Sigurlína hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins í mörg ár. Hún kom inn í stjórn Skagfirðings árið 2021, Meistaradeildar KS árið 2020 og stjórn reiðhallarinnar á Sauðárkróki (Flugu) árið 2022 sem formaður og og er enn í dag.

Sigurlína er “JÁ” manneskjan okkar, hún er alltaf boðin og búin til að aðstoða hvar sem þess gerist þörf. Hún er einn af drifkröftum okkar í reiðhöllinni ásamt því að standa vaktirnar í sjoppunni við fjáröflunar starfið. Sigurlína hefur staðið vaktina við marga viðburði og mót á vegum Skagfirðings þar á meðal framkvæmdanefndum fyrir Íslandsmót og Landsmót.

Hún er jákvæð, drífandi og mjög svo óeigingjörn á sinn tíma fyrir félagið.

Kjósa LH félaga ársins

Fréttasafn

Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 30. apríl 2025
Dagur Íslenska hestsins er á morgun, 1. maí. Hestamannafélög hérlendis sem og erlendis munu í tilefni af deginum bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Við hverjum áhugasama til að kynna sér viðburði á sínu heimasvæði.  Þá verður einnig spennandi dagskrá í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum:
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 29. apríl 2025
Í gær mánudaginn 28. apríl fór fram stefnumótunarfundur Landssambands hestamannafélaga. Stjórn boðaði fundinn og voru fulltrúar hestamannafélaganna hvattir til að mæta á staðinn eða vera með á Teams. Markmið fundarins var að skapa sameiginlega framtíðarsýn fyrir samband allra hestamanna og var því ákaflega gleðilegt að sjá hversu margir tóku frá tíma til að vera með okkur í þessari vinnu en um 30 manns mættu á staðinn og 50 tóku þátt í fjarfundi. Petra Björk Mogensen stýrði fundinum ásamt Lindu Björk Gunnlaugsdóttur. Þær fengu svo dygga aðstoð frá þeim Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur og Anna Kristín Kristinsdóttir sem tóku saman niðurstöður fundarins.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 28. apríl 2025
Á 77. Íþróttaþingi ÍSÍ, sem fram fer dagana 16. og 17. maí nk. á Hótel Natura, verður kosið um forseta ÍSÍ til fjögurra ára og um sjö meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, til fjögurra ára. Skilafrestur framboða rann út föstudaginn 25. apríl sl. kl. 16:00. Til kjörnefndar bárust fimm framboð til embættis forseta ÍSÍ og níu framboð til setu í framkvæmdastjórn ÍSÍ.  Kjörnefnd ÍSÍ hefur úrskurðað öll innsend framboð gild.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 27. apríl 2025
Nú er rétt rúm vika síðan hinn glæsilegi viðburður Allra sterkustu fór fram. Mikil stemning myndaðist að venju enda glæsilegar sýningar, keppni, happadrætti og stóðhestavelta í gangi. Á kvöldum sem þessum er dásamlegt að hafa fullt hús af áhorfendum og var það rauninn þann 19. apríl. Hinsvegar komust ekki allir sem vildu á sýninguna og því gleður það að tilkynna að Eiðfaxi tók upp herlegheitin og verður hægt að horfa á alla sýninguna á streymisveitunni þeirra frá og með miðri næstu viku.
Eftir Berglind Karlsdóttir 24. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir samstarfssamning milli Topreiter og Landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Samningurinn gildir fram yfir Heimsmeistaramót 2027.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Hægt er að sækja vinningana á Skrifstofu LH Engjavegi 6 í Laugardal frá og með mánudeginum 28. apríl gegn framvísun happdrættismiðans.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og Líflands.
Eftir Hinrik Sigurðsson 23. apríl 2025
Ákveðið hefur verið að framlengja skráningafresti fyrir fyrsta Íslandsmótið í gæðingalist sem verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti dagana 29.apríl – 1.maí 2025. Skráningafrestur er til miðnættis miðvikudaginn 23.apríl.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Kæru hestamenn, takk kærlega fyrir samveruna og samvinnuna í kringum ALLRA STERKUSTU. Viðburðurinn heppnaðist vel og skiptir það sköpum fyrir landsliðin að finna þenna mikla áhuga og stuðning úr greininni. Viðburður eins og þessi gerist ekki að sjáflum sér. Að baki honum standa óteljandi klukkustundir sem sjálfboðaliðar hafa ljáð verkefninu, fullt af fyrirtækjum hafa lagt til fjármuni eða aðföng og stóðhestaeigendur sem hafa gefið tolla í stóðhestaveltuna. Þá hefur stjórn, skrifstofa, landsliðsnefnd, framkvæmdanefnd, landsliðsþjálfarar og landsliðsknaparnir sjálfir lagt dag við nótt að undirbúa og framkvæma þennan glæsilega viðburð.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Ný stikuð leið frá Dalakofa í Landmannahelli. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti Hestamannafélaginu Geysi styrk á síðasta ári til að stika svokallaðan Dalastíg. Leiðin þykir gífurlega falleg en er bæði brött og villugjörn og því miklar úrbætur að fá leiðina betur merkta og skráða.
Lesa meira

Styrktaraðilar