Netkosning LH Félagi ársins

11. nóvember 2024

LH – félagi ársins eru hvatningarverðlaun fyrir sjálfboðaliða og félaga hestamannafélaga sem vinna fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu hestamennskunnar.

Stjórn LH óskaði eftir tilnefningum frá aðildarfélögum LH að félaga ársins, ásamt rökstuðningi fyrir valinu og er það nú í höndum félagsmanna að kjósa hver verður valinn sem félagi ársins. 

Félagi ársins er einstaklingur sem:

  • Er virkur í félagsstarfinu og dregur aðra með sér
  • Hefur rifið upp félagsstarfið í sínu félagi
  • Er brautryðjandi í félagsstarfinu
  • Hefur mikil áhrif á heildarhagsmuni síns félags og félagsmanna þess

Eftirfarandi eru tilnefndir til LH-félaga ársins fyrir óeigingjarnt starf í þágu hestamanna.

Kristín Thorberg - Funa

Kristín Thorberg er fædd 13. nóvemver 1948. Býr í Litla-Dal Eyjafjarðarsveit, með kindur og stundar hrossarækt, ásamt þvi að eiga hesthús á Melgerðismelum þar sem hún er með tamingakonu á sínum snærum.

Kristín hefur verið félagsmaður Funa í tæp 50 ár. Starfað sem stjórnarmaður og í flestum nefndum félagsins í gegnum tíðina. Hefur unnið ómetanlegt sjálfboðaliðastarf meira en margur annar og alltaf boðin og búin að græja og gera fyrir Funa. Árið 2010 á 50 ára afmæli félagsins var Kristín gerð að heiðursfélaga Funa ásamt manni sínum Jónasi Vigfússyni heitnum. Á sjálfan brúðkaupsdag þeirra hjóna, fóru þau að safna áheitum fyrir Bæjakeppni Funa sem hefur verið fest á þeirra degi á sjálfri Jónsmessunni 24. júní ár hvert. Á síðustu Bæjakeppni var Kristín elsti knapinn. Kristín hefur einnig verið ötul í æskulýðsstarfi Funa, verið mikill stuðningur í nefndinni og hvatt nýja nefndarmenn áfram ásamt því að smita sinn kærleika og metnað fyrir félagsstarfinu til annara félagsmanna og ætíð haft hagsmuna Funa að leiðarljósi.

Funi á Kristínu óendanlega mikið að þakka.

 

Ragnheiður Þorvaldsdóttir - Herði

Sannur Harðarfélagi í áratugi. Hefur sinnt öllum hliðum hestamennsku, er keppnisknapi, menntaður reiðkennari og þjálfari, áhugamanneskja um TREK og hestaferðir. Fer árlega á fjall að smala á hestunum sínum og hefur sjálf ræktað hross árum saman.

Hún hefur verið mjög virk í mótanefnd Harðar í fjölda ára og hefur eftir verið tekið elju og vinnusemi á því sviði.

Hún mætir manna fyrst á mót til að sinna verkefnum sem þarf til að mót séu haldin, vinnur sem þulur eða ritari og stekkur líka til og kaupir mat fyrir starfsfólk móta. Hún fer svo ekki heim fyrr en búið er að ganga frá öllu, það eru leiðnlegu verkin sem fáir vilja sinna.

Íslandsmót yngri flokka í sumar hefði orðið mun snúnara í framkvæmd ef ekki hefði Ragnheiður þar gengið í öll verk myrkra á milli. Jafnt við undirbúning sem vinnu á mótinu sjálfu, grasslátt, innkaup og þularstörf.

Á sumum mótum er hún jafnframt keppandi og ekki síður móðir barna sinna sem eru að keppa. En gengur samt alltaf til allra verka sem sinna þarf.

Hún hefur lagt sig fram um að klæðast Harðarjakka í keppni og hvatt sitt fólk til að gera slíkt. Fer gjarnan í farabroddi í fánareið eða öðrum samsettum hópreiðum sem farnar eru á vegum félagsins.

Ef það er ekki starfandi árshátíðarnefnd til dæmis þá stekkur Ragnheiður til og safnar liði og setur saman ógleymanlega skemmtun. Hvetur alla til að taka þátt og dregur leggur sig fram um að skemmta öðrum. Hún fer í reiðtúra sem skipulagðir eru á vegum Harðar hvort sem það er kvennareiðnefnd eða ferðanefnd sem skipuleggur, lengri og skemmri túra.

Ragnheiður hefur kennt ýmis almenn námskeið hjá félaginu sínu og um allt land en ekki síður hefur hún sérhæft sig í „öðruvísi“ nálgun í hestamennskunni, að hafa gaman og vinna með hestinn sinn á annan hátt en hefðbundið þykir. Hún hefur sett saman námskeið sem var kallað sirkusnámskeið undir áhrifum frá Pat Parelli. Það námskeið hefur svo þróast í námskeið í að verða góður leiðtogi hestsins í gegnum þrautir sem parið leysir saman, hvort sem útkoman verður „sirkushestur“ eða ekki. Allt unnið af frjálsum vilja hestins, jafnt til skemmtunar og til að bæta samband manns og hest og ekki síður til að bæta líkamsbeitingu hestsins og umhverfisþjálfa.

Það hefur enginn breiðara bros eða léttari lund og hún er boðin og búin að aðstoða þá sem þurfa. Ragnheiður er óspör á að hrósa fólki og leggur sig fram við að gera það fallega og þó ekkert sérstakt standi til, það hittir fólk vel. Félagshjartað hennar er stórt og hún mætir á nær alla viðburði félagsins og ber merki þess víða af stolti og jákvæðni.

Ragnheiður er svo sannarlega vel að viðurkenningu komin og er útnefnd félagsmaður ársins 2024 hjá hestaíþróttafélaginu Herði.

Sigurlína Erla Magnúsdóttir - Skagfirðingi

Hestamannafélagið Skagfirðingur tilnefnir Sigurlínu Erlu Magnúsdóttur til LH félaga ársins.

Sigurlína hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins í mörg ár. Hún kom inn í stjórn Skagfirðings árið 2021, Meistaradeildar KS árið 2020 og stjórn reiðhallarinnar á Sauðárkróki (Flugu) árið 2022 sem formaður og og er enn í dag.

Sigurlína er “JÁ” manneskjan okkar, hún er alltaf boðin og búin til að aðstoða hvar sem þess gerist þörf. Hún er einn af drifkröftum okkar í reiðhöllinni ásamt því að standa vaktirnar í sjoppunni við fjáröflunar starfið. Sigurlína hefur staðið vaktina við marga viðburði og mót á vegum Skagfirðings þar á meðal framkvæmdanefndum fyrir Íslandsmót og Landsmót.

Hún er jákvæð, drífandi og mjög svo óeigingjörn á sinn tíma fyrir félagið.

Kjósa LH félaga ársins

Fréttasafn

24. desember 2025
Jóla- og nýárskveðja frá formanni LH
22. desember 2025
Landssamband hestamannafélaga óskar öllum hestamönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með kærri þökk fyrir samstarfið á árinu.  Starfsfólk og stjórn LH
Eftir Berglind Karlsdóttir 18. desember 2025
Hekla Katharína Kristinsdóttir er reiðkennari ársins 2025
9. desember 2025
Ísólfur Líndal Þórisson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum
5. desember 2025
Alþjóðlegur dagur sjálboðaliða 5. desember
14. nóvember 2025
Form annafundur LH var haldinn laugardaginn 8. nóvember sl. Fundinn sóttu um áttatíu manns frá þrjátíu hestamannafélögum auk fulltrúa frá fastanefndum LH, dómarafélögunum og stjórn LH. Góðar og uppbyggilegar umræður urðu á fundinum sem stjórn LH tekur með sér í næsta starfsár og í undirbúning fyrir Landsþing 2026. Formaður LH, Linda Björk Gunnlaugsdóttir, fór í ræðu sinni yfir þau mál sem hafa verið fyrirferðarmest í starfsemi LH á árinu ásamt því að tæpa á helstu verkefnum sem framundan eru. Það eru mörg og umfangsmikil verkefni á borði stjórnar hverju sinni og hefur mikill tími farið fyrsta starfsárið hjá nýrri stjórn í að endurskipuleggja og hagræða í rekstri sambandsins. Afreksmálin eru alltaf fyrirferðarmikil á HM ári í verkefnum skrifstofu og stjórnar og eru afreksmálin á ákveðnum tímamótum núna þar sem samningar við landsliðsþjálfara eru lausir. Gjaldkeri LH, Ólafur Gunnarsson, fór yfir stöðu reikninga og uppfærðar fjárhagsáætlanir sem gera ráð fyrir á næstu tvö ár skili hagnaði en eins og áður kom fram hefur verið farið í hagræðingaraðgerðir á árinu í þeim tilgangi að snúa rekstri sambandsins til betri vegar. Starfshópar sem skipaðir voru skv. samþykkt landsþings 2024 kynntu sína vinnu frá landsþingi. Starfshópur um Íslandsmót telur ekki þörf á að gera breytingar á keppnishluta mótsins en leita þurfi leiða til að gera viðburðinn Íslandsmót að stærri viðburði fyrir áhorfendur. Starfshópur um innanhússmót lagði fram tillögu fyrir fundinn um haldið yrði 2ja til 3ja daga Íslandsmót innanhúss í lok innanhússkeppnistímabilsins 2026 til reynslu. Fundurinn vísaði tillögunni til stjórnar til nánari útfærslu og mun stjórn kalla til framhaldsfundar formanna til frekari umræðna. Æskulýðsbikar LH hlaut Hestamannafélagið Skagfirðingur og veittu yfirreiðkennari félagsins og formaður æskulýðsdeildar Skagfirðings bikarnum móttöku. Fulltrúar frá hestamannafélögunum Mána, Hring, Funa, Herði, Freyfaxa og Sleipni sögðu frá sínum verkefnum og helstu áskorunum. Voru það virkilega áhugaverðar frásagnir því flest hestamannafélög eru að eiga við svipaðar áskoranir þó aðstæður hjá hverju félagi séu mismunandi. Að loknum hefðbundnum fundarstörfum var fundinum skipt upp í þrjá umræðuhópa sem fjölluðu um stefnumótun, gjaldkerastörf og nýliðunar -og æskulýðsmál. Mikil umræða og góð vinna var í umræðuhópunum. Í hópnum um stefnumótum urðu mjög líflegar umræður og margir snertifletir ræddir á hinum ýmsu málum og ljóst að það er heilmikið að vinna úr í framhaldinu. Fundinum var skipt upp í sex minni hópa sem fjölluðu hver um sig um ákveðna þætti í starfsemi LH, hvaða markmið skuli setja og hvernig skuli ná þeim. Stefnumótunarfundurinn var framhald af opnum stefnumótunarfundi sem haldinn var sl. vor með fulltrúum hestamannafélaganna. Hópurinn um æskulýðs- og nýliðunarmál fjallaði um þátttöku stráka í hestamennsku, félagshesthús og almenna stöðu hjá félögunum. Margar hugmyndir komu upp og góðar umræður sköpuðust. Í gjaldkerahópnum var rætt um samskipti við sveitarfélög, fjármál hestamannafélaga, félög í almannaheilaskráningu og fyrirmyndafélög ásamt styrkjum til hestamannafélaga. Fjármál hestamannafélaganna eru almennt í góðum málum og faglega staðið að þeim en slíkt er algjör forsenda fyrir því að gott samtal geti átt sér stað við sveitarfélögin þegar kemur að styrkjamálum hins opinbera. Félögin voru einnig hvött til að skrá félagið á almannaheillaskrá en það er gott verkfæri þegar leitað er styrkja hjá almennum fyrirtækjum og veitir skattaafslátt á móti. Einnig voru félögin hvött til að hefju vinnu við að gerast fyrirmyndarfélag ÍSÍ og er það holl og góð vinna til að bæta starfshætti félagsins. Félög geta leitað til hvors annars um þau gögn sem þarf að skila og voru félögin hvött til að vinna þau saman. Samhliða formannafundi var haldinn mótanefndafundur sem um tuttugu manns sátu, en fyrirhugað er að halda framahaldsmótanefndafund um næstu mánaðamót til að ræða frekar mótadagskrá ársins. Stjórn LH þakkar formönnum hestamannafélaga í landinu og öðrum þátttakendum á formannafundi fyrir afar uppbyggilegar umræður sem munu nýtast vel á komandi starfsári. Skýrsla stjórnar LH 2024-2025
12. nóvember 2025
Ættingjar fyrsta heiðursfélaga LH afhentu LH viðurkenningarskjalið til varðveislu
11. nóvember 2025
Guðni Halldórsson og Kristinn Skúlason hlutu gullmerki LH
9. nóvember 2025
Haraldur Þórarinsson er heiðursverðlaunum LH sannarlega verðugur
9. nóvember 2025
Gott æskulýðsstarf er grunnurinn að framtíð hestamennskunnar
Lesa meira