Þáttakendur í Hæfileikamótun LH 2024

7. nóvember 2024

Hæfileikamótun LH hefur nú verið starfrækt í á 5 ár og er hluti af þrískiptri afreksstefnu LH ( A -landslið, U21 , Hæfieikamótun ). Tilgangurinn er að efla uppbyggingu afreksstarfs hestaíþrótta og efla færni efnilegra knapa í unglingaflokki (14-17 ára) sem stefna á að ná árangri í hestaíþróttum. Yfirþjálfari hæfileikamótunar er Sigvaldi Lárus Guðmundsson.

Í Hæfileikamótun er lögð áhersla á að bæta og auka skilning á líkamsbeitingu knapa og samspili knapa og hests. Að auki er unnið með hugræna þætti svo sem markmiðasetningu, sjálfstraust og hugarfar sem nýtast þeim í að byggja sig upp sem íþróttamenn. Er þetta fyrsta skref og undirbúningur fyrir mögulega keppni með U -21 árs landsliðinu.

Starfið hefst í september og stendur yfir fram á vor mánuði. Fyrsti viðkomu staður í Hæfileikamótun er ferð að Hólum þar sem þátttakendur fá strax tengingu við Háskólaumhverfið. Þá er knöpum í Hæfileikamótun boðið upp á fræðslu í formi fyrirlestra frá fagaðilum úr íþróttahreyfingunni. Auk þess fá þátttakendur einkatíma með reiðkennara sem fylgist með framvindu knapa og hest og aðstoðar parið við setja sér markmið fyrir komandi keppnistímabil. Síðast en ekki síst er lögð rík áhersla á hópefli og samvinnu innan hópana.

Aðsókn í Hæfileikmótun er mikil og því miður komast færri að en vilja, í ár líkt og í fyrra eru starfræktir tveir hópar í Hæfileikamótun. Til að koma á móts við þá sem ekki voru valin í hina hópana var settur á laggirnar B -hópur sem er hugsaður til þessa að veita innsýn inn í starfið og undirbúa þátttakendur fyrir starf hæfileikamótunar seinna meir.

Þátttakendur í hæfileikamótun 2024-25 eru:

Hópur

Nafn knapa

Hestamannafélag

1

Anton Óskar Ólafsson

Geysir

1

Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir

Sprettur

1

Bryndís Anna Gunnarsdóttir

Geysir

1

Dagur Sigurðarson

Geysir

1

Eik Elvarsdóttir

Geysir

1

Elísabet Líf Sigvaldadóttir

Geysir

1

Elísabet Vaka Guðmundsdóttir

Geysir

1

Elsa Kristín Grétarsdóttir

Sleypnir

1

Fjóla Indíana Sólbergsdóttir

Skagfirðingur

1

Gabriel Liljendal friðfinsson

Fákur

1

Hrefna Kristín Ómarsdóttir

Fákur

1

Hulda Ingadóttir

Sprettur

1

Ída Mekkín Hlynsdóttir

Hornfirðingur

1

Kristín Eir Hauksdóttir Holaker

Borgfirðingur

1

Lilja Rún Sigurjónsdóttir

Fákur

1

Loftur Breki Hauksson

Sleipnir

1

Ragnar Snær Viðarsson

Fákur

1

Vigdís Anna Hjaltadóttir

Sleipnir

1

Viktor Óli Helgason

Sleipnir

1

Þórhildur Lotta Kjartansdóttir

Geysir

     

2

April Björk Þórisdóttir

Sprett

2

Arnór Darri Kristinsson

Hringur

2

Álfheiður Þóra Ágústsdóttir

Jökull

2

Árný Sara Hinriksdóttir

Sörli

2

Bertha Liv Bergstað

Fákur

2

Elimar Elvarsson

Geysir

2

Eyvör Vaka Guðmundsdóttir

Geysir

2

Fríða Hildur Steinarsdóttir

Geysir

2

Greta Berglind Jakobsdóttir

Skagfirðingur

2

Ísabella Helga Játvarðsdóttir

Hörður

2

Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir

Sprettur

2

Kári Sveinbjörnsson

Sprettur

2

Kristín María Kristjánsdóttir

Jökull

2

Linda Guðbjörg Friðriksdóttir

Geysir

2

Magnús Rúnar Traustason

Jökull

2

Róbert Darri Edwardsson

Geysir

2

Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir

Skagfirðingur

2

Unnur Rós Ármannsdóttir

Háfeti

2

Viktor Arnbro Þórhallsson

Funi

2

Ylva Sól Agnarsdóttir

Léttir

Fréttasafn

8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
8. ágúst 2025
Forkeppni í fjórgangi er nú lokið. Ísland átt fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki þau Helgu Unu Björnsdóttur og Ósk frá Stað, Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttur og Hulinn frá Breiðstöðum og Jóhönnu Margréti Snorradóttur og Össu frá Miðhúsum. Í ungmennaflokk kepptu fyrir Íslands hönd þau Herdís Björg Jóhannsdóttir og Kormákur frá Kvistum og Védís Huld Sigurðardóttir og Ísak frá Þjórsárbakka. Herdís og Kormákur riðu á vaðið fyrir hönd íslensku keppendanna en lukkan var ekki í liði með þeim í dag því Kormáki fipaðist á yfirferðinni og útkoman var 5,87. Næst í braut af íslensku keppendunum komu þau Védís Huld Sigurðardóttir og Ísak frá Þjórsárbakka en þau voru í feikna stuði og hlutu í einkunn 7,07 og eru önnur inn A-úrslit ungmenna. Þriðjar í braut íslensku keppendanna voru þær Helga Una Björnsdóttir og Ósk frá Stað með stórglæsilega sýningu sem skilaði þeim 7,47 og beint inn í A-úrslit. Fjórðu í braut af íslensku keppendunum voru síðan Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Hulinn frá Breiðstöðum en því miður missti Hulinn skeifu og þau hlutu ekki einkunn. Fimmtu í braut komu loks Jóhanna Margrét Snorradóttir og Assa frá Miðhúsum og enduðu þær með 7,07 og lönduðu þar með sæti í B-úrlitum. Af íslensku knöpunum eigum við því í fullorðinsflokki einn í A-úrslitum og einn í B-úrslitum, og í ungmennaflokki er einn í A-úrslitum. Anne Stine Haugen og Hæmir frá Hyldsbæk leiða fullorðinsflokkinn með yfirburðum en þau hlutu hvorki meira né minna en 8,20 fyrir sína mögnuðu sýningu en þau keppa fyrir hönd Noregs. Eiðfaxi hitti Anne Stine eftir þeirra sýnungu sem sjá má á fréttasíðu Eiðfaxa en hjá Eiðfaxa er að finna fjölmörg stórskemmtileg viðtöl við knapa að loknum sýningum sem og gesti og gangandi. Næst á dagskrá er yfirlit fyrir 7 vetra og eldri hryssur og stóðhesta. Þar eigum við tvo fulltrúa þau Eind frá Grafarkoti, sýnandi Bjarni Jónasson og Hljóm frá Auðsholtshjáleigu, sýnandi Árni Björn Pálsson. Eind hlaut 8,41 í fordómi og var þriðja hæst í sínum flokki. Hljómur frá Auðsholtshjáleigu var hæstur í sínum flokki eftir fordóm með 8,77 í aðaleinkunn. Það verður því einkar spennandi að fygjast með þeim á eftir.  Í kvöld fara svo fram seinni tveir sprettirnir í 250m skeiði. Þar eigum við fimm fulltrúa og sem stendur eiga þau Kristján Árni Birgisson og Krafla frá Syðri-Rauðalæk besta tímann í ungmennaflokk en þau hlupu á tímanum 22,38 sek. Í fullorðinsflokki eiga þeir Sigursteinn Sumarliðason og Krókus frá Dalbæ annan besta tímann eða 21,97 sek. Það verður því spennandi að sjá hvernig þeim og restinni af íslenska hópnum gengur í kvöld.
7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Lesa meira