Þáttakendur í Hæfileikamótun LH 2024

7. nóvember 2024

Hæfileikamótun LH hefur nú verið starfrækt í á 5 ár og er hluti af þrískiptri afreksstefnu LH ( A -landslið, U21 , Hæfieikamótun ). Tilgangurinn er að efla uppbyggingu afreksstarfs hestaíþrótta og efla færni efnilegra knapa í unglingaflokki (14-17 ára) sem stefna á að ná árangri í hestaíþróttum. Yfirþjálfari hæfileikamótunar er Sigvaldi Lárus Guðmundsson.

Í Hæfileikamótun er lögð áhersla á að bæta og auka skilning á líkamsbeitingu knapa og samspili knapa og hests. Að auki er unnið með hugræna þætti svo sem markmiðasetningu, sjálfstraust og hugarfar sem nýtast þeim í að byggja sig upp sem íþróttamenn. Er þetta fyrsta skref og undirbúningur fyrir mögulega keppni með U -21 árs landsliðinu.

Starfið hefst í september og stendur yfir fram á vor mánuði. Fyrsti viðkomu staður í Hæfileikamótun er ferð að Hólum þar sem þátttakendur fá strax tengingu við Háskólaumhverfið. Þá er knöpum í Hæfileikamótun boðið upp á fræðslu í formi fyrirlestra frá fagaðilum úr íþróttahreyfingunni. Auk þess fá þátttakendur einkatíma með reiðkennara sem fylgist með framvindu knapa og hest og aðstoðar parið við setja sér markmið fyrir komandi keppnistímabil. Síðast en ekki síst er lögð rík áhersla á hópefli og samvinnu innan hópana.

Aðsókn í Hæfileikmótun er mikil og því miður komast færri að en vilja, í ár líkt og í fyrra eru starfræktir tveir hópar í Hæfileikamótun. Til að koma á móts við þá sem ekki voru valin í hina hópana var settur á laggirnar B -hópur sem er hugsaður til þessa að veita innsýn inn í starfið og undirbúa þátttakendur fyrir starf hæfileikamótunar seinna meir.

Þátttakendur í hæfileikamótun 2024-25 eru:

Hópur

Nafn knapa

Hestamannafélag

1

Anton Óskar Ólafsson

Geysir

1

Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir

Sprettur

1

Bryndís Anna Gunnarsdóttir

Geysir

1

Dagur Sigurðarson

Geysir

1

Eik Elvarsdóttir

Geysir

1

Elísabet Líf Sigvaldadóttir

Geysir

1

Elísabet Vaka Guðmundsdóttir

Geysir

1

Elsa Kristín Grétarsdóttir

Sleypnir

1

Fjóla Indíana Sólbergsdóttir

Skagfirðingur

1

Gabriel Liljendal friðfinsson

Fákur

1

Hrefna Kristín Ómarsdóttir

Fákur

1

Hulda Ingadóttir

Sprettur

1

Ída Mekkín Hlynsdóttir

Hornfirðingur

1

Kristín Eir Hauksdóttir Holaker

Borgfirðingur

1

Lilja Rún Sigurjónsdóttir

Fákur

1

Loftur Breki Hauksson

Sleipnir

1

Ragnar Snær Viðarsson

Fákur

1

Vigdís Anna Hjaltadóttir

Sleipnir

1

Viktor Óli Helgason

Sleipnir

1

Þórhildur Lotta Kjartansdóttir

Geysir

     

2

April Björk Þórisdóttir

Sprett

2

Arnór Darri Kristinsson

Hringur

2

Álfheiður Þóra Ágústsdóttir

Jökull

2

Árný Sara Hinriksdóttir

Sörli

2

Bertha Liv Bergstað

Fákur

2

Elimar Elvarsson

Geysir

2

Eyvör Vaka Guðmundsdóttir

Geysir

2

Fríða Hildur Steinarsdóttir

Geysir

2

Greta Berglind Jakobsdóttir

Skagfirðingur

2

Ísabella Helga Játvarðsdóttir

Hörður

2

Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir

Sprettur

2

Kári Sveinbjörnsson

Sprettur

2

Kristín María Kristjánsdóttir

Jökull

2

Linda Guðbjörg Friðriksdóttir

Geysir

2

Magnús Rúnar Traustason

Jökull

2

Róbert Darri Edwardsson

Geysir

2

Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir

Skagfirðingur

2

Unnur Rós Ármannsdóttir

Háfeti

2

Viktor Arnbro Þórhallsson

Funi

2

Ylva Sól Agnarsdóttir

Léttir

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira