Óskað er eftir tilnefningum fyrir reiðkennara ársins 2024

5. nóvember 2024

Menntanefnd LH óskar eftir tilnefningum fyrir reiðkennara ársins 2024.

Skilyrðin fyrir tilnefningunni eru:

* Verður að vera skráður í hestamannafélag á Íslandi.
* Verður að vera innan Feif Matrixunnar level 1, 2, 3 eða 4 (sjá https://www.feif.org/education-dept/trainers/ )
* Verður að vera starfandi reiðkennari.


Dæmi um reiðkennara sem geta hlotið tilnefningar:

* Reiðkennari sem hefur sýnt fram á miklar framfarir hjá nemendum á hvaða stigi eða sviði sem er.
* Reiðkennari sem er með frumkvöðlahugsun, gert eitthvað nýtt eða öðruvísi t.d. nýstárlega nálgun í almennri kennslu eða rafkennslu.
* Reiðkennari sem gerir frábæra hluti með börnum, fötluðum eða keppnisknöpum.
* Reiðkennari sem stuðlar sérstaklega að nýliðun í hestamennsku.
* Reiðkennari sem stuðlar sérstaklega að velferð hesta.


Tilnefningunni skal fylgja ástæða fyrir því að þér finnst viðkomandi eiga skilið titilinn “Reiðkennari ársins” - Ekki má tilnefna nátengda aðila þ.e.a.s. fjölskyldumeðlimi, maka, börn o.s.frv.

Það er menntanefnd LH sem velur úr tilnefningum og setur út netkosningu á vefsíðu LH. Sá reiðkennari sem fær flest atkvæði í netkosningu innanlands er svo fulltrúi Íslands í alþjóðlegri netkosningu Menntanefndar FEIF sem setur atkvæðagreiðslu í gang. Sá eða sú sem vinnur atkvæðagreiðslu FEIF hlýtur titilinn, “Reiðkennari ársins 2024”.

Tilnefningar þurfa að berast í síðasta lagi 12. nóvember.

Vinsamlegast sendið tilnefningarnar á lh@lhhestar.is

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira