Nýr A landsliðshópur kynntur

30. október 2024

Landsliðisþjálfari A Landsliðsins, Sigurbjörn Bárðarson hefur lokið við að velja knapa í landsliðshóp. Framundan er stórt verkefni, HM í Sviss í ágúst. Í hópnum eru 5 ríkjandi heimsmeistarar en alls telur hópurinn 20 knapa sem hafa bæði árangurinn og hest sem stendur til boða í verkefnið. Guðmunda Ellen er eini nýji knapinn í hópnum en hún er ríkjandi Íslandsmeistari í fjórgangi. Ísland á sjö sæti á HM og rétt er að taka fram að knapar sem ekki eru valdir að þessu sinni eiga jafn mikinn möguleika og allir aðrir til að sanna sig á undirbúningstímabili sem og á komandi keppnistímabili til að ávinna sér sæti í landsliðshópnum og fara alla leið.

Þann 30. nóvember næstkomandi munu knapar úr landsliðshópnum vera með kennslusýningar og verður ákaflega spennandi að sjá hópinn koma saman og setja tóninni fyrir komandi tímabil.

 

Hér má kynna sér hópinn í heild sinni:

Ríkjandi heimsmeistarar:

Benedikt Ólafsson Hestamannafélagið Hörður

Benedikt varð tvöfaldur heimsmeistari á HM í Hollandi 2023 í gæðingaskeiði og samanlögðum fimmgangsgreinum ungmenna.

Frammistaða hans í gæðingaskeiði mótsins var eftirminnileg og hefði dugað honum til silfurverðlauna í fullorðinsflokki mótsins.

 

Elvar Þormarsson, Hestamannafélagið Geysir

Elvar er tvöfaldur heimsmeistari frá því í Hollandi 2023 á Fjalladísi frá Fornusöndum. Þau sigruðu gæðingaskeið og 250 m skeið.

 

Glódís Rún Sigurðardóttir, Hestamannafélagið Sleipnir

Glódís er ríkjandi heimsmeistari í fimmgangi Ungmenna á Sölku frá Efri-Brú eftir frábæra frammistöðu í Hollandi.

 

Jóhanna Margrét Snorradóttir, Hestamannafélagið Máni

Jóhanna Margrét og Bárður frá Melabergi voru einar skærustu stjörnur síðustu ára í Íslandshestaheiminum og eru ríkjandi heimsmeistarar í tölti og samanlögðum fjórgangsgreinum.

 

Sara Sigurbjörnsdóttir, Hestamannafélagið Fákur

Sara rak smiðshöggið á farsælan feril síns og Flóka frá Oddhóli með því að verða heimsmeistari í fimmgangi á HM í Hollandi 2023.

 

Aðrir landsliðsknapar:

Ásmundur Ernir Snorrason, Hestamannafélagið Geysir

Ásmundur hefur átt frábæru gengi að fagna á liðnu ári í slaktaumatölti á henni Hlökk frá Strandarhöfði og fimmgangsgreinum á Aski frá Holtsmúla.

 

Daníel Gunnarsson, Hestamannafélagið Skagfirðingur

Danni hefur á undanförnum árum sýnt og sannað að hann er orðinn sérfræðingur og listaknapi í skeiðgreinum. Hann átti frábært ár á skeiðbrautinni með Strák frá Miðsitju og Kló frá Einhamri.

 

Guðmunda Ellen Sigurðardóttir, Hestamannafélagið Sleipnir

Guðmunda Ellen skaust á árinu upp á stjörnuhiminninn með frábærum sýningum í fjórgangi á Flaum frá Fákshólum og er Íslandsmeistari í fjórgangi 2024.

 

Gústaf Ásgeir Hinriksson, Hestamannafélagið Fákur

Gústaf hefur á árinu verið sterkur í tölti og fjórgangi á Össu frá Miðhúsum og í skeiðgreinum á Sjóði frá Þóreyjarnúpi.

 

Hans Þór Hilmarsson

Hans og Ölur frá Reykjarvöllum eru Íslandsmeistarar í fimmgangi á árinu 2024, og jafnframt hefur Hansi átt góðu gengi að fagna í skeiðgreinum.

 

Helga Una Björnsdóttir, Hestamannafélagið Þytur

Helga Una er með sterkan og breiðan árangur í tölti og slaktaumatölti á árinu.

 

Hinrik Bragason, Hestamannafélagið Fákur

Hinrik og Trú frá Árbakka eru afa sigursælt par í gæðingaskeiði og sigruðu greinina meðal annars á Landsmóti 2024.

 

Jakob Svavar Sigurðsson, Hestamannafélagið Dreyri

Jakob Svavar átti frábært ár á íþróttabrautinni á árinu 2024. Hann er íþróttaknapi ársins og sigraði töltið á Landsmóti 2024 með glæsibrag á Skarpi frá Kýrholti.

 

Páll Bragi Hólmarsson, Hestamannafélagið Jökull

Páll Bragi og Vísir frá Kagaðarhóli eru orðnir eitt af sterkari pörum landsins í tölti. Þeir sigruðu T1 á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks 2024 og voru í úrslitum stærstu móta ársins í greininni.

 

Ragnhildur Haraldsdóttir, Hestamannafélagið Sleipnir

Ragga og Úlfur frá Mosfellsbæ eru eitt af sterkari pörum landsins í tölti og fjórgangi.

 

Sigursteinn Sumarliðason, Hestamannafélagið Sleipnir.

Sigursteinn og Krókus frá Dalbæ eru Íslandsmeistarar í 250 m skeiði og eiga besta tíma ársins 2024 í greininni.

 

Teitur Árnason, Hestamannafélagið Fákur

Teitur er sterkur knapi í öllum greinum með breiðan árangur síðastliðin ár með hóp sterkra hesta.

 

Þorgeir Ólafsson, Hestamannafélagið Borgfirðingur

Þorgeir hefur á árinu 2024 átt góðu gengi að fagna í ýmsum greinum. Hann var í a-úrslitum í fjórgangi og fimmgangi á Íslandsmóti 2024 ásamt því að vera sterkur í skeiðgreinum á árinu.

 

Þórarinn Ragnarsson, Hestamannafélagið Jökull

Þórarinn átti frábært ár í fimmgangi með Herkúles frá Vesturkoti og vann til silfurverðlauna á Landsmóti og Íslandsmóti í greininni ásamt því að vera sterkur í skeiðgreinum á árinu.

 

Viðar Ingólfsson, Hestamannafélagið Fákur

Viðar er atkvæðamikill knapi og hefur átt góðu gengi að fagna með fjölda hesta á árinu 2024. Hæst ber að nefna sterkan samalagðan árangur á Vigra frá Bæ sem hefur verið sterkur í fimmgangi en var einnig í úrslitum á Íslandsmóti í tölti, ásamt því að vera atkvæðamikill í T2 á Þormari frá Neðri-Hrepp.

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira