Linda Björk Gunnlaugsdóttir er nýr formaður LH

26. október 2024

Þá er 64. Landsþingi Landssambands hestamannafélaga lokið. Fyrir þinginu lágu 40 mál. Þingforseti var Valdimar Leó Friðriksson. Þingið fór afskaplega vel fram og á Borgfirðingur hrós skilið fyrir skipulagningu og umgjörð.

Á þinginu var kosið til formanns og var það Linda Björk Gunnlaugsdóttir sem var rétt kjörinn formaður og er hún fyrsta konan til að gegna því embætti. 

Í Aðalstjórn eru:

Þórhildur Katrín Stefánsdóttir (173 atkvæði)

Unnur Rún Sigurpálsdóttir(172 atkvæði)

Ólafur Gunnarsson (170 atkvæði)

Sóley Margeirsdóttir (163 atkvæði)

Ólafur Þórisson (157 atkvæði),

Sveinn Heiðar Jóhannesson (118 atkvæði)

 

Í varastjórn eru:

1. Varamaður: Sigurbjörn Eiríksson (151 atkvæði)

2. Varamaður: Reynir Atli Jónsson (148 atkvæði)

3. Varamaður: Ragnhildur Gísladóttir (146 atkvæði)

4. Varamaður: Hilmar Guðmannsson (141 atkvæði)

5. Varamaður: Jón Þorberg Steindórsson (95 atkvæði)

Við þökkum öllum þinggestum og starfsmönnum þingsins fyrir vel unnin störf og hlökkum til þingsins á Akureyri árið 2026.

 

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira