Linda Björk Gunnlaugsdóttir er nýr formaður LH
Þá er 64. Landsþingi Landssambands hestamannafélaga lokið. Fyrir þinginu lágu 40 mál. Þingforseti var Valdimar Leó Friðriksson. Þingið fór afskaplega vel fram og á Borgfirðingur hrós skilið fyrir skipulagningu og umgjörð.
Á þinginu var kosið til formanns og var það Linda Björk Gunnlaugsdóttir sem var rétt kjörinn formaður og er hún fyrsta konan til að gegna því embætti.
Í Aðalstjórn eru:
Þórhildur Katrín Stefánsdóttir (173 atkvæði)
Unnur Rún Sigurpálsdóttir(172 atkvæði)
Ólafur Gunnarsson (170 atkvæði)
Sóley Margeirsdóttir (163 atkvæði)
Ólafur Þórisson (157 atkvæði),
Sveinn Heiðar Jóhannesson (118 atkvæði)
Í varastjórn eru:
1. Varamaður: Sigurbjörn Eiríksson (151 atkvæði)
2. Varamaður: Reynir Atli Jónsson (148 atkvæði)
3. Varamaður: Ragnhildur Gísladóttir (146 atkvæði)
4. Varamaður: Hilmar Guðmannsson (141 atkvæði)
5. Varamaður: Jón Þorberg Steindórsson (95 atkvæði)
Við þökkum öllum þinggestum og starfsmönnum þingsins fyrir vel unnin störf og hlökkum til þingsins á Akureyri árið 2026.
Fréttasafn






Styrktaraðilar







