Rafræn menntaráðstefna LH í janúar 2024 með frábærum fyrirlesurum og spennandi pallborði

28. nóvember 2023

Menntanefnd LH í samstarfi við Horses of Iceland, stendur fyrir rafrænni Menntaráðstefnu nú í janúar 2024, með frábærum kennurum og pallborðsfólki. Þema þessarar ráðstefnu er hið svokallaða „Social Licence to operate“ eða „félagslegt leyfi til ástundunar“ - sem fjallar um hinn aukinn þrýsting víðsvegar frá um hvort verjandi sé að brúka dýr og þar með hross eingöngu til ánægju okkar mannfólksins. Þessi umræða er orðin mjög áberandi víða um heim og við hestafólk (ekki síst erlendis en jafnvel á Íslandi einnig) finnum fyrir sívaxandi gagnrýni um hlutverk hrossa í okkar menningu. Þar sem okkar hestar eru þar að auki fremur smáir lendum við Íslandshestafólk jafnvel enn meira í þessari gagnrýni.


En hver er eiginlega þekkingin á þessu sviði?
Rafræna ráðstefnan núna í janúar mun fjalla um hvernig vísindin geta stutt okkur í þessari umræðu allri og sérstaklega teknar fyrir nýlegar rannsóknir sem snúa að heilbrigði og endingu hrossanna okkar og hvaða áhrif við höfum í raun á hestana og öfugt.


Ráðstefnan er hugsuð fyrir þjálfara og reiðkennara innan Menntamatrixu FEIF og dómara innan Íslandshestamennskunar, en hægt er að senda inn beiðni til LH ( lhhestar@lhhestar.is ) um aðgang sé viðkomandi ekki innan þessara hópa. Þátttaka í ráðstefnunni gildir sem símenntun fyrir Menntamatrixu FEIF frá LH (endilega kannið hvort ykkar landssamtök ef önnur en LH, samþykki einnig endurmenntunargildið).


Dagskráin er eftirfarandi, 5 kvöld, milli 19-21 ísl.tíma/GMT:

  • 9. janúar: Michael Weishaupt prófessor við UZH – SLO / Félagslegt samþykki til ástundunar og hvernig rannsóknir geta haft áhrif í þeirri orðræðu.
  • 11. janúar: Marie Rhodin, associate prófessor við SLU – Rannsóknir á heilsufari hrossa og sérstaklega fjallað um nýjar aðferð við heltigreiningu.
  • 16. janúar: Guðrún Stefánsdóttir, dócent við Háskólann á Hólum – Áhrif þyngdar knapa á hesta og framtíðarstúdíur á því sviði.
  • 18. janúar: Sveinn Ragnarsson, prófessor við Háskólann á Hólum – Pælingar um áhrif hesta á manneskjur og öfugt, samskipti manna og hrossa og stúdíur þar að lútandi.
  • 23. janúar: Panelumræður með frábærum fulltrúum ýmissa geira hestamennskunnar


Verð er 13.000 en 15% afsláttur fyrir alla þá sem skrá sig fyrir 15.desember.
Skráning fer í gegnum síðu Menntanefndar LH – smellið hér að neðan:
Skráning á menntaráðstefnu


Á næstu vikum munum við kynna betur þá kennara sem að ráðstefnunni koma, fylgist með og takið frá umrædd kvöld!


Með kærri kveðju og tilhlökkun,
Menntanefnd LH

 

 

REGISTER

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira