Samningar um Landsmót 2028 og 2030 undirritaðir

23. október 2024

Stjórn LM ehf. hefur gengið frá samningi við mótshaldara landsmóta 2028 og 2030 um mótahaldið.

Landsmót 2028 verður haldið á Rangárbökkum dagana 3. til 9. júlí og Landsmót 2030 verður haldið á Félagssvæði Fáks Reykjavík dagana 1. til 7. júlí 2030.

Það voru þeir Hákon Hákonarson formaður LMehf. og Guðni Halldórsson varamaður í LM ehf.  sem undirrituðu samninginn f.h. LMehf. og Gústaf Ásbjörnsson stjórnarformaður Rangárbakka ehf. og Sóley Margeirsdóttir stjórnarkona í Rangárbökkum ehf. og Hjörtur Bergstað formaður Fáks f.h. mótshaldara.

Síðustu tvö landsmót sem haldin voru á þessum tveimur svæðum, voru bæði ákaflega vel heppnuð, vel skipulögð og aðsókn með besta móti. Á báðum stöðum er mikil og góð reynsla af því að halda Landsmót og getum við hestamenn því farið að hlakka til næstu Landsmóta.

Þess má geta að næsta landsmót verður haldið af Hestamannafélaginu Skagfirðingi á Hólum sumarið 2026.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira