Sigrún Sigurðardóttir hlaut Heiðursverðlaun LH

20. nóvember 2023

Sigrún Sigurðardóttir er borgarbarn fædd með hestadellu. 

Foreldrar hennar áttu hesta í Neðri-Fák og var hún mjög ung þegar hún yfirtók hesta foreldranna. Hún naut góðrar aðstoðar Gunnars Tryggva og Sigga hirðis í hestastússinnu, reið mikið út og tók þátt í félagsskap unga fólksins á svæðinu. Sigrún keppti fyrst á kappreiðum árið  1967 og vann þá á hestinum Geysi frá Garðsauka og var knapi á kappreiðum í allmörg næstu ár.

Hún giftist  Erlingi A. Jónssyni og gerðist félagi í Hestamannafélaginu Gusti.  Hún var  þar mjög virk í öllum félagsmálum,  sat  í stjórn félagsins á tímabili, í fræðslunefnd, æskulýðsnefnd og fleiri nefndum. Einnig sá hún um æskulýðsmál félagsins í mörg ár. Hún var fyrsti formaður kvennadeildar Gusts og var kosinn félagsmálamaður Gusts.

Sigrún sat Landsþing  sem fulltrúi  Gusts í mörg og var  virkust þar í keppnisnefnd.  Sigrún hefur nú á seinni árum setið LH þing sem fulltrúi Fáks.

Hún átti sæti í  varastjórn LH um tíma og sat einnig í milliþinganefndum, einnig sat hún í stjórn Hestaíþróttasambandsins á meðan það var og hét, og hún var í ritstjórn tímaritsins Hestsins Okkar á tímabili.

Sigrún vann á skrifstofu LH í kring um 1996 og fór meðal annars til Austurríkis á heimsmeistararmót.  Þar sá hún um pappírsmál fyrir liðið og var í tímatökuliði mótsins fyrir Íslands hönd.

Sigrún tók gæðingadómarpróf í kringum 1971 og landsdómarapróf í framhaldi af því og var virkur dómari í mörg ár. Hún sat í stjórn dómarafélags LH um árabil og hefur einnig setið í fræðslunefnd gæðingadómarafélagsins.  Sigrún hefur verið þulur á flestum Lands- og fjórðungsmótum frá 1971 auk fjölda annarra félagsmóta og mótaraða.

Sigrún var í nokkur ár formaður nefndar um  Kvennatölt á skautasvellinu í Rvk. til styrktar landsliðinu í hestaíþróttum.

Sigrún var ein af upphafsmönnum sýningarinnar Æskan og hesturinn  og tók þátt í þeim sýningum í mörg ár, bæði sem þulur og sem þjálfari sýnenda.

Sigrún hefur unnið með flestum Æskulýðsnefndum  hestamannafélaga á Stór-Reykjavíkursvæðinu.

Hún sá um ásamt  fleirum að skipuleggja og koma á fót  Æskulýðsmóti á Þingvöllum. Farið var ríðandi með hóp unglinga til Þingvalla, þar sem fjölbreytt námskeið og reiðtúrar voru í boði og gist var tvær nætur.

Síðast enn ekki síst hefur Sigrún starfað við reiðkennslu í yfir 50 ár, bæði hér heima og erlendis og vandfundinn sá knapi sem stundar hestamennsku í dag á aldrinum 10-50 ára sem ekki hefur farið í kennslu til hennar.

Hún hefur verið virkur þátttakandi í uppbyggingu knapamerkja frá upphafi, bæði sem kennari og dómari. Hefur einnig haldið námskeið fyrir verðandi þuli. Reiðámskeiðin hafa verið fjölbreytt m.a. barna- og unglinganámskeið auk námskeiða fyrir óörugga sem nefnd hafa verið „hræðslupúkanámskeið“ auka annarra almennra reiðnámskeiða.

Hún fór til Bretlands og lærði þar þjálfun/kennslu fatlaðra, starfaði svo í samstarfi við sjúkraþjálfara á Fákssvæðinu.

Sigrún Sigurðardóttir hefur á æviskeiði sínu unnið þrekvirki þegar kemur að nýliðunar- og útbreiðslumálum hestamanna ásamt því að vera óþreytandi við að aðstoða hrætt hestafólk við að komast aftur í hnakkinn.

Hún hlaut gullmerki LH 2014 á Selfossi

Fréttasafn

6. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
Lesa meira