Helga Björg og Magnús Ben hlutu gullmerki LH

20. nóvember 2023

Á formannafundi landssambands hestamannafélaga var tveimur hestamönnum veit gullmerki LH. Það voru þau Magnús Benediktsson og Helga Björg Helgadóttir.

Magnús Benediktsson er öllum hestamönnum kunnugur. Ekki nóg með að hann sé þrefaldur landsmótssigurvegari í stökki þá er hann einnig mikið félagsmálatröll og frumkvöðull. Magnús Benediktsson eða Maggi Ben eins og hann er yfirleitt kallaður hefur setið í ýmsum stjórnum tengdum hestamennsku og staðið fyrir mörgum stórum viðburðum. Maggi hefur meðal annars setið í stjórn íþróttadeildar Geysis, hestamannafélagsins Sindra, stjórn meistaradeildarinnar, varastjórn LH landsliðsnefnd LH og stjórn Rangárbakka þar sem hann gegnir stöðu varaformanns.

Eins og áður var sagt frá þá hefur Maggi er mikill frumkvöðull og staðið fyrir ófáum flottum viðburðum sem hafa náð að festa sig í sessi hjá okkur hestamönnum.

Maggi stóð fyrir fyrstu stóðhestaveislunni árið 2009 og hefur viðburðurinn verið haldin árlega síðan. Hann gaf út fyrstu stóðhestabókina, biblíu hvers hestamanns og stendur enn þétt við bakið á því verkefni. Maggi hefur staðið fyrir góðgerðargólfmótum fyrir hestamenn, hann stofnaði áhugamannadeild Spretts og setti á laggirnar Blue Lagoon mótaröðina. 

 Á árunum 2014 – 2020 gegndi Magnús stöðu framkvæmdarstjóra hestamannafélagsins Spretts og frá 2020 hefur hann gegnt stöðu sem framkvæmdarstjóri Eiðfaxa. Hann hefur verið framkvæmdarstjóri á ýmsum mótum og getið gott orð af sér sem slíkur. Hann hefur verið framkvæmdarstjóri landsmóts, Íslandsmóts og tveggja fjórðungsmóta, nú síðast síðastliðið sumar á Egilsstöðum sem hann leysti vel af hendi eins og svo oft áður. 

Magnús hefur auk þess verið ötull í góðgerðamálum og hafa safnast háar fjárhæðir á viðburðum sem hann hefur staðið fyrir. Fjármunir þessir hafa runnið til ýmissa góðgerðasamtaka eins og styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, fræðslunefnd fatlaðra í Herði, Grensás, Einhverfusamtakana og ótal annarra samtaka.

 Það er heiður LH að veita Magnúsi Benediktssyni Gullmerki LH

 

Helgu þarf vart að kynna. Helga Björg hefur til fjölda ára unnið óeigingjarnt starf í þágu æskulýðsmála og verið óþreytandi að halda mikilvægi öflugs æskulýðsstarfs á lofti.

Helga hefur verið í ýmsum stjórnum og tekið virkan þátt í starfi Fáks. Hún var í kvennadeild Fáks og gegndi stöðu formanns um tíma. Hún var í æskulýðsdeild þar sem hún einnig gegndi stöðu formanns. Á árunum 1997-2000 var Helga framkvæmdastjóri Fáks og gjaldkeri Fáks frá 2006-2013. Hún hefur verið í stjórn meistaradeildar æskunar og verið í undirbúningsnefnd æskan og hesturinn. Þá hefur Helga einnig látið til sín taka í æskuliðsmálum í Feif. Helga sat í stjórn æskuliðsnefndar Feif frá 2007 – 2022 og kom þar að skipulagi á Youth Cup á Hólum 2014, Youth Camp á Hestheimum 2019 og Feif youth seminar í Eldhestum 2019 ásamt því að fara sem farastjóri íslensku þátttakendanna í flest skiptin. Helga hefur einnig verið virk innan starfsins hjá Landsambandi hestamanna frá 2005. Þar hefur hún setið mörg ár í æskulýðsnefnd ásamt því að sitja í varastjórn og stjórn.

Það er ljóst að Helga brennur fyrir því sem hún tekur sér fyrir hendur og þá sérstaklega æskulýðsmálum.

Það er heiður LH að veita Helgu B Helgadóttur Gullmerki LH.

 

Fréttasafn

6. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
Lesa meira