Símenntun reiðkennara og þjálfara

30. janúar 2024

FEIF heldur úti lista yfir virka reiðkennara og þjálfara, en til að vera á þessum Matrixulistum þurfa reiðkennarar að sinna reglubundinni símenntun. Reiðkennarar á Íslandi þurfa á hverjum þremur árum að ljúka að lágmarki einu tveggja daga símenntunarnámskeiði eða að lágmarki 16 símenntunareiningum. Námskeið sem gilda til símenntunar þurfa að vera viðurkennd sem slík af menntanefnd LH, sjá nánar hér. Reiðkennarar þurfa sjálfir að senda LH tilkynningu um þá símenntun sem þeir hafa lokið, til þess að halda nafni sínu á lista FEIF.

Samþykkt símenntunarnámskeið á Íslandi frá 2020 eru:

  • “Social license to operate” Rafræn menntaráðstefna Menntanefndar LH vetur 2024. Fyrirlestrar með Michael Weishaupt, Guðrúnu Stefánsdóttur, Marie Rhodin, Sveini Ragnarssyni og pallborðsumræður, 16 einingar (10 klst)
  • “Leiðin að gullinu” Menntadagur íslenska landsliðsins 16. des 2023, 7 einingar
  • “FEIF trainer and judges seminar 2023” Víðidal Reykjavík 24. -26. mars, 16 einingar
  • “Dagur Reiðmennskunnar” 25. mars 2023: Sýnikennsla í TM höllinni í Víðidal með Julio Borba, Olil Amble, Sara Seifert og 3. árs nemum frá Hólaskóla, 9 einingar
  • “Reiðkennaranámskeið FT og Harðar” Jan 2023. Kennari Mette Mannseth, 20 einingar
  • “Leiðin að gullinu” 10.des 2022. Menntadagur íslenska landsliðsins, 6 einingar
  • “Dagur Reiðmennskunnar” 26. mars 2022: Sýnikennsla í TM höllinni í Víðidal með Eyjólfi Ísólfssyni, Mette Mannseth, Árna Birni Pálssyni, Sigurbirni Bárðarsyni, Antoni Páli Níelssyni og 3. árs nemum frá Hólaskóla, 8 einingar
  • “Instruktorseminar” / Rafræn kennsluráðstefna haldin af NIHF norska Íslandshestasambandinu jan-feb 2021, 16 einingar
  • “Rafræn menntaráðstefna Menntanefndar LH” haustið 2021. Fyrirlestrar með Hilary Clayton, Víkingi Gunnarssyni, Andrew McLean, Önju Beran og pallborðsumræður, 16 einingar
  • "Hraðabreytingar" Sýnikennsla Ragnhildar Haraldsdóttur í streymi des 2020, 2 einingar
  • “Ábendingakerfi”, sýnikennsla Arnars Bjarka Sigurðarson í gegnum zoom, nóv 2020, 3 einingar
  • "Nálgun í kennslu" fyrirlestur um kennsluaðferðir Mette Mannseth, vor 2020, 4 einingar
  • Sýnikennsla í streymi með zoom, Mette Mannseth vor 2020, 5 einingar
  • "The clinic, nútíma reiðlist frá A-Z" sýnikennsla Julio Borba og Gangmyllunar, febrúar 2020, 8 einingar

Reiðkennarar sem hafa sótt ofangreind námskeið og vilja vera á lista FEIF yfir virka reiðkennara, vinsamlegast skráið hvaða námskeið þið hafið sótt á eyðublaði á vef LH. Athugið að þau sem sóttu menntaráðstefnu LH í janúar 2024 þurfa ekki að tilkynna það sérstaklega.

Þau sem ekki hafa sótt gild símenntunarnámskeið sl. þrjú ár verða teknir út af reiðkennaralista FEIF. ATH! Það missir engin sín réttindi. Þegar sótt hafa verið a.m.k. 16 eininga endurmenntun getur LH skráð nafn viðkomandi aftur inn á listann.

Vilji einhver sækja sér endurmenntun sem ekki er skráð hjá LH getur viðkomandi sent LH beiðni með upplýsingum um viðkomandi viðburð. Sjá kröfur til símenntunnarnámskeiða hér.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira