Símenntun reiðkennara og þjálfara

30. janúar 2024

FEIF heldur úti lista yfir virka reiðkennara og þjálfara, en til að vera á þessum Matrixulistum þurfa reiðkennarar að sinna reglubundinni símenntun. Reiðkennarar á Íslandi þurfa á hverjum þremur árum að ljúka að lágmarki einu tveggja daga símenntunarnámskeiði eða að lágmarki 16 símenntunareiningum. Námskeið sem gilda til símenntunar þurfa að vera viðurkennd sem slík af menntanefnd LH, sjá nánar hér. Reiðkennarar þurfa sjálfir að senda LH tilkynningu um þá símenntun sem þeir hafa lokið, til þess að halda nafni sínu á lista FEIF.

Samþykkt símenntunarnámskeið á Íslandi frá 2020 eru:

  • “Social license to operate” Rafræn menntaráðstefna Menntanefndar LH vetur 2024. Fyrirlestrar með Michael Weishaupt, Guðrúnu Stefánsdóttur, Marie Rhodin, Sveini Ragnarssyni og pallborðsumræður, 16 einingar (10 klst)
  • “Leiðin að gullinu” Menntadagur íslenska landsliðsins 16. des 2023, 7 einingar
  • “FEIF trainer and judges seminar 2023” Víðidal Reykjavík 24. -26. mars, 16 einingar
  • “Dagur Reiðmennskunnar” 25. mars 2023: Sýnikennsla í TM höllinni í Víðidal með Julio Borba, Olil Amble, Sara Seifert og 3. árs nemum frá Hólaskóla, 9 einingar
  • “Reiðkennaranámskeið FT og Harðar” Jan 2023. Kennari Mette Mannseth, 20 einingar
  • “Leiðin að gullinu” 10.des 2022. Menntadagur íslenska landsliðsins, 6 einingar
  • “Dagur Reiðmennskunnar” 26. mars 2022: Sýnikennsla í TM höllinni í Víðidal með Eyjólfi Ísólfssyni, Mette Mannseth, Árna Birni Pálssyni, Sigurbirni Bárðarsyni, Antoni Páli Níelssyni og 3. árs nemum frá Hólaskóla, 8 einingar
  • “Instruktorseminar” / Rafræn kennsluráðstefna haldin af NIHF norska Íslandshestasambandinu jan-feb 2021, 16 einingar
  • “Rafræn menntaráðstefna Menntanefndar LH” haustið 2021. Fyrirlestrar með Hilary Clayton, Víkingi Gunnarssyni, Andrew McLean, Önju Beran og pallborðsumræður, 16 einingar
  • "Hraðabreytingar" Sýnikennsla Ragnhildar Haraldsdóttur í streymi des 2020, 2 einingar
  • “Ábendingakerfi”, sýnikennsla Arnars Bjarka Sigurðarson í gegnum zoom, nóv 2020, 3 einingar
  • "Nálgun í kennslu" fyrirlestur um kennsluaðferðir Mette Mannseth, vor 2020, 4 einingar
  • Sýnikennsla í streymi með zoom, Mette Mannseth vor 2020, 5 einingar
  • "The clinic, nútíma reiðlist frá A-Z" sýnikennsla Julio Borba og Gangmyllunar, febrúar 2020, 8 einingar

Reiðkennarar sem hafa sótt ofangreind námskeið og vilja vera á lista FEIF yfir virka reiðkennara, vinsamlegast skráið hvaða námskeið þið hafið sótt á eyðublaði á vef LH. Athugið að þau sem sóttu menntaráðstefnu LH í janúar 2024 þurfa ekki að tilkynna það sérstaklega.

Þau sem ekki hafa sótt gild símenntunarnámskeið sl. þrjú ár verða teknir út af reiðkennaralista FEIF. ATH! Það missir engin sín réttindi. Þegar sótt hafa verið a.m.k. 16 eininga endurmenntun getur LH skráð nafn viðkomandi aftur inn á listann.

Vilji einhver sækja sér endurmenntun sem ekki er skráð hjá LH getur viðkomandi sent LH beiðni með upplýsingum um viðkomandi viðburð. Sjá kröfur til símenntunnarnámskeiða hér.

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira