Menntaráðstefnu LH og HOI lokið

25. janúar 2024

Einstaklega áhugaverðri fimm kvölda rafrænni menntaráðstefnu LH og HOI er nú lokið. Ráðstefnunni lauk á líflegum pallborðsumræðum þar sem fulltrúar hagsmunahópa innan hestamennskunnar mættust og ræddu sína sýn á málefnin.

Ráðstefnan var einkar vel sótt en hátt í 400 manns sátu fyrirlestrana og ljóst að áhugi hestamanna á SLO eða félagslegu leyfi til ástundunar fer vaxandi. Fyrirlesarar ráðstefnunnar byggðu mál sitt á rannsóknum og ítarlegri greiningarvinnu, það var eftirtektarvert hversu vel þau komu efninu til skila og virkilega gaman að sjá spurningar þeirra sem fylgdust með fyrirlestrunum í rauntíma.

Horses of Iceland sáu um tæknihlutan og gerðu það virkilega vel. Það var svo menntanefnd LH sem átti veg og vanda að allri skipulagningu og viðburðarins og eiga þau stórt hrós skilið fyrir framtakið. Þátttakendur á menntaráðstefnunni geta horft á fyrirlestrana aftur eitthvað sem margir eiga eflaust eftir að gera enda mikið efni og upplýsingar sem komu þar fram.

 

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira