Símenntun, tækifæri, reglur og utanumhald

Aníta Aradóttir • 1. janúar 1970

Til hvers er símenntun /endurmenntun?

Símenntun er stór hluti margra starfsgreina og síaukin áhersla þar að lútandi. Við reiknum með að læknar okkar fylgist með nýjustu vitneskju og rannsóknum í sínum greinum, sem og að kennarar barnanna okkar brúki nútíma aðferðir sem stuðla að sem bestri menntun og með öryggi og velferð barnanna að leiðarljósi. 

Símenntun reiðkennara er einnig mikilvægur þáttur í að viðhalda gæðum kennslunnar sem og stuðla að framþróun í greininni almennt, þar af leiðandi velferð hesta. Flestir virkir reiðkennarar sækja sér endurmenntun eins og kostur er enda finnst okkur flestum ofsalega gaman að sækja meiri þekkingu og innblástur í hópi kollega.

Kröfur um símenntun

Flest lönd FEIF hafa mjög skýrar reglur um símenntun, sum setja jafnvel kröfur um að kennarar þeirra sæki einhverja símenntun árlega. Ef skilyrði um símenntun eru ekki fullnægð detta nöfn viðkomandi út af Matrixulistum FEIF þar sem allir virkir reiðkennarar sem menntaðir eru innan menntakerfa landa FEIF eru skráðir.

Ísland hefur ákveðið að kröfur hér skuli miðast við 16 einingar á að lágmarki 3ja ára fresti. Þannig ættu allir að hafa næg tækifæri til að sækja sér tilskylda símenntun án mikils tímaþrýstings og gera má ráð fyrir að mörg okkar muni í raun sækja einhverja símenntun á hverju ári og stundum oft á ári, enda einfaldlega spennandi og skemmtilegt.

Tilgangurinn er alls ekki að henda út fólki sem vill vera á þessum listum og er virkt í sínu starfi, heldur einmitt að sjá til þess að þau nöfn sem eru skráð á lista virkra reiðkennara á hinum ýmsu stigum, séu einmitt það, virkir reiðkennarar. Að sjálfsögðu tekur enginn menntun frá einhverjum sem lokið hefur, og þótt nafn einhvers detti út af listum FEIF Matrixunnar er auðvelt að koma sér inn aftur, einfaldlega með því að sækja endurmenntunarnámskeið.

Ábyrgðin á höndum reiðkennaranna sjálfra

Vegna síaukinna krafa um persónuvernd og laga þar að lútandi hefur verið ákveðið að héðan í frá muni ekki sjálfkrafa verða skráðir allir útskrifaðir nemendur Hólaskóla á reiðkennaralista FEIF, heldur muni þeir sjálfir þurfa að senda inn beiðni þar um til skrifstofu LH, einfaldlega tölvupóstur með nafni, kennitölu, símanúmeri, heimilisfangi og afriti af útskriftarskírteini Hólaskóla eða annarri menntun sem gildir til Matrixu FEIF (svo sem þjálfaramenntun LH).

Símenntunartækifæri

Menntanefnd LH stóð fyrir rafrænni símenntun haustið 2021 þar sem 4 kvöld fóru í að fræðast af þekktum vísindamönnum og reiðkennurum og loks endað á pallborðsumræðum með úrval fagmanna í greininni á 5. kvöldinu.  Þetta mæltist vel fyrir og gaf mörgum möguleika á að sinna símenntun heiman úr eigin stofu án mikils kostnaðar eða fyrirhafnar.

Ýmis önnur símenntunarnámskeið hafa verið í boði, bæði á vegum FT og hestamannafélaga og stundum einkahópa.

Til þess að fá viðburð skráðan sem símenntun sem tekin er gild, þarf hann að vera opinn og auglýstur með ákveðnu þema fyrirfram. Hægt er að sækja um að t.d. sérstakt reiðnámskeið geti gilt sem símenntun eða heimsókn á stóra hestasýningu eða annað þess háttar, uppfylli þau skilyrði endurmenntunarstefnu LH. Umsóknin þarf að berast fyrir viðkomandi viðburð. 

Þann 25. mars er Dagur Reiðmennskunnar í Fáki, sem og samtvinnuð Endurmenntunarráðstefna Menntanefndar FEIF og Sportnefndar FEIF sem er 24.-26. mars. Sú ráðstefna er því miður uppbókuð en þeir sem vilja geta sótt Dag Reiðmennskunnar og fengið 8 einingar upp í endurmenntun fyrir það. Athugið að eftir námskeiðið verður að skrá sig á lista sem staðfestir að reiðkennari sat námskeiðið og bera reiðkennarar ábyrgð á því sjálfir.

Stefnt er á að halda rafræna menntaráðstefnu aftur í haust og verða fleiri símenntunartækifæri auglýst á næstunni.

 

 

Fréttasafn

Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 30. apríl 2025
Dagur Íslenska hestsins er á morgun, 1. maí. Hestamannafélög hérlendis sem og erlendis munu í tilefni af deginum bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Við hverjum áhugasama til að kynna sér viðburði á sínu heimasvæði.  Þá verður einnig spennandi dagskrá í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum:
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 29. apríl 2025
Í gær mánudaginn 28. apríl fór fram stefnumótunarfundur Landssambands hestamannafélaga. Stjórn boðaði fundinn og voru fulltrúar hestamannafélaganna hvattir til að mæta á staðinn eða vera með á Teams. Markmið fundarins var að skapa sameiginlega framtíðarsýn fyrir samband allra hestamanna og var því ákaflega gleðilegt að sjá hversu margir tóku frá tíma til að vera með okkur í þessari vinnu en um 30 manns mættu á staðinn og 50 tóku þátt í fjarfundi. Petra Björk Mogensen stýrði fundinum ásamt Lindu Björk Gunnlaugsdóttur. Þær fengu svo dygga aðstoð frá þeim Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur og Anna Kristín Kristinsdóttir sem tóku saman niðurstöður fundarins.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 28. apríl 2025
Á 77. Íþróttaþingi ÍSÍ, sem fram fer dagana 16. og 17. maí nk. á Hótel Natura, verður kosið um forseta ÍSÍ til fjögurra ára og um sjö meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, til fjögurra ára. Skilafrestur framboða rann út föstudaginn 25. apríl sl. kl. 16:00. Til kjörnefndar bárust fimm framboð til embættis forseta ÍSÍ og níu framboð til setu í framkvæmdastjórn ÍSÍ.  Kjörnefnd ÍSÍ hefur úrskurðað öll innsend framboð gild.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 27. apríl 2025
Nú er rétt rúm vika síðan hinn glæsilegi viðburður Allra sterkustu fór fram. Mikil stemning myndaðist að venju enda glæsilegar sýningar, keppni, happadrætti og stóðhestavelta í gangi. Á kvöldum sem þessum er dásamlegt að hafa fullt hús af áhorfendum og var það rauninn þann 19. apríl. Hinsvegar komust ekki allir sem vildu á sýninguna og því gleður það að tilkynna að Eiðfaxi tók upp herlegheitin og verður hægt að horfa á alla sýninguna á streymisveitunni þeirra frá og með miðri næstu viku.
Eftir Berglind Karlsdóttir 24. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir samstarfssamning milli Topreiter og Landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Samningurinn gildir fram yfir Heimsmeistaramót 2027.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Hægt er að sækja vinningana á Skrifstofu LH Engjavegi 6 í Laugardal frá og með mánudeginum 28. apríl gegn framvísun happdrættismiðans.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og Líflands.
Eftir Hinrik Sigurðsson 23. apríl 2025
Ákveðið hefur verið að framlengja skráningafresti fyrir fyrsta Íslandsmótið í gæðingalist sem verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti dagana 29.apríl – 1.maí 2025. Skráningafrestur er til miðnættis miðvikudaginn 23.apríl.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Kæru hestamenn, takk kærlega fyrir samveruna og samvinnuna í kringum ALLRA STERKUSTU. Viðburðurinn heppnaðist vel og skiptir það sköpum fyrir landsliðin að finna þenna mikla áhuga og stuðning úr greininni. Viðburður eins og þessi gerist ekki að sjáflum sér. Að baki honum standa óteljandi klukkustundir sem sjálfboðaliðar hafa ljáð verkefninu, fullt af fyrirtækjum hafa lagt til fjármuni eða aðföng og stóðhestaeigendur sem hafa gefið tolla í stóðhestaveltuna. Þá hefur stjórn, skrifstofa, landsliðsnefnd, framkvæmdanefnd, landsliðsþjálfarar og landsliðsknaparnir sjálfir lagt dag við nótt að undirbúa og framkvæma þennan glæsilega viðburð.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Ný stikuð leið frá Dalakofa í Landmannahelli. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti Hestamannafélaginu Geysi styrk á síðasta ári til að stika svokallaðan Dalastíg. Leiðin þykir gífurlega falleg en er bæði brött og villugjörn og því miklar úrbætur að fá leiðina betur merkta og skráða.
Lesa meira

Styrktaraðilar