Símenntun, tækifæri, reglur og utanumhald

1. janúar 1970

Til hvers er símenntun /endurmenntun?

Símenntun er stór hluti margra starfsgreina og síaukin áhersla þar að lútandi. Við reiknum með að læknar okkar fylgist með nýjustu vitneskju og rannsóknum í sínum greinum, sem og að kennarar barnanna okkar brúki nútíma aðferðir sem stuðla að sem bestri menntun og með öryggi og velferð barnanna að leiðarljósi. 

Símenntun reiðkennara er einnig mikilvægur þáttur í að viðhalda gæðum kennslunnar sem og stuðla að framþróun í greininni almennt, þar af leiðandi velferð hesta. Flestir virkir reiðkennarar sækja sér endurmenntun eins og kostur er enda finnst okkur flestum ofsalega gaman að sækja meiri þekkingu og innblástur í hópi kollega.

Kröfur um símenntun

Flest lönd FEIF hafa mjög skýrar reglur um símenntun, sum setja jafnvel kröfur um að kennarar þeirra sæki einhverja símenntun árlega. Ef skilyrði um símenntun eru ekki fullnægð detta nöfn viðkomandi út af Matrixulistum FEIF þar sem allir virkir reiðkennarar sem menntaðir eru innan menntakerfa landa FEIF eru skráðir.

Ísland hefur ákveðið að kröfur hér skuli miðast við 16 einingar á að lágmarki 3ja ára fresti. Þannig ættu allir að hafa næg tækifæri til að sækja sér tilskylda símenntun án mikils tímaþrýstings og gera má ráð fyrir að mörg okkar muni í raun sækja einhverja símenntun á hverju ári og stundum oft á ári, enda einfaldlega spennandi og skemmtilegt.

Tilgangurinn er alls ekki að henda út fólki sem vill vera á þessum listum og er virkt í sínu starfi, heldur einmitt að sjá til þess að þau nöfn sem eru skráð á lista virkra reiðkennara á hinum ýmsu stigum, séu einmitt það, virkir reiðkennarar. Að sjálfsögðu tekur enginn menntun frá einhverjum sem lokið hefur, og þótt nafn einhvers detti út af listum FEIF Matrixunnar er auðvelt að koma sér inn aftur, einfaldlega með því að sækja endurmenntunarnámskeið.

Ábyrgðin á höndum reiðkennaranna sjálfra

Vegna síaukinna krafa um persónuvernd og laga þar að lútandi hefur verið ákveðið að héðan í frá muni ekki sjálfkrafa verða skráðir allir útskrifaðir nemendur Hólaskóla á reiðkennaralista FEIF, heldur muni þeir sjálfir þurfa að senda inn beiðni þar um til skrifstofu LH, einfaldlega tölvupóstur með nafni, kennitölu, símanúmeri, heimilisfangi og afriti af útskriftarskírteini Hólaskóla eða annarri menntun sem gildir til Matrixu FEIF (svo sem þjálfaramenntun LH).

Símenntunartækifæri

Menntanefnd LH stóð fyrir rafrænni símenntun haustið 2021 þar sem 4 kvöld fóru í að fræðast af þekktum vísindamönnum og reiðkennurum og loks endað á pallborðsumræðum með úrval fagmanna í greininni á 5. kvöldinu.  Þetta mæltist vel fyrir og gaf mörgum möguleika á að sinna símenntun heiman úr eigin stofu án mikils kostnaðar eða fyrirhafnar.

Ýmis önnur símenntunarnámskeið hafa verið í boði, bæði á vegum FT og hestamannafélaga og stundum einkahópa.

Til þess að fá viðburð skráðan sem símenntun sem tekin er gild, þarf hann að vera opinn og auglýstur með ákveðnu þema fyrirfram. Hægt er að sækja um að t.d. sérstakt reiðnámskeið geti gilt sem símenntun eða heimsókn á stóra hestasýningu eða annað þess háttar, uppfylli þau skilyrði endurmenntunarstefnu LH. Umsóknin þarf að berast fyrir viðkomandi viðburð. 

Þann 25. mars er Dagur Reiðmennskunnar í Fáki, sem og samtvinnuð Endurmenntunarráðstefna Menntanefndar FEIF og Sportnefndar FEIF sem er 24.-26. mars. Sú ráðstefna er því miður uppbókuð en þeir sem vilja geta sótt Dag Reiðmennskunnar og fengið 8 einingar upp í endurmenntun fyrir það. Athugið að eftir námskeiðið verður að skrá sig á lista sem staðfestir að reiðkennari sat námskeiðið og bera reiðkennarar ábyrgð á því sjálfir.

Stefnt er á að halda rafræna menntaráðstefnu aftur í haust og verða fleiri símenntunartækifæri auglýst á næstunni.

 

 

Fréttasafn

6. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
Lesa meira