Símenntun, tækifæri, reglur og utanumhald

1. janúar 1970

Til hvers er símenntun /endurmenntun?

Símenntun er stór hluti margra starfsgreina og síaukin áhersla þar að lútandi. Við reiknum með að læknar okkar fylgist með nýjustu vitneskju og rannsóknum í sínum greinum, sem og að kennarar barnanna okkar brúki nútíma aðferðir sem stuðla að sem bestri menntun og með öryggi og velferð barnanna að leiðarljósi. 

Símenntun reiðkennara er einnig mikilvægur þáttur í að viðhalda gæðum kennslunnar sem og stuðla að framþróun í greininni almennt, þar af leiðandi velferð hesta. Flestir virkir reiðkennarar sækja sér endurmenntun eins og kostur er enda finnst okkur flestum ofsalega gaman að sækja meiri þekkingu og innblástur í hópi kollega.

Kröfur um símenntun

Flest lönd FEIF hafa mjög skýrar reglur um símenntun, sum setja jafnvel kröfur um að kennarar þeirra sæki einhverja símenntun árlega. Ef skilyrði um símenntun eru ekki fullnægð detta nöfn viðkomandi út af Matrixulistum FEIF þar sem allir virkir reiðkennarar sem menntaðir eru innan menntakerfa landa FEIF eru skráðir.

Ísland hefur ákveðið að kröfur hér skuli miðast við 16 einingar á að lágmarki 3ja ára fresti. Þannig ættu allir að hafa næg tækifæri til að sækja sér tilskylda símenntun án mikils tímaþrýstings og gera má ráð fyrir að mörg okkar muni í raun sækja einhverja símenntun á hverju ári og stundum oft á ári, enda einfaldlega spennandi og skemmtilegt.

Tilgangurinn er alls ekki að henda út fólki sem vill vera á þessum listum og er virkt í sínu starfi, heldur einmitt að sjá til þess að þau nöfn sem eru skráð á lista virkra reiðkennara á hinum ýmsu stigum, séu einmitt það, virkir reiðkennarar. Að sjálfsögðu tekur enginn menntun frá einhverjum sem lokið hefur, og þótt nafn einhvers detti út af listum FEIF Matrixunnar er auðvelt að koma sér inn aftur, einfaldlega með því að sækja endurmenntunarnámskeið.

Ábyrgðin á höndum reiðkennaranna sjálfra

Vegna síaukinna krafa um persónuvernd og laga þar að lútandi hefur verið ákveðið að héðan í frá muni ekki sjálfkrafa verða skráðir allir útskrifaðir nemendur Hólaskóla á reiðkennaralista FEIF, heldur muni þeir sjálfir þurfa að senda inn beiðni þar um til skrifstofu LH, einfaldlega tölvupóstur með nafni, kennitölu, símanúmeri, heimilisfangi og afriti af útskriftarskírteini Hólaskóla eða annarri menntun sem gildir til Matrixu FEIF (svo sem þjálfaramenntun LH).

Símenntunartækifæri

Menntanefnd LH stóð fyrir rafrænni símenntun haustið 2021 þar sem 4 kvöld fóru í að fræðast af þekktum vísindamönnum og reiðkennurum og loks endað á pallborðsumræðum með úrval fagmanna í greininni á 5. kvöldinu.  Þetta mæltist vel fyrir og gaf mörgum möguleika á að sinna símenntun heiman úr eigin stofu án mikils kostnaðar eða fyrirhafnar.

Ýmis önnur símenntunarnámskeið hafa verið í boði, bæði á vegum FT og hestamannafélaga og stundum einkahópa.

Til þess að fá viðburð skráðan sem símenntun sem tekin er gild, þarf hann að vera opinn og auglýstur með ákveðnu þema fyrirfram. Hægt er að sækja um að t.d. sérstakt reiðnámskeið geti gilt sem símenntun eða heimsókn á stóra hestasýningu eða annað þess háttar, uppfylli þau skilyrði endurmenntunarstefnu LH. Umsóknin þarf að berast fyrir viðkomandi viðburð. 

Þann 25. mars er Dagur Reiðmennskunnar í Fáki, sem og samtvinnuð Endurmenntunarráðstefna Menntanefndar FEIF og Sportnefndar FEIF sem er 24.-26. mars. Sú ráðstefna er því miður uppbókuð en þeir sem vilja geta sótt Dag Reiðmennskunnar og fengið 8 einingar upp í endurmenntun fyrir það. Athugið að eftir námskeiðið verður að skrá sig á lista sem staðfestir að reiðkennari sat námskeiðið og bera reiðkennarar ábyrgð á því sjálfir.

Stefnt er á að halda rafræna menntaráðstefnu aftur í haust og verða fleiri símenntunartækifæri auglýst á næstunni.

 

 

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira