Starf umsjónarmanns á Skógarhólum til umsóknar
28. apríl 2022
Landssamband hestamannafélaga óskar eftir umsjónarmanni og staðarhaldara á Skógarhólum í sumar.
Skógarhólar er áningarstaður hestamanna í þjóðgarðinum á Þingvöllum og er rekið af Landssambands hestamannafélaga. Þar er boðið upp á gistingu fyrir allt að 30 manns, tjaldstæði, eldunaraðstöðu og veislusal, ásamt áningarhólfum fyrir hesta.
Starfslýsing:
- Dagleg umsjón með húsnæði, tjaldsvæði og áningarhólfum
- Móttaka gesta og vera þeim innan handar ef þörf er á
- Sjá um að halda umhverfi staðarins snyrtilegu
- Æskilegt að viðkomandi geti sinnt viðhaldi á húsnæði og áningarhólfum
Hæfniskröfur:
- Góð íslensku- og enskukunnátta æskileg
- Þjónustulund, jákvæðni og lausnamiðað hugarfar
- Nauðsynlegt að viðkomandi geti unnið sjálfstætt
- Áhugi og þekking á hestamennsku æskileg
- Bílpróf nauðsynlegt og að viðkomandi hafi yfir bifreið að ráða
Sveigjanlegur vinnutími.
Starfskjör skv. samkomulagi - verktakavinna (ca. 50% starfshlutfall).
Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. júní.
Umsóknarfrestur er til og með 10. maí 2022
Vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferilskrá á netfangið: lh@lhhestar.is
Nánari upplýsingar veitir Berglind Karlsdóttir framkvæmdastjóri LH, 514 4030.
Fréttasafn







