Starf umsjónarmanns á Skógarhólum til umsóknar

28. apríl 2022

Landssamband hestamannafélaga óskar eftir umsjónarmanni og staðarhaldara á Skógarhólum í sumar.

Skógarhólar er áningarstaður hestamanna í þjóðgarðinum á Þingvöllum og er rekið af Landssambands hestamannafélaga. Þar er boðið upp á gistingu fyrir allt að 30 manns, tjaldstæði, eldunaraðstöðu og veislusal, ásamt áningarhólfum fyrir hesta.

Starfslýsing:

  • Dagleg umsjón með húsnæði, tjaldsvæði og áningarhólfum
  • Móttaka gesta og vera þeim innan handar ef þörf er á
  • Sjá um að halda umhverfi staðarins snyrtilegu
  • Æskilegt að viðkomandi geti sinnt viðhaldi á húsnæði og áningarhólfum

Hæfniskröfur:

  • Góð íslensku- og enskukunnátta æskileg
  • Þjónustulund, jákvæðni og lausnamiðað hugarfar
  • Nauðsynlegt að viðkomandi geti unnið sjálfstætt
  • Áhugi og þekking á hestamennsku æskileg
  • Bílpróf nauðsynlegt og að viðkomandi hafi yfir bifreið að ráða

Sveigjanlegur vinnutími.

Starfskjör skv. samkomulagi - verktakavinna (ca. 50% starfshlutfall).

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. júní.

Umsóknarfrestur er til og með 10. maí 2022

Vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferilskrá á netfangið: lh@lhhestar.is

Nánari upplýsingar veitir Berglind Karlsdóttir framkvæmdastjóri LH, 514 4030.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira