Tilnefningar til LH-félaga ársins - netkosning

3. maí 2022

LH – félagi ársins eru hvatningarverðlaun fyrir sjálfboðaliða og félaga hestamannafélaga sem vinna fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu hestamennskunnar.

Stjórn LH óskaði eftir tilnefningum frá aðildarfélögum LH að félaga ársins, ásamt rökstuðningi fyrir valinu. Í kjölfarið var skipuð nefnd sem valdi fimm tilnefningar sem kosið er um í netkosningu á vef LH. Við mat á tilnefningum setti nefndin sér ákveðin viðmið og eru þau eftirfarandi:

Félagi ársins er einstaklingur sem:

  • Er virkur í félagsstarfinu og dregur aðra með sér
  • Hefur rifið upp félagsstarfið í sínu félagi
  • Er brautryðjandi í félagsstarfinu
  • Hefur mikil áhrif á heildarhagsmuni síns félags og félagsmanna þess

Eftirfarandi eru tilnefndir til LH-félaga ársins fyrir óeigingjarnt starf í þágu hestamanna.

Jóna Mjöll Halldórudóttir - Hestamannafélaginu Dreyra
Jóna Mjöll Halldórudóttir vann ótrúlega gott og kraftmikið starf í fyrra. Hún starfaði ein í æskulýðsnefndinni en þrátt fyrir það skipulagði hún námskeiðahald og hélt ungliðastarfinu gangandi þrátt fyrir erfiðar og krefjandi  ytri aðstæður.  Jóna Mjöll var dugleg við að  hvetja krakka að taka þátt  og  það varð mikil aukning af nýjum ungum félagsmönnum í Dreyra sem er dæmi um góða afurð eftir hennar starf í fyrra.  Þar að auki var hún mikil hamhleypa við að aðstoða mótanefnd við mótahald og við að safna styrkjum frá fyrirtækjum og útvega ýmsar gjafir frá fyrirtækjum sem fylgdu með verðlaunum á mótum.  Jóna Mjöll er afar fylgin sér og kallar ekki allt ömmu sína í þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún vann sérlega óeigingjarnt starf fyrir börn og ungmenni og var sannkallaður úrvals bústólpi í starfi sínu með mótanefnd. 

Jónas Björnsson - Hestamannafélaginu Hendingu
Jónas Björnsson er fæddur 9. ágúst 1935 og hefur verið félagi í Hestamannafélaginu Hendingu síðastliðin 30 ár. Allt frá því að hann gekk í félagið hefur hann verið mjög virkur félagsmaður og sinnt margvíslegum störfum. Hann sat í stjórn félagsins í fjögur ár og þar af eitt sem formaður. Jónas er mjög fórnfús félagsmaður og vinnur enn í dag þar sem félagið þarfnast krafta hans. Hann hefur verið ötull við að aðstoða yngri hestamenn við að koma undir sig fótunum í hestamennskunni. Það hefur hann gert með því að láta þá hafa pláss fyrir hross sín og vera til staðar á allan þann hátt sem þeir þurfa. Hann hefur verið einn af þeim sem leiðir byggingu íþróttamannvirkja sem nú rísa á svæði félagsins í Engidal við Skutulsfjörð. Til að mynda hefur hann eytt nánast öllum sínum frítíma við að aðstoða við að reisa reiðhöllina sem nú er að verða fulltilbúin. Þar hefur hann unnið sem smiður, handlangari og allt annað sem til fellur. Áður en að þessari vinnu kom vann hann hörðum höndum að því að þetta yrði að veruleika með því að vera óþrjótandi við að hvetja þá áfram sem stóðu í fararbroddi og ræða þá hluti opinberlega þegar þess þurfti til að koma bæjarbúum í skilning um að þetta væri það sem hestamenn virkilega þörfnuðust til að geta stundað íþrótt sína á ársgrundvelli.

Ragnhildur Bjarney Traustadóttir - Hestamannafélaginu Herði
Ragnhildur Bjarney Traustadóttir hefur verið virkur félagi frá því hún gekk í Hörð og leggur mikið upp úr að fólk í kringum hana í hestamennskunni sé skráð í félagið og allir þeir sem hún nær til á svæðinu.  Hún var kosin í stjórn Harðar 2008 og hefur setið óslitið síðan og hefur einnig gegnt stöðu gjaldkera í nærri 10 ár.  Alla tíð hefur hún unnið að félagsstörfum á ýmsum sviðum og lagt hart að að sér til að efla félagið. Hún skipuleggur skemmtanir með mat og drykk, undirbýr og gengur frá.  Hún eldar mat fyrir starfsfólk móta og heldur utanum rekstur þeirra.  Alltaf fyrst á staðinn að undirbúa og síðust heim. Ragnhildur hefur farið í broddi fylkingar í endurbótum á Harðarbóli undanfarin ár, innanhúss og utan og haldið utanum þau verkefni af festu, vakin og sofin.  Harðarból er enda gengið í endurnýjun lífdaga sem glæsilegt félagsheimili sem er eftirsótt til útleigu og skemmtanahalds. Skógarhólar njóta einnig góðs af hennar einstöku framtakssemi, hún tekur virkan þátt í uppbyggingu þar.

Hún drífur fólk  með sér, sýnir einurð og ákveðni og ber hag Harðar fyrir brjósti í einu og öllu. Endalaust á vaktinni fyrir félagið því hún er “hvort sem er vöknuð” eins og hún segir sjálf.  Þessar kótilettur elda sig ekki sjálfar! Ragnhildur er svo sannarlega vel að viðurkenningu komin og er útnefnd félagsmaður ársins hjá Herði.

Sævaldur Jens Gunnarsson - Hestamannafélaginu Hring
Sævaldur Jens Gunnarsson er Hringsfélagi ársins 2021 og er svo sannarlega vel að því kominn. Hann er á margan hátt hinn fullkomni félagsmaður. Sævaldur hefur verið í Hring frá fæðingu og var virkur í félagsstarfi sem barn og unglingur. Eftir að Sævaldur flutti aftur heim hefur hann haldið því áfram og er verulega duglegur í félagsstarfi Hrings. Hann kom inn í stjórn félagsins árið 2008 og hefur setið þar síðan sem gjaldkeri og hefur leyst það verkefni einkar vel og er rekstur félagsins á góðum stað. Þess má geta að það er lengsta samfellda stjórnarseta í stjórn Hrings frá stofnun félagsins árið 1962. Auk stjórnarsetu hefur hann sinnt hinum ýmsu nefndarstörfum svo sem formennsku í reiðveganefnd þar sem hann hefur verið mjög ötull. Ásamt stjórnarsetu sinni og setu í reiðveganefnd situr hann í nefnd sem skipuð var árið 2020 sem skoðar nú möguleika á byggingu nýrrar reiðhallar fyrir Hring. Það er ætíð auðvelt að leita til Sævaldar, en hann er alltaf boðinn og búinn að hjálpa til við þau störf sem snúa að hestamannafélaginu og gerir það með bros á vör.

Fyrir utan trúnaðarstörf fyrir félagið þá er Sævaldur duglegur að ríða út og þjálfa hesta sína. Hann sækir flest þau námskeið sem haldin eru í Hringsholti og er áhugasamur og duglegur að sækja sér aukna þekkingu til þess að verða betri knapi. Einnig er hann duglegur að taka þátt á mótum á vegum félagsins og er þá alltaf klæddur í félagsbúning Hrings. Fyrir nokkrum árum keypti Sævaldur hesthús þar sem kominn var tími á mikið viðhald. Eftir vinnu hefur hann dundað í því að breyta hesthúsinu og smíða nýtt og er það nú orðið með glæsilegri hesthúsum í Hringsholti.

Sævaldur Jens Gunnarsson er duglegur og sannur Hringsfélagi og verulega vel að þessum titli kominn.

Valur Valsson - Hestamannafélaginu Neista
Valur Valsson var kosinn í stjórn Neista þegar Hestamannafélagið Neisti og Óðinn sameinuðust. Hann var í stjórn og eða sem formaður frá þeim tíma þar til fyrir u.þ.b. 2 árum. Hann var ýmist formaður eða stjórnarmeðlimur og oftast í mótanefnd. Fyrsta mótið sem hann sá um var 1991 og hefur komið að fjölmörgum mótum síðustu 30 árin. Nú í seinni tíð hefur mótanefnd séð um vetrarmótin sem eru haldin í reiðhöllinni á Blönduósi og geta verið 3 - 4 mót að vetri. Hér áður fyrr voru mótin einungis haldin á sumrin og voru eitt eða tvö talsins. Mótanefndin sér um allan undirbúning og mótahaldið sjálft.

Valur tók dómararéttindi 1994 og landsdómararéttindi 2003 og hefur verið dómari á Landsmóti hestamanna síðan 2004. Valur hefur einnig verið liðtækur í gegnum árin að aðstoða börn sem og fullorðna fyrir stórmót, segja þeim til hvernig best sé að undirbúa sig og hverju sé verið að leitast eftir í dómi. Hann var þá með börn uppá velli nokkur kvöld fyrir mót að leiðbeina þeim. Landsmót UMFÍ var haldið á Blönduósi árið 1995 og sá hann til að mynda um að þjálfa þau börn sem tóku þátt.

Valur hefur lagt mikið og óeigingjarnt starf til hestamannafélagsins, hefur verið lengi í stjórn og nefndum og er því vel að tilnefningunni kominn.

Kosningningu er lokið

Fréttasafn

9. desember 2025
Ísólfur Líndal Þórisson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum
5. desember 2025
Alþjóðlegur dagur sjálboðaliða 5. desember
14. nóvember 2025
Form annafundur LH var haldinn laugardaginn 8. nóvember sl. Fundinn sóttu um áttatíu manns frá þrjátíu hestamannafélögum auk fulltrúa frá fastanefndum LH, dómarafélögunum og stjórn LH. Góðar og uppbyggilegar umræður urðu á fundinum sem stjórn LH tekur með sér í næsta starfsár og í undirbúning fyrir Landsþing 2026. Formaður LH, Linda Björk Gunnlaugsdóttir, fór í ræðu sinni yfir þau mál sem hafa verið fyrirferðarmest í starfsemi LH á árinu ásamt því að tæpa á helstu verkefnum sem framundan eru. Það eru mörg og umfangsmikil verkefni á borði stjórnar hverju sinni og hefur mikill tími farið fyrsta starfsárið hjá nýrri stjórn í að endurskipuleggja og hagræða í rekstri sambandsins. Afreksmálin eru alltaf fyrirferðarmikil á HM ári í verkefnum skrifstofu og stjórnar og eru afreksmálin á ákveðnum tímamótum núna þar sem samningar við landsliðsþjálfara eru lausir. Gjaldkeri LH, Ólafur Gunnarsson, fór yfir stöðu reikninga og uppfærðar fjárhagsáætlanir sem gera ráð fyrir á næstu tvö ár skili hagnaði en eins og áður kom fram hefur verið farið í hagræðingaraðgerðir á árinu í þeim tilgangi að snúa rekstri sambandsins til betri vegar. Starfshópar sem skipaðir voru skv. samþykkt landsþings 2024 kynntu sína vinnu frá landsþingi. Starfshópur um Íslandsmót telur ekki þörf á að gera breytingar á keppnishluta mótsins en leita þurfi leiða til að gera viðburðinn Íslandsmót að stærri viðburði fyrir áhorfendur. Starfshópur um innanhússmót lagði fram tillögu fyrir fundinn um haldið yrði 2ja til 3ja daga Íslandsmót innanhúss í lok innanhússkeppnistímabilsins 2026 til reynslu. Fundurinn vísaði tillögunni til stjórnar til nánari útfærslu og mun stjórn kalla til framhaldsfundar formanna til frekari umræðna. Æskulýðsbikar LH hlaut Hestamannafélagið Skagfirðingur og veittu yfirreiðkennari félagsins og formaður æskulýðsdeildar Skagfirðings bikarnum móttöku. Fulltrúar frá hestamannafélögunum Mána, Hring, Funa, Herði, Freyfaxa og Sleipni sögðu frá sínum verkefnum og helstu áskorunum. Voru það virkilega áhugaverðar frásagnir því flest hestamannafélög eru að eiga við svipaðar áskoranir þó aðstæður hjá hverju félagi séu mismunandi. Að loknum hefðbundnum fundarstörfum var fundinum skipt upp í þrjá umræðuhópa sem fjölluðu um stefnumótun, gjaldkerastörf og nýliðunar -og æskulýðsmál. Mikil umræða og góð vinna var í umræðuhópunum. Í hópnum um stefnumótum urðu mjög líflegar umræður og margir snertifletir ræddir á hinum ýmsu málum og ljóst að það er heilmikið að vinna úr í framhaldinu. Fundinum var skipt upp í sex minni hópa sem fjölluðu hver um sig um ákveðna þætti í starfsemi LH, hvaða markmið skuli setja og hvernig skuli ná þeim. Stefnumótunarfundurinn var framhald af opnum stefnumótunarfundi sem haldinn var sl. vor með fulltrúum hestamannafélaganna. Hópurinn um æskulýðs- og nýliðunarmál fjallaði um þátttöku stráka í hestamennsku, félagshesthús og almenna stöðu hjá félögunum. Margar hugmyndir komu upp og góðar umræður sköpuðust. Í gjaldkerahópnum var rætt um samskipti við sveitarfélög, fjármál hestamannafélaga, félög í almannaheilaskráningu og fyrirmyndafélög ásamt styrkjum til hestamannafélaga. Fjármál hestamannafélaganna eru almennt í góðum málum og faglega staðið að þeim en slíkt er algjör forsenda fyrir því að gott samtal geti átt sér stað við sveitarfélögin þegar kemur að styrkjamálum hins opinbera. Félögin voru einnig hvött til að skrá félagið á almannaheillaskrá en það er gott verkfæri þegar leitað er styrkja hjá almennum fyrirtækjum og veitir skattaafslátt á móti. Einnig voru félögin hvött til að hefju vinnu við að gerast fyrirmyndarfélag ÍSÍ og er það holl og góð vinna til að bæta starfshætti félagsins. Félög geta leitað til hvors annars um þau gögn sem þarf að skila og voru félögin hvött til að vinna þau saman. Samhliða formannafundi var haldinn mótanefndafundur sem um tuttugu manns sátu, en fyrirhugað er að halda framahaldsmótanefndafund um næstu mánaðamót til að ræða frekar mótadagskrá ársins. Stjórn LH þakkar formönnum hestamannafélaga í landinu og öðrum þátttakendum á formannafundi fyrir afar uppbyggilegar umræður sem munu nýtast vel á komandi starfsári. Skýrsla stjórnar LH 2024-2025
12. nóvember 2025
Ættingjar fyrsta heiðursfélaga LH afhentu LH viðurkenningarskjalið til varðveislu
11. nóvember 2025
Guðni Halldórsson og Kristinn Skúlason hlutu gullmerki LH
9. nóvember 2025
Haraldur Þórarinsson er heiðursverðlaunum LH sannarlega verðugur
9. nóvember 2025
Gott æskulýðsstarf er grunnurinn að framtíð hestamennskunnar
9. nóvember 2025
Á Uppskeruhátíð LH voru krýndir knapar ársins 2025 og keppnishestabú ársins valið. Að baki valinu er valnefnd sem er skipuðuð fjölbreyttum hópi og þar eiga fulltrúa stjórn LH, GDLH, HÍDÍ, FT og fjölmiðlar. Knapi ársins 2025 er Konráð Valur Sveinsson Konungur kappreiðanna á Íslandi þessi misserin er Konráð Valur, en hann átti frábært ár í skeiðgreinum. Konráð setti á árinu heimsmet í 250 m skeiði, hann er tvöfaldur Íslandsmeistari í skeiðkappreiðum, vann tvo Reykjavíkurmeistaratitla og er einnig samanlagður sigurvegari skeiðleika Skeiðfélagsins. Íþróttaknapi ársins 2025 er Ásmundur Ernir Snorrason Ásmundur varð Íslandsmeistari í fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum á Hlökk frá Strandarhöfði, samanlagður Íslandsmeistari í fimmgangsgreinum á Aski frá Holtsmúla ásamt því að sigra fjölda greina á Reykjavíkurmeistaramóti. Hann náði þeim eftirtektarverða árangri á Hlökk að ríða oftar en einu sinni yfir 9 í meðaleinkunn bæði í T1 og T2 á árinu. Skeiðknapi ársins 2025 er Konráð Valur Sveinsson Konráð setti á árinu heimsmet í 250 m skeiði á Kastor frá Garðshorni þegar þeir félagar hlupu sprettinn á 21,06 sek á Íslandsmótinu í sumar. Konráð er þar að auki Íslandsmeistari í 100 m skeiði og 250 m skeiði ásamt því að hafa sigrað sömu greinar á Reykjavíkurmeistaramótinu. Hann er einnig samanlagður sigurvegari skeiðleika Skeiðfélagsins og þar með Ödershafinn 2025. Gæðingaknapi ársins 2026 er Jakob Svavar Sigurðsson Jakob sigraði B-flokk á Fjórðungsmóti Vesturlands á eftirminnilegan hátt á Kór frá Skálakoti með einkunina 9,24. Reiðmennska Jakobs geislar ávallt af fagmennsku og krafti. Kristján Árni Birgisson og Védís Huld Sigurðardóttir eru efnilegustu knapar ársins 2025 Kristján Árni Birgisson Kristján varð á árinu tvöfaldur heimsmeistari í ungmennaflokki þegar hann sigraði 100 m skeið og 250 m skeið á Kröflu frá Syðri-Rauðalæk. Hann varð einnig Íslandsmeistari í 100 m skeiði á Kröflu og gæðingaskeiði ungmenna á Súlu frá Kanastöðum. Védís Huld Sigurðardóttir Védís varð á árin tvöfaldur heimsmeistari í ungmennaflokki, í tölti og fjórgangi á Ísak frá Þjórsárbakka. Hún sigraði einnig tölt og fjórgang á Íslandsmótinu á Ísaki. Sérstök verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í ungmennaflokki hlaut Jón Ársæll Bergmann Jón Ársæll Bergmann varð á árinu þrefaldur heimsmeistari í ungmennaflokki á Hörpu frá Höskuldsstöðum. Hann sigraði fimmgang, gæðingaskeið og samanlagðar fimmgangsgreinar á mótinu ásamt því að ná frábærum árangri á fjölda móta hér á Íslandi sumarið 2025. Keppnishestabú ársins 2025 er Strandarhöfuð Strandarhöfuð hefur á undanförnum árum stimplað sig inn sem eitt af sterkustu ræktunarbúum keppnishrossa í hestamennskunni á Íslandi. Kórónan í ræktuninni er án efa Hlökk frá Strandarhöfði sem á árinu varð Íslandsmeistari í fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum auk þess að standa upp úr í töltsýningum í T1 og T2.
Eftir Berglind Karlsdóttir 7. nóvember 2025
Það er í mörg horn að líta í afreksmálum sérsambands af þeirri stærðargráðu sem Landssamband Hestamannafélaga er.  Nú á haustdögum hefur landsliðsnefnd LH unnið að skoðun afreksmálanna í heild sinni og fjölmargir komið að þeirri vinnu ásamt starfshópnum sem skipaður var til verksins af stjórn LH. Samningar landsliðsþjálfaranna voru í gildi fram í lok september 2025 og runnu þar með sitt skeið og í kjölfarið hafa ýmsar hliðar afreksmálanna verið skoðaðar með það í huga að styrkja starfið enn frekar. Afreks- og landsliðsnefnd hefur á þessum tíma unnið skýran ramma um afreksstarfið byggt á afreksstefnu LH og ÍSÍ, skilgreint verkefni og skyldur þjálfara landsliðanna ásamt verkefnum og skyldum afreksstjóra LH. Þar að auki haf ýmsir verkferlar verið bættir innan afreksstarfsins og þeirra hópa sem starfrækir eru innan þess. Valteymi var sett á laggirnar til aðstoðar þjálfurum hópanna við val í afrekshópa. Valteymið samanstendur af þjálfara hvers hóps ásamt formanni landsliðsnefndar og afreksstjóra LH. Valteymið aðstoðar við gagnaöflun, greiningu árangurs og undirbúning valferlis fyrir hópana og hefur ráðgefandi hlutverk. Landsliðsþjálfari/yfirþjálfari Hæfileikamótunar hefur þó endanlegt ákvörðunarvald um val í hópa sína og ber ábyrgð á því vali. Hóparnir sem starfa undir afreksstarfi LH eru Hæfileikamótun LH, U21-landsliðið og A-landslið. 42 verðandi afreksknapar á aldrinum 14-17 ára voru á dögunum teknir inn í Hæfileikamótun LH sem samanstendur af tveimur hópum. Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar er fullur tilhlökkunnar inn í starfsárið sem hefst þegar fyrsti hópur fer námsferð að Hólum í komandi viku. Svo verða vinnuhelgar eftir áramótin með eigin hest og tveir stórir fræðsludagar með sýnikennslum, fyrirlestrum og foreldrafundi. Hvað landsliðin tvö varðar er það skýrt markmið landsliðsnefndar að sterkustu knapar landsins hverju sinni skipi landsliðshópa LH sem starfrækir eru yfir árið. Landsliðsumgjörðin veitir hópunum reglulega fræðslu og utanumhald, vinnur að fjáröflunarmálum með ýmsum viðburðum og veitir knöpum hópanna tækifæri á að efla og styrkja sig sem afreksknapa árið um kring samhliða því að sinna íþróttinni á sínum heimavelli. Því er það stefnan að landsliðshóparnir nái yfir afreksknapana okkar og eðli málsins samkvæmt þrengjast svo hóparnir þegar líður að stórmótum líkt og HM um þá knapa og hesta sem eru í baráttu um sæti í lokahóp og staðfest er hvaða hestar eru í boði inn í verkefnið. Hlutverk hvers knapa þegar kemur að lokahóp fyrir stórmót skal vera skýrt og við kynningu lokahópa verða varaknapar tilkynntir og þeir hafa gríðarlega mikilvægt hlutverk alveg fram að brottför hrossa frá Íslandi á HM. Nú vinnur afreks- og landsliðsnefnd að því að finna landsliðsþjálfara U21 og A-landsliðanna til starfa, og áhugasömum þjálfaraefnum er bent á að hafa samband við Sigurbjörn Eiríksson formann landsliðsnefndar landslidsnefnd@lhhestar.is eða Berglindi Karlsdóttur framkvæmdarstjóra LH berglind@lhhestar.is og láta þannig vita að sér.
6. nóvember 2025
Íslenska landsliðinu í hestaíþróttum var boðið til móttöku á Bessastöðum, þar sem forseti Íslands Halla Tómasdóttir og Björn bóndi hennar tóku móti hópnum. Tilefni boðsins var frábær árangur Íslenska landsliðsins á HM í Sviss sl. sumar en íslenska landsliðið hlaut alls 9 gullverðlaun á mótinu auk þess að vinna liðabikarinn, stigahæst liða á mótinu. Mótakan var hin hátíðlegasta og var landsliðinu mikill heiður sýndur með því að vera boðið til hennar. Halla fór fögrum orðum um íslenska hestinn sem einn mikilvægasta sendiherra Íslands, því hvert sem hún færi bæri fljótlega á góma íslenski hesturinn og hans sérstaka lundarfar og gangtegundirnar fimm. Einnig hafði hún á orði hversu mikið afrek það væri að vinna liðabikarinn þar sem liðsheildin væri mikilvæg. Svo var gestum boðið að rölta um hið merka hús á Bessastöðum, skoða listaverkin og gjafir hinna ýmsu þjóðhöfðingja í gegnum tíðina, sem prýða húsið. Að lokum var stillt upp fyrir hópmyndatöku á tröppunum á Bessastöðum í haustblíðunni.
Lesa meira