Stóðhestavelta 100 úrvalskynbótahesta

27. apríl 2023

Stórsýning landsliðs Íslands í hestaíþróttum,  Allra sterkustu - leiðin að gullinu , verður haldin í TM-reiðhöllinni í Víðidal laugardagskvöldið 6. maí nk. Stóðhestavelta landsliðsins verður á sínum stað í tengslum við viðburðinn og verða 100 folatollar í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stóðhestaeigendum stuðninginn.

Miðsala í stóðhestaveltunni hefst föstudaginn 5. maí í netverslun á vef LH og er miðaverð 65.000 kr. Einn tollur er á hverjum seldum miða.

Við kynnum næstu 10 stóðhesta til leiks:

Tumi frá Jarðbrú 8,61
Tumi er upprennandi kynbótahestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi fyrir sköpulag 8,56 og fyrir hæfileika 8,63, þar af 9 fyrir tölt, brokk, samstarfsvilja, fegurð í reið, háls/herðar/bóga og bak og lend. Tumi varð í öðru sæti í B-flokki gæðinga á Landsmóti 2022. Myndband af Tuma

Erró frá Ási 2 – 8,22
Erró  hefur hlotið 8,39 fyrir sköpulag, þar af 10,0 fyrir prúleika og 9,0 fyrir samræmi. Hann hefur hlotið 8,10 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir tölt, vilja og geðslag og fegurð í reið. 

Seiður frá Hólum 8,61
Seiður hefur hlotið 8,60 fyrir sköpulag, þar af 9,0 fyrir háls/herðar/bóga, og samræmi, og hann hefur hlotið 8,58 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir samstarfsvilja og fegurð í reið.  Myndband af Seið

Hljómur frá Auðsholtshjáleigu 8,20
Hljómur hefur, 4ra vetra gamall, hlotið fyrir sköpulag 8,59, þar af 9,0 fyrir bak og lend, samræmi og hófa og fyrir hæfileika hefur hann hlotið 7,89, þar af 9,0 fyrir samstarfsvilja.  Myndband af Hljómi

Gangster frá Árgerði 8,63
Gangster hefur átt farsælan keppnisferil, var m.a. í úrslitum í a-flokki á landsmóti 2014. Í kynbótadómi hefur hann hlotið 9,5 fyrir brokk og 9,0 fyrir tölt, vilja og geðslag, fegurð í reið, fet og prúðleika.  Myndband af Gangster

Ljósálfur frá Syðri-Gegnishólum 8,41
Ljósálfur hefur hlotið í kynbótadómi 8,59 fyrir sköpulag, þar af 9,5 fyrir fótagerð, og 8,31 fyrir hæfileika, þar af 6x9; fyrir tölt, brokk, greitt stökk, samstarfsvilja, fegurð í reið og hægt tölt.  Myndband af Ljósálfi

Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum 8,15
Hraunhamar hefur hlotið 8,27 fyrir sköpulag, þar af 9,0 fyrir háls/herðar/bóga, og hann hefur hlotið 8,08 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir tölt, greitt stökk, hægt stökk og fegurð í reið.  Myndband af Hraunhamri

Geisli frá Árbæ
Geisli hefur hlotið 8,66 fyrir sköpulag, þar af 9,5 fyrir bak og lend, 9,0 fyrir háls/herðar/bóga, og hann hefur hlotið 8,35 fyrir hæfileika, þar af 8,5 fyrir tölt, skeið, greitt stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið.  Myndband af Geisla

Útherji frá Blesastöðum 8,32
Útherji er hátt dæmdur klárhestur með 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag í kynbótadómi. Fyrir sköpulag hefur hann m.a. hlotið 9,5 fyrir bak og lend.  Myndband af Útherja

Lér frá Stóra-Hofi 8,13
Lér hefur hlotið 8,39 fyrir sköpulag, þar af 9.0 fyrir bak og lend og í  hæfileikadómi hefur hann hlotið 7,99, þar af 8,5 fyrir brokk, greitt stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið.  Myndband af Lér

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira