Takk þjálfarar
Dagur þjálfarans
Í dag er dagur þjálfarans (Global Coaches Day).
Hlutverk þjálfara í íþróttum er margslungið, spennandi og krefjandi í senn. Áskoranir sem þjálfarar standa frammi fyrir er að ýta undir áhugahvöt, færni, góð samskipti, setja markmið, fylgja stefnu og vera til staðar fyrir sína iðkendur.
Þjálfari er sá aðili sem býr um hnútana þannig að iðkendur geti einbeitt sér að því sem skiptir máli, þegar það skiptir máli og vera best þegar á reynir.
Í hestaíþróttunum eigum við sannarlega frábæra þjálfara sem sinna því af lífi og sál að vera fyrirmyndir, styðja og hvetja knapa á öllum stigum íþróttarinnar að bæta sig vera gott hestafólk.
Í dag hvetjum við þjálfarana til dáða - Við hvetjum alla hestamenn til að pósta mynd af þeirra þjálfurum með myllumerkinu #takkþjálfi #thankscoach


Fréttasafn









