Takk styrktaraðilar

10. júlí 2024

Takk styrktaraðilar

Kæru hestamenn, nú er Landsmóti 2024 lokið. Mótið heppnaðist í alla staði alveg ótrúlega vel og meira að segja veðrið var mestan part eins og best verður á kosið. Sjaldan hefur verið viðlíka hestakostur á mótinu eins og núna. Þvílíkir gæðingar í öllum flokkum allt frá barnaflokki upp í A flokk gæðinga. Þá voru kynbótasýningarnar einnig alveg glæsilegar og fullt af frábærum hrossum þar sem munu halda áfram að bæta og efla okkar frábæra hestakyn.


Stemningin í þéttsetinni brekkunni var líka einstök. Í veðurblíðu er fátt eins dásamlegt eins og horfa á landsins bestu gæðinga og knapana þeirra sýna hæfileika sína. Stuðningurinn úr brekkunni og spennan var allt að því áþreifanleg og munu flestir þeirra sem þar sátu lifa á minningunni um þetta mót lengi. Ber einna helst að nefna orkuna sem stafaði frá mannfjöldanum þegar úrslit í Tölti T1 voru riðin í kvöldsólinni á laugardagskvöld. Þvílík gleði og stemning.


Það sem vakti eina helst athygli á mótinu er sá gífurlegi metnaður í barna- og unglingastarfi hestamannafélaganna sem skilar sér í afburða keppendum og sýnendum á mótinu. Kynslóðabilið verður sífellt minna þar sem okkar yngstu keppendur eru þegar farnir að narta í hælana á eldri og reynslumeiri knöpum. Að byggja upp afreksstarf í íþróttum er flókið og vandasamt verk, hvað þá í íþrótt þar sem ekki einungis þarf að hafa í huga að efla og styrkja knapann heldur líka hestinn. Á þessu móti sannaðist það að með markvissu og metnaðarfullu starfi er hægt að byggja undir heimsklassa árangur.


Hestamennskan er einstök íþrótt á margan hátt, hún er ein vinsælasta almenningsíþrótt á landinu og hefur gífurlegt menningarlegt gildi. Sem keppnisíþrótt er hún í algjörum sérflokki því sjaldan sjáum við á sama mótinu slíkt aldursbil eins og á Landsmóti hestamanna þar sem keppendur eru frá 10 ára og upp í rúmlega sjötugt. Þá er þetta ein afar fárra íþróttagreina þar sem keppni er ekki kynjaskipt.


Að halda úti móti eins og Landsmóti, starfi hestamannafélaga og afreksstarfi LH væri ómögulegt nema vegna þeirra góðu og öflugu sjálfboðaliða sem leggja sig fram í hvívetna og með stuðningi styrktaraðila okkar, en með framlögum sínum styðja þeir við áframhaldandi uppbyggingu í hestaíþróttinni.


Það sýndi sig á Landsmóti að áhugi á hestamennskunni eykst með hverju árinu, sjaldan hafa jafnmargir mætti á mótið en talið er að 10.000 manns hafi setið í brekkunni þegar mest var. Þá eru ótaldir þeir sem komu á mótið á öðrum tímum, horfðu á útsendingu RÚV eða á streymið frá Alendis bæði innan lands sem og erlendis.


Takk allir sem komu að Landsmóti með einum eða öðrum hætti og takk styrktaraðilar, ykkar framlag skiptir sköpum.


Fréttasafn

6. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
Lesa meira