Tékklisti fyrir þuli á íþróttaviðburðum

27. mars 2024

FEIF gaf nýlega út tékklista fyrir þuli á íþróttaviðburðum. Listinn inniheldur yfirgrips miklar leiðbeiningar með áherslu á virk samskipti, þekkingu á reglum og fagleg vinnubrögð. Með því að fylgja þessum reglum má án efa auka árangur og skemmtanagildi bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Þulir bera ábyrgð á að tryggja þægilega framvindu keppninnar með því að stjórna tímasetningum og þá er mikilvægt að þeir gefi í rólegheitum skýr og hnitmiðuð skilaboð og séu vel að sér í regluverki þeirrar greinar sem þeir lýsa. Þulurinn er tenging knapa og áhorfanda við keppnina. Góður þulur lyftir keppni á hærra plan en slæmur getur truflað alla þá sem hlusta og í versta falli eyðilagt forkeppni eða jafnvel úrslitakeppni með rangri leiðsögn. Það er mjög mikilvægt að þulurinn viti hvernig hann á leysa verkið af hendi.

Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að vera þulir á mótum að kynna sér þetta skjal. 

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira