Tilkynning- Breytt lágmörk í skeiðgreinum
Nú hafa öll mót sem gilda til lágmarka inn á Íslandsmót í hestaíþróttum farið fram og skráningarfrestur á Íslandsmótið liðinn.
Árangur í hringvallargreinum og gæðingaskeiði hefur verið góður hjá fjölda knapa og fjöldi keppnispara sem náðu lágmörkum inn á mótið alveg í samræmi við áætlanir um stærð mótsins.
Skeiðgreinar hafa þó í vor liðið fyrir kulda og slæm veður og því hafa tímar í skeiði ekki verið alveg á pari við meðalár.
Keppnisnefnd hefur því breytt lágmörkum í skeiði og skráning á Íslandsmót fyrir þá knapa og hesta sem náð hafa tímum samkvæmt þessum nýju lágmörkum hefur verið framlengd til miðnættis í kvöld 21. Júní.
P2 100 m skeið |
8,0 sek |
|
|
P3 150 m skeið |
15,4 sek |
|
|
P1 250 m skeið |
24,8 sek |
Skráning fer fram á Sportfeng en komi upp einhver villa við kortagreiðslu skal senda tölvupóst á islandsmot@sleipnir.is
Fréttasafn






Styrktaraðilar







