Vinnuhelgi stjórnar og skipan í nefndir LH

Berglind Karlsdóttir • 16. febrúar 2023

Vinnuhelgi stjórnar LH var haldin í Borgarfirði í janúar. Helgin hófst með heimsókn til Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri þar sem Rósa Björk Jónsdóttir, kynningarstjóri skólans, tók á móti hópnum og kynnti starfsemina. Helgi Eyleifur Þorvaldsson og Sigríður Bjarnadóttir, brautarstjórar fræddu okkur um búvísindanámið og hestafræðibrautina og Randi Holaker sagði frá Reiðmannsnáminu sem nýtur síaukinna vinsælda. Svo var haldið að Mið-Fossum þar sem Guðbjartur Þór Stefánsson umsjónarmaður Mið-Fossa tók á móti hópnum, en háskólinn hefur nýlega fest kaup á aðstöðunni þar. Hestafræðinámið á Hvanneyri er blanda af bóklegu og verklegu námi og boðið er upp á þriggja ára nám til BS. gráðu. Nemandi öðlast traustan þekkingargrunn á flestum sviðum hestafræða með sérstaka áherslu á íslenska hestinn. Námið er staðarnám í mörgum hestatengdum áföngum en möguleiki er á fjarnámi að hluta í öðrum fögum.

Að lokinni heimsókn að Mið-Fossum tóku við stíf fundahöld þar sem farið var yfir verkefni á borði stjórnar og starfsfólks og skipað var í nefndir til næstu tveggja ára, og er þar einvalalið í öllum sætum.

Nefndaskipan LH 2022-2024 er eftirfarandi:

Dómaranefnd LH
Guðni Halldórsson formaður, LH
Halldór Viktorsson, HÍDÍ
Jón Þorberg Steindórsson, GDLH

Keppnisnefnd  
Einar Gíslason, formaður, Fáki
Unnur Rún Sigurpálsdóttir, Skagfirðingi, stjórn LH
Randi Holaker, Borgfirðingi, stjórn LH
Sigurbjörn Bárðarson, Sportnefnd FEIF
Hulda Gústafsdóttir, Sportnefnd FEIF
Jón Þorberg Steindórsson, GDLH
Sigurður Ævarsson, HÍDÍ
Sylvía Sigurbjörnsdóttir, FT

Landsliðs- og afreksnefnd           
Kristinn Skúlason, formaður, Fáki
Birgir Ragnarsson, Geysi
Gróa Baldvinsdóttir, Fáki, stjórn LH
Helgi Jón Harðarson, Sörla
Sigurður Ágústsson, Sörla
Sóley Margeirsdóttir, Geysi, stjórn LH
Stefán Logi Haraldsson, Skagfirðingi
Valdimar Grímsson, Spretti

Mannvirkjanefnd
Sveinn Heiðar Jóhannesson, formaður, Sörla, stjórn LH
Valdimar Ólafsson, Dreyra, stjórn LH
Sigurður Tyrfingsson, Spretti
Stefán G Ármannsson, Dreyra
Leifur Stefánsson, Sleipni

Menntanefnd  
Mette Mannseth, formaður, Skagfirðingi
Unnur Rún Sigurpálsdóttir, Skagfirðingi, stjórn LH
Randi Holaker, Borgfirðingi, stjórn LH
Ragnheiður Ásta Sigurðardóttir, Fáki
Magnús Lárusson, Geysi
Herdís Reynisdóttir, menntanefnd FEIF

Reiðvega- og samgöngunefnd
Hákon Hákonarson, formaður, stjórn LH
Sæmundur Eiríksson, Suðvestursvæði
Valberg Sigfússon, Vestursvæði
Kristján Þorbjörnsson, Norðvestursvæði
Örn Viðar Birgisson, Norðaustursvæði
Magnús Skúlason, Austursvæði
Einar Á. E. Sæmundsen, Suðursvæði 1
Kristín Bjarnadóttir, Suðursvæði 2

Tölvunefnd
Ólafur Gunnarsson, formaður, Jökli, stjórn LH
Sóley Margeirsdóttir, Geysi, stjórn LH
Þórður Ingólfsson, Glað
Oddur Hafsteinsson, Sleipni
Valdimar Snorrason, Fáki
Björk Guðbjörnsdóttir, Glað
Jón Geir Sigurbjörnsson, Herði

Úrskurðar- og aganefnd
Aðalmenn          
Ólafur Haraldsson, formaður, Herði
María Júlía Rúnarsdóttir, Sörla
Pétur Örn Sverrisson, Spretti
Varamenn         
Gísli Guðmundsson, Snæfellingi
Þormóður Skorri Steingrímsson, Fáki

Valnefnd
Fulltrúi stjórnar LH (x2)
Fulltrúi HÍDÍ
Fulltrúi GDLH
Fulltrúi FT
Fulltrúi RML
Fulltrúi fjölmiðla

Æskulýðsnefnd
Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir, formaður, Sörla, Æskulýðsnefnd FEIF
Edda Rún Ragnarsdóttir, Fáki, stjórn LH
Birna Tryggvadóttir, Létti, stjórn LH
Guðrún Linda Björgvinsdóttir, Sleipni
Sjöfn Sæmundsdóttir, Glað
Helga B. Helgadóttir, Fáki
Stefán G Ármannsson, Dreyra
Ellen Ýr Gunnlaugsdóttir, Hring

Öryggisnefnd
Þórhildur Katrín Stefánsdóttir, formaður, Glampa, stjórn LH
Sveinn H. Jóhannesson, Sörla, stjórn LH
Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir, Geysi
Sigrún Oddgeirsdóttir, Sörla
Leifur Stefánsson, Sleipni

Starfshópur um útbreiðslu- og nýliðun
Þórhildur Katrín Stefánsdóttir, formaður, Glampa, stjórn LH
Hákon Hákonarson, Herði, stjórn LH
Sveinn Heiðar Jóhannesson, Sörla, stjórn LH
Birna Tryggvadóttir Létti, stjórn LH
Gréta V. Guðmundsdóttir, Spretti
Ragnhildur Gísladóttir, Ljúfi
Elísabet Sveinsdóttir, Sleipni
Axel Örn Ásbergsson, Borgfirðingi
Áslaug Pálsdóttir, Spretti/Geysi

Starfshópur um hestaíþróttir fatlaðra
Sóley Margeirsdóttir, formaður, stjórn LH
Edda Rún Ragnarsdóttir, stjórn LH
Hákon Hákonarson, stjórn LH
Guðni Halldórsson, stjórn LH

Stjórnarmenn í öðrum nefndum og stjórnum:

Verkefnastjórn Horses of Iceland
Guðni Halldórsson
Hákon Hákonarson

Stjórn LM ehf.
Hákon Hákonarson formaður
Ólafur Gunnarsson
Varamaður Guðni Halldórsson

Stjórn Skógarhóla ehf.
Hákon Hákonarson formaður
Ólafur Gunnarsson

Fagráð í hrossarækt
Guðni Halldórsson

Starfshópur mennta- og barnamálaráðuneytis um bætt aðgengi barna að hestaíþróttum
Guðni Halldórsson, formaður
Edda Rún Ragnarsdóttir
Hákon Hákonarson

Starfshópur innviðaráðuneytis um stöðu reiðvegamála á Íslandi
Hákon Hákonarson
Berglind Karlsdóttir

Fréttasafn

Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 30. apríl 2025
Dagur Íslenska hestsins er á morgun, 1. maí. Hestamannafélög hérlendis sem og erlendis munu í tilefni af deginum bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Við hverjum áhugasama til að kynna sér viðburði á sínu heimasvæði.  Þá verður einnig spennandi dagskrá í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum:
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 29. apríl 2025
Í gær mánudaginn 28. apríl fór fram stefnumótunarfundur Landssambands hestamannafélaga. Stjórn boðaði fundinn og voru fulltrúar hestamannafélaganna hvattir til að mæta á staðinn eða vera með á Teams. Markmið fundarins var að skapa sameiginlega framtíðarsýn fyrir samband allra hestamanna og var því ákaflega gleðilegt að sjá hversu margir tóku frá tíma til að vera með okkur í þessari vinnu en um 30 manns mættu á staðinn og 50 tóku þátt í fjarfundi. Petra Björk Mogensen stýrði fundinum ásamt Lindu Björk Gunnlaugsdóttur. Þær fengu svo dygga aðstoð frá þeim Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur og Anna Kristín Kristinsdóttir sem tóku saman niðurstöður fundarins.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 28. apríl 2025
Á 77. Íþróttaþingi ÍSÍ, sem fram fer dagana 16. og 17. maí nk. á Hótel Natura, verður kosið um forseta ÍSÍ til fjögurra ára og um sjö meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, til fjögurra ára. Skilafrestur framboða rann út föstudaginn 25. apríl sl. kl. 16:00. Til kjörnefndar bárust fimm framboð til embættis forseta ÍSÍ og níu framboð til setu í framkvæmdastjórn ÍSÍ.  Kjörnefnd ÍSÍ hefur úrskurðað öll innsend framboð gild.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 27. apríl 2025
Nú er rétt rúm vika síðan hinn glæsilegi viðburður Allra sterkustu fór fram. Mikil stemning myndaðist að venju enda glæsilegar sýningar, keppni, happadrætti og stóðhestavelta í gangi. Á kvöldum sem þessum er dásamlegt að hafa fullt hús af áhorfendum og var það rauninn þann 19. apríl. Hinsvegar komust ekki allir sem vildu á sýninguna og því gleður það að tilkynna að Eiðfaxi tók upp herlegheitin og verður hægt að horfa á alla sýninguna á streymisveitunni þeirra frá og með miðri næstu viku.
Eftir Berglind Karlsdóttir 24. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir samstarfssamning milli Topreiter og Landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Samningurinn gildir fram yfir Heimsmeistaramót 2027.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Hægt er að sækja vinningana á Skrifstofu LH Engjavegi 6 í Laugardal frá og með mánudeginum 28. apríl gegn framvísun happdrættismiðans.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og Líflands.
Eftir Hinrik Sigurðsson 23. apríl 2025
Ákveðið hefur verið að framlengja skráningafresti fyrir fyrsta Íslandsmótið í gæðingalist sem verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti dagana 29.apríl – 1.maí 2025. Skráningafrestur er til miðnættis miðvikudaginn 23.apríl.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Kæru hestamenn, takk kærlega fyrir samveruna og samvinnuna í kringum ALLRA STERKUSTU. Viðburðurinn heppnaðist vel og skiptir það sköpum fyrir landsliðin að finna þenna mikla áhuga og stuðning úr greininni. Viðburður eins og þessi gerist ekki að sjáflum sér. Að baki honum standa óteljandi klukkustundir sem sjálfboðaliðar hafa ljáð verkefninu, fullt af fyrirtækjum hafa lagt til fjármuni eða aðföng og stóðhestaeigendur sem hafa gefið tolla í stóðhestaveltuna. Þá hefur stjórn, skrifstofa, landsliðsnefnd, framkvæmdanefnd, landsliðsþjálfarar og landsliðsknaparnir sjálfir lagt dag við nótt að undirbúa og framkvæma þennan glæsilega viðburð.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Ný stikuð leið frá Dalakofa í Landmannahelli. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti Hestamannafélaginu Geysi styrk á síðasta ári til að stika svokallaðan Dalastíg. Leiðin þykir gífurlega falleg en er bæði brött og villugjörn og því miklar úrbætur að fá leiðina betur merkta og skráða.
Lesa meira

Styrktaraðilar