Vinnuhelgi stjórnar og skipan í nefndir LH

16. febrúar 2023

Vinnuhelgi stjórnar LH var haldin í Borgarfirði í janúar. Helgin hófst með heimsókn til Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri þar sem Rósa Björk Jónsdóttir, kynningarstjóri skólans, tók á móti hópnum og kynnti starfsemina. Helgi Eyleifur Þorvaldsson og Sigríður Bjarnadóttir, brautarstjórar fræddu okkur um búvísindanámið og hestafræðibrautina og Randi Holaker sagði frá Reiðmannsnáminu sem nýtur síaukinna vinsælda. Svo var haldið að Mið-Fossum þar sem Guðbjartur Þór Stefánsson umsjónarmaður Mið-Fossa tók á móti hópnum, en háskólinn hefur nýlega fest kaup á aðstöðunni þar. Hestafræðinámið á Hvanneyri er blanda af bóklegu og verklegu námi og boðið er upp á þriggja ára nám til BS. gráðu. Nemandi öðlast traustan þekkingargrunn á flestum sviðum hestafræða með sérstaka áherslu á íslenska hestinn. Námið er staðarnám í mörgum hestatengdum áföngum en möguleiki er á fjarnámi að hluta í öðrum fögum.

Að lokinni heimsókn að Mið-Fossum tóku við stíf fundahöld þar sem farið var yfir verkefni á borði stjórnar og starfsfólks og skipað var í nefndir til næstu tveggja ára, og er þar einvalalið í öllum sætum.

Nefndaskipan LH 2022-2024 er eftirfarandi:

Dómaranefnd LH
Guðni Halldórsson formaður, LH
Halldór Viktorsson, HÍDÍ
Jón Þorberg Steindórsson, GDLH

Keppnisnefnd  
Einar Gíslason, formaður, Fáki
Unnur Rún Sigurpálsdóttir, Skagfirðingi, stjórn LH
Randi Holaker, Borgfirðingi, stjórn LH
Sigurbjörn Bárðarson, Sportnefnd FEIF
Hulda Gústafsdóttir, Sportnefnd FEIF
Jón Þorberg Steindórsson, GDLH
Sigurður Ævarsson, HÍDÍ
Sylvía Sigurbjörnsdóttir, FT

Landsliðs- og afreksnefnd           
Kristinn Skúlason, formaður, Fáki
Birgir Ragnarsson, Geysi
Gróa Baldvinsdóttir, Fáki, stjórn LH
Helgi Jón Harðarson, Sörla
Sigurður Ágústsson, Sörla
Sóley Margeirsdóttir, Geysi, stjórn LH
Stefán Logi Haraldsson, Skagfirðingi
Valdimar Grímsson, Spretti

Mannvirkjanefnd
Sveinn Heiðar Jóhannesson, formaður, Sörla, stjórn LH
Valdimar Ólafsson, Dreyra, stjórn LH
Sigurður Tyrfingsson, Spretti
Stefán G Ármannsson, Dreyra
Leifur Stefánsson, Sleipni

Menntanefnd  
Mette Mannseth, formaður, Skagfirðingi
Unnur Rún Sigurpálsdóttir, Skagfirðingi, stjórn LH
Randi Holaker, Borgfirðingi, stjórn LH
Ragnheiður Ásta Sigurðardóttir, Fáki
Magnús Lárusson, Geysi
Herdís Reynisdóttir, menntanefnd FEIF

Reiðvega- og samgöngunefnd
Hákon Hákonarson, formaður, stjórn LH
Sæmundur Eiríksson, Suðvestursvæði
Valberg Sigfússon, Vestursvæði
Kristján Þorbjörnsson, Norðvestursvæði
Örn Viðar Birgisson, Norðaustursvæði
Magnús Skúlason, Austursvæði
Einar Á. E. Sæmundsen, Suðursvæði 1
Kristín Bjarnadóttir, Suðursvæði 2

Tölvunefnd
Ólafur Gunnarsson, formaður, Jökli, stjórn LH
Sóley Margeirsdóttir, Geysi, stjórn LH
Þórður Ingólfsson, Glað
Oddur Hafsteinsson, Sleipni
Valdimar Snorrason, Fáki
Björk Guðbjörnsdóttir, Glað
Jón Geir Sigurbjörnsson, Herði

Úrskurðar- og aganefnd
Aðalmenn          
Ólafur Haraldsson, formaður, Herði
María Júlía Rúnarsdóttir, Sörla
Pétur Örn Sverrisson, Spretti
Varamenn         
Gísli Guðmundsson, Snæfellingi
Þormóður Skorri Steingrímsson, Fáki

Valnefnd
Fulltrúi stjórnar LH (x2)
Fulltrúi HÍDÍ
Fulltrúi GDLH
Fulltrúi FT
Fulltrúi RML
Fulltrúi fjölmiðla

Æskulýðsnefnd
Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir, formaður, Sörla, Æskulýðsnefnd FEIF
Edda Rún Ragnarsdóttir, Fáki, stjórn LH
Birna Tryggvadóttir, Létti, stjórn LH
Guðrún Linda Björgvinsdóttir, Sleipni
Sjöfn Sæmundsdóttir, Glað
Helga B. Helgadóttir, Fáki
Stefán G Ármannsson, Dreyra
Ellen Ýr Gunnlaugsdóttir, Hring

Öryggisnefnd
Þórhildur Katrín Stefánsdóttir, formaður, Glampa, stjórn LH
Sveinn H. Jóhannesson, Sörla, stjórn LH
Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir, Geysi
Sigrún Oddgeirsdóttir, Sörla
Leifur Stefánsson, Sleipni

Starfshópur um útbreiðslu- og nýliðun
Þórhildur Katrín Stefánsdóttir, formaður, Glampa, stjórn LH
Hákon Hákonarson, Herði, stjórn LH
Sveinn Heiðar Jóhannesson, Sörla, stjórn LH
Birna Tryggvadóttir Létti, stjórn LH
Gréta V. Guðmundsdóttir, Spretti
Ragnhildur Gísladóttir, Ljúfi
Elísabet Sveinsdóttir, Sleipni
Axel Örn Ásbergsson, Borgfirðingi
Áslaug Pálsdóttir, Spretti/Geysi

Starfshópur um hestaíþróttir fatlaðra
Sóley Margeirsdóttir, formaður, stjórn LH
Edda Rún Ragnarsdóttir, stjórn LH
Hákon Hákonarson, stjórn LH
Guðni Halldórsson, stjórn LH

Stjórnarmenn í öðrum nefndum og stjórnum:

Verkefnastjórn Horses of Iceland
Guðni Halldórsson
Hákon Hákonarson

Stjórn LM ehf.
Hákon Hákonarson formaður
Ólafur Gunnarsson
Varamaður Guðni Halldórsson

Stjórn Skógarhóla ehf.
Hákon Hákonarson formaður
Ólafur Gunnarsson

Fagráð í hrossarækt
Guðni Halldórsson

Starfshópur mennta- og barnamálaráðuneytis um bætt aðgengi barna að hestaíþróttum
Guðni Halldórsson, formaður
Edda Rún Ragnarsdóttir
Hákon Hákonarson

Starfshópur innviðaráðuneytis um stöðu reiðvegamála á Íslandi
Hákon Hákonarson
Berglind Karlsdóttir

Fréttasafn

6. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
Lesa meira