6 dagar til stefnu!

2. ágúst 2023

Nú eru einungis sex dagar þar til að Heimsmeistaramótið hefst. Allir íslensku keppendurnir eru komnir á svæðið. Hestarnir okkar flugu út á mánudaginn og gekk flugið vel.  Aðstaðan í Hollandi er góð, hesthúsið er rúmgott og vel er passað upp á aðgangsstýringu til að koma í  veg fyrir óþarfa áreiti og hindra smitleiðir.

Í dag leggja knaparnir mesta áherslu á að kynna hestana fyrir nýjum aðstæðum, fara með þá í léttar gönguferðir og jafnvel hjólatúra. Veðrið er sem stendur í blautari kantinum sem kemur bara í veg fyrir að hestar og menn fái óþarfa heimþrá.

Endilega fylgist með hópnum okkar á Instagram:  Landssamband hestamannafélaga (@lhhestar)  en þar verða knapar og teymið daglega með innsýn inn í stemninguna á staðnum.

 

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira