6 dagar til stefnu!
2. ágúst 2023
Nú eru einungis sex dagar þar til að Heimsmeistaramótið hefst. Allir íslensku keppendurnir eru komnir á svæðið. Hestarnir okkar flugu út á mánudaginn og gekk flugið vel. Aðstaðan í Hollandi er góð, hesthúsið er rúmgott og vel er passað upp á aðgangsstýringu til að koma í veg fyrir óþarfa áreiti og hindra smitleiðir.
Í dag leggja knaparnir mesta áherslu á að kynna hestana fyrir nýjum aðstæðum, fara með þá í léttar gönguferðir og jafnvel hjólatúra. Veðrið er sem stendur í blautari kantinum sem kemur bara í veg fyrir að hestar og menn fái óþarfa heimþrá.
Endilega fylgist með hópnum okkar á Instagram: Landssamband hestamannafélaga (@lhhestar) en þar verða knapar og teymið daglega með innsýn inn í stemninguna á staðnum.
Fréttasafn







