Þrír dagar í fyrstu grein á HM

Jónína Sif Eyþórsdóttir • 5. ágúst 2023

Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist. Allt íslenska teymið er komið á staðinn og stuðningsmennirnir farnir að tínast inn. Aðstæður í Orischot eru góðar en töluvert hefur ringt síðustu daga og urðu keppendurnir okkar meðal annars að taka á það ráð að grafa skurði til að veita vatni frá hesthúsunum. Í gær fengu knaparnir fyrstu æfinguna á keppnisvellinum. Völlurinn hér er töluvert umfangsmeiri en hestarnir okkar eiga að venjast og því mikilvægt fyrir þá að fá tækifæri til að taka út aðstæður fyrir stóru stundina. Knaparnir hafa verið duglegir síðan þeir komu á staðinn að labba og hjóla með hestana en nú eftir því sem nær dregur þéttist prógrammið og athygli og fókus skerpist enn frekar og við taka hnitmiðaðar æfingar. 

Það er mikill hugur í liðinu og stemningin er góð. Hér eru allir mættir til að gera sitt besta og rúmlega það. Hestarnir komu allir vel undan flutningum og virðast kunna vel við sig, enda má segja að veðrið sem tók á móti þeim hafi verið afar heimilislegt. Teitur Árnason var kosinn fyrirliði af hópnum og hefur sinnt því hlutverki vel síðustu daga og þjappað hópnum saman. Nú eru þrír dagar í að keppni hefjist. Mótið mun byrja á kynbótasýningu á þriðjudaginn kl 9:00. Þann daginn verður einnig keppt í í gæðingaskeiði. Allt mótið verður sent út í beinu streymi á Alendis. 

Vegna þess hversu mikið hefur ringt er uppsetning á svæðinu aðeins á eftir áætlun. Allt púður var sett í að koma keppnisaðstöðunni og hesthúsunum upp, en aðrir innviðir eru skemur á veg komnir, hér er þó mikið af öflugum sjálfboðaliðum sem leggja nótt við dag að koma aðstöðunni upp og gangi veðurspáin eftir eru allar líkur á að svæðið verðið orðið hið glæsilegasta þegar mótið veður sett.

En það eru ekki bara mörg handtök sem sjálfboðaliðarnir á mótssvæðinu þurfa að inna af hendi. Í kringum íslenska liðið er sterkt og öflugt teymi starfsmanna og sjálfboðaliða, sem hafa á undanförnum vikum og mánuðum unnið sem einn maður að því að undirbúa ferðina og munu halda áfram að styðja við knapana nú þegar mótið er um það bil að hefjast. Í teyminu eru: Berglind Karlsdóttir framkvæmdastjóri LH, Drífa Daníelsdóttir stílist og allt muligt manneskja, Erlendur Árnason járningamaður, Hinrik Sigurðsson Starfsmaður LH og afreksstjóri Jónína Sif Eyþórsdóttir starfsmaður LH og upplýsingafulltrúi, Kristinn Skúlason formaður landsliðsnefndar, Matthias Rettig dýralæknir og Stefán Logi Haraldsson fulltrúi landsliðsnefndar LH.

Þjálfarateymið skipa Sigurbjörn Bárðarson A-landsliðs þjálfari og Hekla Kristinsdóttir Landsliðsþjálfari U21. Aðstoðaþjálfarar eru Sigurður Matthíasson, en hann býr að gífurlegri reynslu og hefur farið á hvert einasta HM síðan 1993 og Þórarinn Eymundsson deildarstjóri Hestafræði deildar og við Hólaskóla.

Umgjörðin í kringum liðið er eins og best verður á kosið og fókusinn hjá knöpunum er áþreifanlega skarpur. Liðsfundirnir og æfingar eru vel undirbúnar og markvissar. Það er klárt mál að þessi hópur mun setja allt í sölurnar til að ná markmiðum sínum og vera liðinu og landinu til sóma.

Fréttasafn

Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 30. apríl 2025
Dagur Íslenska hestsins er á morgun, 1. maí. Hestamannafélög hérlendis sem og erlendis munu í tilefni af deginum bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Við hverjum áhugasama til að kynna sér viðburði á sínu heimasvæði.  Þá verður einnig spennandi dagskrá í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum:
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 29. apríl 2025
Í gær mánudaginn 28. apríl fór fram stefnumótunarfundur Landssambands hestamannafélaga. Stjórn boðaði fundinn og voru fulltrúar hestamannafélaganna hvattir til að mæta á staðinn eða vera með á Teams. Markmið fundarins var að skapa sameiginlega framtíðarsýn fyrir samband allra hestamanna og var því ákaflega gleðilegt að sjá hversu margir tóku frá tíma til að vera með okkur í þessari vinnu en um 30 manns mættu á staðinn og 50 tóku þátt í fjarfundi. Petra Björk Mogensen stýrði fundinum ásamt Lindu Björk Gunnlaugsdóttur. Þær fengu svo dygga aðstoð frá þeim Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur og Anna Kristín Kristinsdóttir sem tóku saman niðurstöður fundarins.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 28. apríl 2025
Á 77. Íþróttaþingi ÍSÍ, sem fram fer dagana 16. og 17. maí nk. á Hótel Natura, verður kosið um forseta ÍSÍ til fjögurra ára og um sjö meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, til fjögurra ára. Skilafrestur framboða rann út föstudaginn 25. apríl sl. kl. 16:00. Til kjörnefndar bárust fimm framboð til embættis forseta ÍSÍ og níu framboð til setu í framkvæmdastjórn ÍSÍ.  Kjörnefnd ÍSÍ hefur úrskurðað öll innsend framboð gild.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 27. apríl 2025
Nú er rétt rúm vika síðan hinn glæsilegi viðburður Allra sterkustu fór fram. Mikil stemning myndaðist að venju enda glæsilegar sýningar, keppni, happadrætti og stóðhestavelta í gangi. Á kvöldum sem þessum er dásamlegt að hafa fullt hús af áhorfendum og var það rauninn þann 19. apríl. Hinsvegar komust ekki allir sem vildu á sýninguna og því gleður það að tilkynna að Eiðfaxi tók upp herlegheitin og verður hægt að horfa á alla sýninguna á streymisveitunni þeirra frá og með miðri næstu viku.
Eftir Berglind Karlsdóttir 24. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir samstarfssamning milli Topreiter og Landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Samningurinn gildir fram yfir Heimsmeistaramót 2027.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Hægt er að sækja vinningana á Skrifstofu LH Engjavegi 6 í Laugardal frá og með mánudeginum 28. apríl gegn framvísun happdrættismiðans.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og Líflands.
Eftir Hinrik Sigurðsson 23. apríl 2025
Ákveðið hefur verið að framlengja skráningafresti fyrir fyrsta Íslandsmótið í gæðingalist sem verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti dagana 29.apríl – 1.maí 2025. Skráningafrestur er til miðnættis miðvikudaginn 23.apríl.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Kæru hestamenn, takk kærlega fyrir samveruna og samvinnuna í kringum ALLRA STERKUSTU. Viðburðurinn heppnaðist vel og skiptir það sköpum fyrir landsliðin að finna þenna mikla áhuga og stuðning úr greininni. Viðburður eins og þessi gerist ekki að sjáflum sér. Að baki honum standa óteljandi klukkustundir sem sjálfboðaliðar hafa ljáð verkefninu, fullt af fyrirtækjum hafa lagt til fjármuni eða aðföng og stóðhestaeigendur sem hafa gefið tolla í stóðhestaveltuna. Þá hefur stjórn, skrifstofa, landsliðsnefnd, framkvæmdanefnd, landsliðsþjálfarar og landsliðsknaparnir sjálfir lagt dag við nótt að undirbúa og framkvæma þennan glæsilega viðburð.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Ný stikuð leið frá Dalakofa í Landmannahelli. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti Hestamannafélaginu Geysi styrk á síðasta ári til að stika svokallaðan Dalastíg. Leiðin þykir gífurlega falleg en er bæði brött og villugjörn og því miklar úrbætur að fá leiðina betur merkta og skráða.
Lesa meira

Styrktaraðilar