Dagskrá kynbótasýninga á HM
Fyrsti keppnisdagurinn á Heimsmeistara móti íslenska hestsins sem nú fer fram í Oirschot í Hollandi er í dag og hefst hann á kynbótasýningu. Fyrsti Íslendingurinn í braut verður Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir með hryssuna Ársól frá Sauðanesi. Ársól er fimm vetra með aðaleinkunnina 8.51. Í flokki fimm vetra stóðhesta keppa Höfði frá Bergi og sýnandi Þorgeir Ólafsson. Ólafsson. Ársól og Höfði eru bæði er sem stendur hæst dæmd í sínum flokkum.
Þar á eftir mæta Hrönn frá Fákshólum og Jakob Svavar Sigurðsson en hún og Pála vom vom Kronshof er jafnar á toppi heimslistans í flokk 6. hryssa með 8.55 í einkunn. Þá er það Geisli frá Árbæ og Árni Björn Pálsson en þeir eru með einkunnina 8,49.
Í flokki 7 vetra og eldri fáum við að sjá Kötlu frá Hemlu, sýnandi er Árni Björn Pálsson þau eru með 8,79 í aðaleinkunn og Hersir frá Húsavík með 8,62 í aðaleinkunn sýnandi er Teitur Árnason.
Dagskrá okkar keppenda á kynbótabrautinni í dag:
9:20 Ársól og Aðalheiður
10:10 Höfði og Þorgeir
11:10 Hrönn og Jakob
11:30 Geisli og Árni
13:40 Katla og Árni
15:30 Hersir og Teitur
Fréttasafn






Styrktaraðilar







