Áfangar

16. júní 2025

Gleðilegan þjóðhátíðardag kæru hestamenn!



Það er ekki úr vegi á þessum hátíðardegi, að líta til baka og rifja upp gamlar og góðar reiðleiðir og hestaferðir, enda fátt þjóðlegra en að ferðast um landið á góðum hestum.

Árið 1986 gaf ferðanefnd Landssambands Hestamannafélaga ásamt Hákoni Hákonarsyni og Sigurði Ragnarssyni út bókina Áfanga, safnrit ferðanefndar LH.


Í bókinni er að finn yfir 50 leiðarlýsingar, en hafa ber hugfast að margar lýsingar geta verið orðnar úreltar og aðstæður breyst á þeim tæplega 40 árum síðan ritið var gefið út. Þó er þarna að finna margar skemmtilegar lýsingar sem ættu að gefa lesendum góðar hugmyndir og upplag við skipulagningu næstu hestaferðar.


Leiðirnar eru allar á suðvesturhorni landsins, upphaflega var áætlað að safna upplýsingun um reiðleiðir um allt land, en það gekk ekki sem skildi en þó voru gefnar út tvær bækur, Áfangar og Áfangar II. Í bókunum er að finna kort, en við minnum á að hægt er að skoða kort af öllum merktum reiðleiðum á Íslandi inn á Kortavefsjánni



Við vonum að hestamenn hafi gang og gaman af því að lesa þessar leiðarlýsingar.



Fréttasafn

Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 29. júlí 2025
Flutningskeðjan til Sviss - vant fólk í hverju rúmi
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 28. júlí 2025
Breyting á landsliðshópnum - Þórarinn Ragnarsson & Herkúles frá Vesturkoti koma inn
24. júlí 2025
Landsliðið heldur utan á mánudaginn
20. júlí 2025
Úrslit á glæsilegu Íslandsmóti barna og unglinga.
20. júlí 2025
Laugardagur á Íslandsmóti barna og unglinga hófst á keppni í unglinga- og barnaflokki í gæðingakeppni. Þetta voru síðustu greinar í forkeppni mótsins og seinnipartinn fóru fram B-úrslit í öllum flokkum.
19. júlí 2025
Fyrsti Íslandsmeistarinn krýndur á Íslandsmóti barna og unglinga
18. júlí 2025
Nú stendur yfir Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Hafnarfirði
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 16. júlí 2025
Íslandsmót barna- og unglinga 2025
15. júlí 2025
Deild hrossabænda innan Bændasamtaka Íslands hefur nú birt endanlegan lista yfir þau kynbótahross sem munu mæta fyrir Íslands hönd á kynbótasýningu á HM.
Lesa meira