Þrír knapar bætast við U21 hópinn
19. júní 2025
Eins og greint var frá á dögunum fylgdust landsliðsþjálfararnir grant með framvindu mála á Reykjarvíkurmeistaramóti, þar sem þeir leggja nú drög að loka hóp sínum á HM í Sviss.
Hekla Katharína þjálfari U21 hefur nú ákveðið að bæta þremur knöpum í U21 hópinn. Þessir knapar stefna að sjálfsögðu á Heimsmeistaramót íslenska hestsins og hafa á tímabilinu vakið athygli landsliðsþjálfara fyrir góðan árangur. Þau munu mæta með hesta sína á Íslandsmót ungmenna sem hefst í næstu viku.
Bætast þau inní U21 árs landsliðshópinn og hann skipa því orðið 19 knapar.
Knaparnir eru :
Eik Elvarsdóttir, hestamannafélagið Geysir
Guðrún Lilja Rúnarsdóttir, hestamannafélagið Hörður
Ragnar Snær Viðarsson, hestamannafélagið Fákur
Við óskum þeim til hamingju með að vera komin í hópinn og hlökkum til að fylgjast með þeim og öllum hinum knöpunum á Íslandsmóti sem hefst 26. júní á Selfossi.
Gangi ykkur vel!
Fréttasafn







