Skráningu á Íslandsmót lýkur í kvöld

19. júní 2025

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum verður haldið á Brávöllum, Selfossi dagana 25.-29. júní nk. Nú liggur ljóst fyrir hversu margir hafa náð lágmörkum inn á mótið.

 Skráningarfrestur á mótið rennur út í kvöld, 19. júní, og verður spennandi að sjá hverjir ætli sér að mæta sýna sig á hápunkti keppnistímabilsins hér á Íslandi.


Keppnisgreinarnar og lágmörkin á Íslandsmóti 2025 eru:

Fjórgangur, V1 (Fullorðnir 7.00, ungmenni 6.50)

Fimmgangur, F1 (Fullorðnir 6.80, ungmenni 6.10)

Tölt, T1 (Fullorðnir 7.40, ungmenni 6.60)

Slaktaumatölt, T2 (Fullorðnir 7.00, ungmenni 6.20

Gæðingaskeið, PP1 (Fullorðnir 7.10, ungmenni 5.90)

Skeið 250m, P1 (Opinn flokkur 24.80 sek, ungmenni 26.00 sek)

Skeið 150m, P3 (Opinn flokkur 15.40 sek, ungmenni 17.00 sek)

Skeið 100m, P2 (Fullorðnir 8.00 sek, ungmenni 9.00 sek)


Í fullorðinsflokk hafa 32 pör náð lágmarki í fjórgangi, 33 í fimmgangi, 30 í tölti og 27 í slaktaumatölti. Hvað skeiðgreinar varðar þá hafa 39 pör náð lágmarki í gæðingaskeiði, 24 í 100m skeiði, 26 í 150m skeiði og 17 í 250m skeiði.


Í ungmennaflokki hafa 25 pör náð lágmarki í fjórgangi, 23 í fimmgangi, 24 í tölti og 29 í slaktaumatölti. Í skeiðgreinum hafa 25 pör náð lágmarki í gæðingaskeiði, 16 í 100m skeiði, 4 í 150m skeiði, og 9 í 250m skeiði.


Við heyrðum í Berglind Sveinsdóttur formanni Sleipnis sem sagði okkur að undirbúningur fyrir mótið gengi vel: ,,Völlurinn er í góðu standi og við höfum unnið að því að breyta aðeins endanum á skeiðbrautinni til að auka öryggi keppenda. Þá verður aðkoman inn á Brávelli lokuð á meðan á skeiðgreinum stendur en á meðan er hægt að koma inn á svæðið í gegnum hesthúsahverfið. Þetta gerum við til að lágmarka áreiti á meðan á skeiðinu stendur.“


En hvernig gengur að manna mótið?


„Það er alltaf erfitt að manna mót á þessum árstíma og það væri gott að hafa fleiri sjálfboðaliða með okkur í þessu, en þetta reddast alltaf á endanum og ég er viss um að svo verði líka núna.“


Hvernig er aðstaða fyrir keppendur og gesti?


„Aðstaða fyrir keppendur verður mjög góð, við erum enn þá með laus pláss í félagshesthúsinu okkar og víðar, fyrir þá sem vilja fá inni fyrir hestana sína á meðan á mótinu stendur auk þess sem það verða sérmerkt stæði fyrir knapa og kerrur. Fóta- og búnaðarskoðun mun fara fram í góðu næði í tjaldi við hliðina á upphitunarvelli. Þá hefur metnaður verið lagður í verðlaunaafhendingu og aðstöðu fyrir fjölmiðla til að taka viðtöl við nýkrýnda Íslandsmeistara.“ Segir Berglind og bætir við: „Gestir á Íslandsmóti eiga að sjálfsögðu von á góðu, hér er góð aðstaða til að fylgjast með, sjoppa og gott aðgengi að salernum og slíku. Mótinu verður útvarpað á rás 106,1 fyrir þá sem vilja sitja inn í bíl og hlusta og fyrir þá sem geta ekki verið á staðnum verður hægt að fylgjast með mótinu á Eiðfaxa TV auk þess sem RÚV verður með beina útsendingu frá mótinu á sunnudaginn.“


„Við hlökkum við til að taka á móti keppendum, aðstandendum þeirra og öðrum gestum og vonumst til að sjá sem flesta hér á Brávöllum í næstu viku.“


Við þökkum Berglindi fyrir spjallið og minnum aftur á að skráningarfrestur á Íslandsmót rennur út á miðnætti í kvöld, 19. júní.


Drög að Dagskrá Íslandsmóts

Með fyrirvara að dagskrá gæti breyst.



MIÐVIKUDAGUR 25.júní

-Fjórgangur Meistaraflokkur 

-Fjórgangur  Ungmenni

-Gæðingaskeið. Báðir flokkar


FIMMTUDAGUR 26.júní

-Fimmgangur  Meistaraflokkur

-Fimmgangur Ungmenni

-  Fyrstu tveir sprettir 250m og 150m skeiði.


FÖSTUDAGUR  27.júní

-Tölt T2 -Ungmenni

-Tölt T2 -Meistaraflokkur

Tölt T1 -Ungmenni

Tölt T1 -Meistaraflokkur


LAUGARDAGUR 28.júní

- Klár í keppni

- Sprettur 3&4 í 250m og 150m skeiði.

 - Verðlaunaafhending

-B-úrslit eftir hádegi.


SUNNUDAGUR 29.júní

-100m. skeið.

- A-Úrslit.




Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira