Metfjöldi gesta áætlaður á HM í Sviss

23. júní 2025

Nú styttist heldur betur í HM í hestaíþróttum, einungis eru 42 dagar þar til stórhátíðin hefst!

Mótið fer fram í Birmenstorf, fallegum dal í miklu landbúnaðarhéraði, norðarlega í Sviss. Svæðið er ákaflega snoturt, það er að hluta skógi vaxið en þess utan skartar það ræktarlegum túnum og ökrum.


Mótssvæðið hefur verið í undirbúningi í rúmt ár mun halda vel utan um gesti og keppendur.  Ráðgert er að um 200 hestar og knapar frá 19 löndum mæti á svæðið og keppi um alls 18 heimsmeistaratitla.  Mótshaldarar hafa nú gefið út að búist sé við yfir 30.000 gestum á mótið, en þess má til gamans geta að einungis búa um 3000 manns á svæðinu.


Verdi travel einn af styrktaraðilum LH hafa selt rúmlega 200 sæti til Sviss og er sem stendur uppselt hjá þeim, en þar á bæ er þó verið að skoða möguleikana á að bæta við sætum og ættu áhugasamir því að hafa samband sem fyrst og setja sig á biðlista.


Fyrir þá sem ætla að skipuleggja sitt ferðalag sjálfir bendum við á að miðasölu mótsins hér neðar á síðunni.


Dagskránni samanstendur ekki einungis af keppni í hæsta gæðaflokki heldur verður einnig fjölmargir viðburðir í gangi á meðan á mótinu stendur, sýningar, matvagnar, fræðsluerindi og kvölddagskrá. Ekki láta þig vanta á þennan stórglæsilega viðburð!


Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira