Áhugamannamót Íslands

25. júní 2025

Áhugamannamót Íslands 2025 – Þrír dagar af hestamennsku, gleði og samveru

Frá mótanefnd Sörla:

Áhugamannamót Íslands fór fram dagana
20.–22. júní á Hraunhamarsvellinum á glæsilegu félagssvæði Sörla í Hafnarfirði. Þrátt fyrir fjölbreytt veðurfar var frábær stemning alla helgina og þátttaka góð. Skipulagning mótsins var til fyrirmyndar og umgjörðin um vallarsvæðið, náttúran ásamt glæsilegri aðstöðu á svæðinu gerðu mótið eftirminnilegt fyrir keppendur og gesti.


Föstudagur – Glæsilegur upphafsdagur

Föstudagurinn bauð upp á sól og blíðu, sem skapaði kjöraðstæður fyrir forkeppni í töltgreinum og gæðingaskeiði. Keppendur og áhorfendur nutu dagsins til fulls og allt gekk samkvæmt áætlun.


Laugardagur – Rigning en góð stemning

Þrátt fyrir vætutíð og rigningu létu þátttakendur sig ekki vanta á laugardeginum þar sem haldnar voru forkeppnir í fjórgangs- og fimmgangsgreinum. Keppni gekk vel og sáust margar flottar sýningar.


Sunnudagur – Úrslit og glæsilegar sýningar

Sunnudagurinn var tileinkaður úrslitum í öllum greinum. Rigningaspáin gekk ekki eftir en sólin lét sjá sig og hlýtt var í veðri, kjöraðstæður fyrir úrslitadag. Keppnin var hörð og frammistaða knapa og hesta vakti mikla hrifningu.

Heildarniðurstöður mótsins má nálgast neðar á síðunni.


Fjölskyldudagskrá á laugardegi

Á meðan á keppni stóð á laugardeginum var boðið upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir yngri kynslóðina:

  • Hoppukastalar voru settir upp inni í gömlu reiðhöllinni.
    Íshestar buðu börnum í teymt undir frá kl. 11:00–13:00 í stóra gerðinu fyrir aftan gömlu höllina.
    Pylsur í boði fyrir 16 ára og yngri voru bornar fram í hádeginu auk þess var hið rómaða Stebbukaffi opið alla mótsdaga, með ljúffengu úrvali fyrir svanga mótsgesti.


Kvöldskemmtun fyrir fullorðna – Stuð og stemming!

Kvölddagskrá fór fram á laugardagskvöldinu í veislusal Guðrún Árný steig á svið og hélt uppi stuðinu eins og henni einni er lagið – og stemningin var frábær og skemmti fólk sér vel. Skipuleggjendur hefðu samt vilja sjá fleiri mæta til að hafa gaman saman.


Saga Áhugamannamóts Íslands

Áhugamannamót Íslands hefur verið haldið árlega í yfir tvo áratugi og hefur fest sig í sessi sem mikilvægur viðburður í íslenskri hestamennsku. Mótið er ætlað fullorðnu áhugafólki sem ekki keppir í meistaraflokki og gefur því breiðari hópi tækifæri til að blómstra í samkeppni og samveru. 

Farandbikarar á mótinu

Á Áhugamannamóti Íslands 2025 voru veittir veglegir farandbikarar í 1. flokki, sem eru rausnarleg gjöf frá Gangmyllunni – þeim Olil Amble og Bergi Jónssyni. Bikararnir bera nöfn sem vísa beint í fræga ræktunarhryssa þeirra hjóna

Bikararnir og viðkomandi greinar eru eftirfarandi á þessu móti:

  • Ljónslapparbikarinn – veittur í Fimmgangi F2
  • Álfadísarbikarinn – veittur í Tölti T3
  • Heilladísarbikarinn – veittur í Tölti T4
  • Djörfungarbikarinn – veittur í Gæðingaskeiði PP1
  • Þernubikarinn – veittur í Fjórgangi V2

Þessir bikarar eru ekki aðeins tákn um úrslit heldur einnig viðurkenning fyrir frammistöðu og árangur, samspil knapa og hests. Hvetjum keppendur framtíðarinnar til að stefna á að skrá nafn sitt á þessa virðingarverðu farandbikara.


Takk fyrir okkur!


Við viljum færa öllum sem komu að mótinu – keppendum, sjálfboðaliðum, áhorfendum og styrktaraðilum – innilegar þakkir fyrir frábæra helgi. Við hlökkum til að sjá ykkur öll aftur að ári!


📸 Myndir og frekari upplýsingar má finna á Facebook viðburðinum: Áhugamannamót Íslands 2025





Fréttasafn

10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
This is a subtitle for your new post
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
8. ágúst 2025
Forkeppni í fjórgangi er nú lokið. Ísland átt fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki þau Helgu Unu Björnsdóttur og Ósk frá Stað, Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttur og Hulinn frá Breiðstöðum og Jóhönnu Margréti Snorradóttur og Össu frá Miðhúsum. Í ungmennaflokk kepptu fyrir Íslands hönd þau Herdís Björg Jóhannsdóttir og Kormákur frá Kvistum og Védís Huld Sigurðardóttir og Ísak frá Þjórsárbakka. Herdís og Kormákur riðu á vaðið fyrir hönd íslensku keppendanna en lukkan var ekki í liði með þeim í dag því Kormáki fipaðist á yfirferðinni og útkoman var 5,87. Næst í braut af íslensku keppendunum komu þau Védís Huld Sigurðardóttir og Ísak frá Þjórsárbakka en þau voru í feikna stuði og hlutu í einkunn 7,07 og eru önnur inn A-úrslit ungmenna. Þriðjar í braut íslensku keppendanna voru þær Helga Una Björnsdóttir og Ósk frá Stað með stórglæsilega sýningu sem skilaði þeim 7,47 og beint inn í A-úrslit. Fjórðu í braut af íslensku keppendunum voru síðan Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Hulinn frá Breiðstöðum en því miður missti Hulinn skeifu og þau hlutu ekki einkunn. Fimmtu í braut komu loks Jóhanna Margrét Snorradóttir og Assa frá Miðhúsum og enduðu þær með 7,07 og lönduðu þar með sæti í B-úrlitum. Af íslensku knöpunum eigum við því í fullorðinsflokki einn í A-úrslitum og einn í B-úrslitum, og í ungmennaflokki er einn í A-úrslitum. Anne Stine Haugen og Hæmir frá Hyldsbæk leiða fullorðinsflokkinn með yfirburðum en þau hlutu hvorki meira né minna en 8,20 fyrir sína mögnuðu sýningu en þau keppa fyrir hönd Noregs. Eiðfaxi hitti Anne Stine eftir þeirra sýnungu sem sjá má á fréttasíðu Eiðfaxa en hjá Eiðfaxa er að finna fjölmörg stórskemmtileg viðtöl við knapa að loknum sýningum sem og gesti og gangandi. Næst á dagskrá er yfirlit fyrir 7 vetra og eldri hryssur og stóðhesta. Þar eigum við tvo fulltrúa þau Eind frá Grafarkoti, sýnandi Bjarni Jónasson og Hljóm frá Auðsholtshjáleigu, sýnandi Árni Björn Pálsson. Eind hlaut 8,41 í fordómi og var þriðja hæst í sínum flokki. Hljómur frá Auðsholtshjáleigu var hæstur í sínum flokki eftir fordóm með 8,77 í aðaleinkunn. Það verður því einkar spennandi að fygjast með þeim á eftir.  Í kvöld fara svo fram seinni tveir sprettirnir í 250m skeiði. Þar eigum við fimm fulltrúa og sem stendur eiga þau Kristján Árni Birgisson og Krafla frá Syðri-Rauðalæk besta tímann í ungmennaflokk en þau hlupu á tímanum 22,38 sek. Í fullorðinsflokki eiga þeir Sigursteinn Sumarliðason og Krókus frá Dalbæ annan besta tímann eða 21,97 sek. Það verður því spennandi að sjá hvernig þeim og restinni af íslenska hópnum gengur í kvöld.
7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Lesa meira