Hestarnir okkar fljúga með Icelandair Cargo

25. júní 2025

Icelandair Cargo hefur áratuga reynslu af hestaflutningum á milli landa og hefur um margra ára skeið verið einn okkar sterkustu bakhjarla, í apríl síðastliðinn var skrifað undir styrktarsamning til tveggja ára, milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og Icelandair Cargo.

Við heyrðum í Mariu Natale Einarsdóttur Alvarez, Viðskiptastjóra í útflutningi hjá Icelandair Cargo sem sagði okkur nánar frá því hvernig flutningi hestana er háttað:


„Við hjá Icelandair Cargo bjóðum upp á flug til Liege í Belgíu alla mánudaga auk þess að fljúga með hesta tvisvar til þrisvar á ári til New York í Bandaríkjunum. Hestarnir eru fluttir í sér útbúnum hestagámum sem fara um borð í fraktvélar. Yfir mesta háannatímann erum við með 11 gáma í notkun, sem taka allt að sex hesta hver, og getum við því flutt allt að 66 hesta í hverri ferð . Ef hins vegar er um er að ræða stóðhesta, keppnishesta, folöld eða annað sem þarfnast meira rýmis eða aðgreiningar frá öðrum hestum, eru sett þil í gámana til að skipta þeim upp og þá komast færri hestar í hvern gám."

 

En hvernig er ferlið á ferðadegi?

„Útflutningsaðilar koma með hestana út á flugvöll síðdegis á brottfarardegi. Þar tekur dýralæknir á móti hestunum og athugar hvort þeir séu í standi fyrir flugið, athugar alla pappírana og les af örmerkjum. Hestasveinn á okkar vegum tekur við hestunum og kemur þeim um borð í flutningsgámana með dyggum stuðningi frá útflytjendum. Það hjálpast allir að. Gámarnir eru að mörgu leyti svipaðir hestakerrum og því auðvelt aðgengi fyrir hestana og þeir kippa sér almennt lítið upp við að vera leiddir inn í gámana. Hestasveinninn fylgir svo hestunum í fluginu. Það er ávallt vanur hestamaður sem getur brugðist við ef upp koma einhverjar aðstæður sem kalla á inngrip eða þekkingu.“


„Við reynum að hafa ferlið sem einfaldast á ferðadegi, hestana vegna. Fljótlega eftir að þeir eru komnir í gámana eru þeir fluttir um borð í fraktvél sem flytur þá yfir hafið. Ef um flug til Liege er að ræða, líkt og verður nú þegar hestarnir fara á HM í Sviss þá má gera ráð fyrir að ferlið frá því að hesturinn kemur á flugvöllinn og þar til hann er kominn á hestahótelið í Belgíu sé um 4-5 klukkustundir.“ 

 

Hvað tekur við þegar hestarnir lenda úti?

Þegar hestarnir lenda fara þeir í gegnum einangrunarstöðina og síðan er þeim komið beint á mjög vel útbúið hestahótel á flugvellinum, þar sem þeim er gefið vatn og fóður og þeir fá tækifæri til að jafna sig eftir ferðina. Dýralæknir kemur svo og athugar hestana og starfsmenn Icelandair Cargo á flugvellinum taka við þeim gögnum sem þurfa til að hrossin geti haldið ferð sinni áfram. Hestasveinninn og starfsmaður Icelandair Cargo í Liege  er með í þessu ferli og passar upp á að allt gangi vel fyrir sig og að hestarnir fái fyrsta flokks atlæti.“

 

„Næstu skref fara svo eftir því hvert hesturinn er að fara. Flestir eru á leið til Þýskalands og Sviss en einnig margir til Austurríkis og fleiri áfangastaða í Evrópu að ógleymdum þeim sem fara til Skandinavíu. Oft eru nýir eigendur mættir til Liege að taka við hestinum, en í öðrum tilfellum halda þeir áfram ferðalaginu með landflutningum sem við skipuleggjum eða hestaútflutningsfyrirtækin sem við vinnum náið með. 

Þegar hestarnir eru síðan komnir í hendurnar á nýjum eigendum eða í áframhaldandi flutning fer hestasveinninn heim með næsta flugi. Hestagámarnir eru síðan sótthreinsaðir áður en þeir eru svo sendir aftur til Íslands, tilbúnir til notkunar fyrir næsta hestaflug."

 

Er eitthvað sem þarf að hafa í huga fyrir flugið?

„Það er mjög mikilvægt að það sé búið að snyrta hófanna vel til að koma í veg fyrir meiðsli, við gerum þó undantekningar á þessu þegar verið er að flytja út hesta sem eru að fara beint í keppni, sérstaklega þegar HM er í húfi. Þá er þarf að búa um hófunum á hestunum með sérstökum hætti sem kemur í veg fyrir að þeir geti slasað sig. Þá skiptir líka miklu máli að hestar, sem eru að fara í flug séu bandvanir og geti teymst með hverjum sem er og séu almennt vanir því að vera í kringum fólk.“


„Annars virðast hestarnir almennt eiga auðvelt með þetta ferðalag og eru fljótir að jafna sig þegar út er komið. Það skiptir okkur miklu máli að hestunum líði vel í fluginu og öllum reglum um dýravelferð sé fylgt eftir. Við höfum flutt hesta út á stórmót í fjölmörg ár og það er alltaf gaman að heyra af árangri þeirra og sigrum erlendis og nú þegar styttist í HM í hestaíþróttum erum við spennt og stolt af því að taka þátt í að koma hestunum á áfangastað og óskum þeim og liðinu öllu góðs árangurs á mótinu!“


Við þökkum Natale kærlega fyrir spjallið og þökkum Icelandair Cargo fyrir stuðninginn í gegnum árin!



Áfram Ísland!


Fréttasafn

11. nóvember 2025
Guðni Halldórsson og Kristinn Skúlason hlutu gullmerki LH
9. nóvember 2025
Haraldur Þórarinsson er heiðursverðlaunum LH sannarlega verðugur
9. nóvember 2025
Gott æskulýðsstarf er grunnurinn að framtíð hestamennskunnar
9. nóvember 2025
Á Uppskeruhátíð LH voru krýndir knapar ársins 2025 og keppnishestabú ársins valið. Að baki valinu er valnefnd sem er skipuðuð fjölbreyttum hópi og þar eiga fulltrúa stjórn LH, GDLH, HÍDÍ, FT og fjölmiðlar. Knapi ársins 2025 er Konráð Valur Sveinsson Konungur kappreiðanna á Íslandi þessi misserin er Konráð Valur, en hann átti frábært ár í skeiðgreinum. Konráð setti á árinu heimsmet í 250 m skeiði, hann er tvöfaldur Íslandsmeistari í skeiðkappreiðum, vann tvo Reykjavíkurmeistaratitla og er einnig samanlagður sigurvegari skeiðleika Skeiðfélagsins. Íþróttaknapi ársins 2025 er Ásmundur Ernir Snorrason Ásmundur varð Íslandsmeistari í fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum á Hlökk frá Strandarhöfði, samanlagður Íslandsmeistari í fimmgangsgreinum á Aski frá Holtsmúla ásamt því að sigra fjölda greina á Reykjavíkurmeistaramóti. Hann náði þeim eftirtektarverða árangri á Hlökk að ríða oftar en einu sinni yfir 9 í meðaleinkunn bæði í T1 og T2 á árinu. Skeiðknapi ársins 2025 er Konráð Valur Sveinsson Konráð setti á árinu heimsmet í 250 m skeiði á Kastor frá Garðshorni þegar þeir félagar hlupu sprettinn á 21,06 sek á Íslandsmótinu í sumar. Konráð er þar að auki Íslandsmeistari í 100 m skeiði og 250 m skeiði ásamt því að hafa sigrað sömu greinar á Reykjavíkurmeistaramótinu. Hann er einnig samanlagður sigurvegari skeiðleika Skeiðfélagsins og þar með Ödershafinn 2025. Gæðingaknapi ársins 2026 er Jakob Svavar Sigurðsson Jakob sigraði B-flokk á Fjórðungsmóti Vesturlands á eftirminnilegan hátt á Kór frá Skálakoti með einkunina 9,24. Reiðmennska Jakobs geislar ávallt af fagmennsku og krafti. Kristján Árni Birgisson og Védís Huld Sigurðardóttir eru efnilegustu knapar ársins 2025 Kristján Árni Birgisson Kristján varð á árinu tvöfaldur heimsmeistari í ungmennaflokki þegar hann sigraði 100 m skeið og 250 m skeið á Kröflu frá Syðri-Rauðalæk. Hann varð einnig Íslandsmeistari í 100 m skeiði á Kröflu og gæðingaskeiði ungmenna á Súlu frá Kanastöðum. Védís Huld Sigurðardóttir Védís varð á árin tvöfaldur heimsmeistari í ungmennaflokki, í tölti og fjórgangi á Ísak frá Þjórsárbakka. Hún sigraði einnig tölt og fjórgang á Íslandsmótinu á Ísaki. Sérstök verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í ungmennaflokki hlaut Jón Ársæll Bergmann Jón Ársæll Bergmann varð á árinu þrefaldur heimsmeistari í ungmennaflokki á Hörpu frá Höskuldsstöðum. Hann sigraði fimmgang, gæðingaskeið og samanlagðar fimmgangsgreinar á mótinu ásamt því að ná frábærum árangri á fjölda móta hér á Íslandi sumarið 2025. Keppnishestabú ársins 2025 er Strandarhöfuð Strandarhöfuð hefur á undanförnum árum stimplað sig inn sem eitt af sterkustu ræktunarbúum keppnishrossa í hestamennskunni á Íslandi. Kórónan í ræktuninni er án efa Hlökk frá Strandarhöfði sem á árinu varð Íslandsmeistari í fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum auk þess að standa upp úr í töltsýningum í T1 og T2.
Eftir Berglind Karlsdóttir 7. nóvember 2025
Það er í mörg horn að líta í afreksmálum sérsambands af þeirri stærðargráðu sem Landssamband Hestamannafélaga er.  Nú á haustdögum hefur landsliðsnefnd LH unnið að skoðun afreksmálanna í heild sinni og fjölmargir komið að þeirri vinnu ásamt starfshópnum sem skipaður var til verksins af stjórn LH. Samningar landsliðsþjálfaranna voru í gildi fram í lok september 2025 og runnu þar með sitt skeið og í kjölfarið hafa ýmsar hliðar afreksmálanna verið skoðaðar með það í huga að styrkja starfið enn frekar. Afreks- og landsliðsnefnd hefur á þessum tíma unnið skýran ramma um afreksstarfið byggt á afreksstefnu LH og ÍSÍ, skilgreint verkefni og skyldur þjálfara landsliðanna ásamt verkefnum og skyldum afreksstjóra LH. Þar að auki haf ýmsir verkferlar verið bættir innan afreksstarfsins og þeirra hópa sem starfrækir eru innan þess. Valteymi var sett á laggirnar til aðstoðar þjálfurum hópanna við val í afrekshópa. Valteymið samanstendur af þjálfara hvers hóps ásamt formanni landsliðsnefndar og afreksstjóra LH. Valteymið aðstoðar við gagnaöflun, greiningu árangurs og undirbúning valferlis fyrir hópana og hefur ráðgefandi hlutverk. Landsliðsþjálfari/yfirþjálfari Hæfileikamótunar hefur þó endanlegt ákvörðunarvald um val í hópa sína og ber ábyrgð á því vali. Hóparnir sem starfa undir afreksstarfi LH eru Hæfileikamótun LH, U21-landsliðið og A-landslið. 42 verðandi afreksknapar á aldrinum 14-17 ára voru á dögunum teknir inn í Hæfileikamótun LH sem samanstendur af tveimur hópum. Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar er fullur tilhlökkunnar inn í starfsárið sem hefst þegar fyrsti hópur fer námsferð að Hólum í komandi viku. Svo verða vinnuhelgar eftir áramótin með eigin hest og tveir stórir fræðsludagar með sýnikennslum, fyrirlestrum og foreldrafundi. Hvað landsliðin tvö varðar er það skýrt markmið landsliðsnefndar að sterkustu knapar landsins hverju sinni skipi landsliðshópa LH sem starfrækir eru yfir árið. Landsliðsumgjörðin veitir hópunum reglulega fræðslu og utanumhald, vinnur að fjáröflunarmálum með ýmsum viðburðum og veitir knöpum hópanna tækifæri á að efla og styrkja sig sem afreksknapa árið um kring samhliða því að sinna íþróttinni á sínum heimavelli. Því er það stefnan að landsliðshóparnir nái yfir afreksknapana okkar og eðli málsins samkvæmt þrengjast svo hóparnir þegar líður að stórmótum líkt og HM um þá knapa og hesta sem eru í baráttu um sæti í lokahóp og staðfest er hvaða hestar eru í boði inn í verkefnið. Hlutverk hvers knapa þegar kemur að lokahóp fyrir stórmót skal vera skýrt og við kynningu lokahópa verða varaknapar tilkynntir og þeir hafa gríðarlega mikilvægt hlutverk alveg fram að brottför hrossa frá Íslandi á HM. Nú vinnur afreks- og landsliðsnefnd að því að finna landsliðsþjálfara U21 og A-landsliðanna til starfa, og áhugasömum þjálfaraefnum er bent á að hafa samband við Sigurbjörn Eiríksson formann landsliðsnefndar landslidsnefnd@lhhestar.is eða Berglindi Karlsdóttur framkvæmdarstjóra LH berglind@lhhestar.is og láta þannig vita að sér.
6. nóvember 2025
Íslenska landsliðinu í hestaíþróttum var boðið til móttöku á Bessastöðum, þar sem forseti Íslands Halla Tómasdóttir og Björn bóndi hennar tóku móti hópnum. Tilefni boðsins var frábær árangur Íslenska landsliðsins á HM í Sviss sl. sumar en íslenska landsliðið hlaut alls 9 gullverðlaun á mótinu auk þess að vinna liðabikarinn, stigahæst liða á mótinu. Mótakan var hin hátíðlegasta og var landsliðinu mikill heiður sýndur með því að vera boðið til hennar. Halla fór fögrum orðum um íslenska hestinn sem einn mikilvægasta sendiherra Íslands, því hvert sem hún færi bæri fljótlega á góma íslenski hesturinn og hans sérstaka lundarfar og gangtegundirnar fimm. Einnig hafði hún á orði hversu mikið afrek það væri að vinna liðabikarinn þar sem liðsheildin væri mikilvæg. Svo var gestum boðið að rölta um hið merka hús á Bessastöðum, skoða listaverkin og gjafir hinna ýmsu þjóðhöfðingja í gegnum tíðina, sem prýða húsið. Að lokum var stillt upp fyrir hópmyndatöku á tröppunum á Bessastöðum í haustblíðunni.
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
Lesa meira