Allra sterkustu - leiðin að gullinu

5. apríl 2023

Nú skýrist það….   Allra sterkustu er handan við hornið.
Takið kvöldið frá, þann 6. maí í TM-höllinni í Víðidal. 

Landsliðsnefnd lofar hörku”showi” og frábærri kvöldstund með landsliðinu okkar.

  • Keppni þeirra allra sterkustu
  • Kvöldverður í veislusal Fáks
  • Stóðhestavelta landsliðsins

Allra sterkustu er stærsti fjáröflunarviðburður íslenska landsliðsins í hestaíþróttum og löngu orðinn fastur liður í mótaflórunni á Íslandi ár hvert. Þarna mæta okkar allra sterkustu knapar á sínum bestu hestum til leiks og etja kappi með úrslitakeppnisfyrirkomulagi í flestum greinum íþróttakeppninnar. Keppt verður í tölti, fjórgangi, slaktaumatölti og fimmgangi.

Á heimsmeistaramótsári er sannarlega spennandi að sjá bestu hesta landsliðsknapanna í alvöru samanburði í keppni og það er möguleiki á því að við fáum að sjá línurnar byrja að skýrast fyrir baráttuna um sæti í íslenska landsliðshópnum á HM í sumar.

Landsliðið treystir á þinn stuðning, láttu þig ekki vanta í herlegheitin.
Miðasala er hafin í vefverslun LH.

 

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira