Allra sterkustu - leiðin að gullinu
Nú skýrist það….
Allra sterkustu er handan við hornið.
Takið kvöldið frá, þann 6. maí í TM-höllinni í Víðidal.
Landsliðsnefnd lofar hörku”showi” og frábærri kvöldstund með landsliðinu okkar.
- Keppni þeirra allra sterkustu
- Kvöldverður í veislusal Fáks
- Stóðhestavelta landsliðsins
Allra sterkustu er stærsti fjáröflunarviðburður íslenska landsliðsins í hestaíþróttum og löngu orðinn fastur liður í mótaflórunni á Íslandi ár hvert. Þarna mæta okkar allra sterkustu knapar á sínum bestu hestum til leiks og etja kappi með úrslitakeppnisfyrirkomulagi í flestum greinum íþróttakeppninnar. Keppt verður í tölti, fjórgangi, slaktaumatölti og fimmgangi.
Á heimsmeistaramótsári er sannarlega spennandi að sjá bestu hesta landsliðsknapanna í alvöru samanburði í keppni og það er möguleiki á því að við fáum að sjá línurnar byrja að skýrast fyrir baráttuna um sæti í íslenska landsliðshópnum á HM í sumar.
Landsliðið treystir á þinn stuðning, láttu þig ekki vanta í herlegheitin.
Miðasala er hafin í vefverslun LH.
Fréttasafn






Styrktaraðilar







