Leyfður beislisbúnaður 2023

3. apríl 2023

Á ársþingi FEIF í febrúar síðastliðnum var listi yfir búnað sem leyfður er í keppni og kynbótasýningum samþykktur í stað þess að hafa lista yfir bannaðan búnað sem áður var í gildi. 

Reglurnar er hægt að nálgast á heimasíðu FEIF ásamt handbók um búnaðinn og fleira. 

Listinn yfir leyfðan búnað er til í íslenskri þýðingu og hægt er að skoða hann hér  með hlekkjum inn á FEIF síðuna. 

Í stuttu máli er listinn þannig að hringamél með lausum hringjum (hefðbundin hringamél), D-mél og fastir sporöskjulaga hringir eru leyfðir, óbrotin, einbrotin og tvíbrotin, með eða án tunguboga.

Reiðmúlar sem leyfðir eru með hringamélum eru þýskur múll, enskur múll með eða án skáreimar, mótaður múll með skáreim, mexíkóskur krossmúll og spangamúll ásamt Micklem (oft kallað tamningabeisli en án klemmu sem tengist í mélin við múlinn). 

Þ-mél má aðeins nota með enskum múl.

Hringamél eru ekki leyfileg með með festingum milli méla og múls, með stangakeðju eða með festimöguleikum á aðskildum hringjum fyrir höfuðleður eða tauma. 

Íslenskar stangir eru leyfðar með einbrotnum eða tvíbrotnum mélum en ekki með einjárnung eða föstum mélum., læsimöguleikum eða þar sem mélin renna gegnum hringi. 

Pelham beisli er leyfilegt í keppni en ekki kynbótasýningum, og ríða skal með tvo tauma. Pelham má hafa óbrotin, einbrotin eða tvíbrotin mél og fasta tengingu við stangir. 

Þegar riðið er við íslenskar stangir eða pelham er aðeins leyfilegt að ríða við efri múl, þ.e múlar með skáreim eru bannaðir

Mélalaus beislisbúnaðu r úr mjúku efni án málma eða vilíka efni inni í búnaðinum er leyfður en ekki mélalaus búnaður með stangaráhrifum.

Ákvörðun FEIF um að taka upp lista yfir leyfðan búnað í stað þess gamla yfir bannaðan búnað er til einföldunar á reglunum því "bannaði listinn" var að verða býsna langur og erfiður að eiga við. 

Landssambandið hvetur alla keppendur, dómara og mótshaldara að kynna sér listann vel nú þegar keppnistímabilið hefst af fullri alvöru.

 

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira