Leyfður beislisbúnaður 2023

3. apríl 2023

Á ársþingi FEIF í febrúar síðastliðnum var listi yfir búnað sem leyfður er í keppni og kynbótasýningum samþykktur í stað þess að hafa lista yfir bannaðan búnað sem áður var í gildi. 

Reglurnar er hægt að nálgast á heimasíðu FEIF ásamt handbók um búnaðinn og fleira. 

Listinn yfir leyfðan búnað er til í íslenskri þýðingu og hægt er að skoða hann hér  með hlekkjum inn á FEIF síðuna. 

Í stuttu máli er listinn þannig að hringamél með lausum hringjum (hefðbundin hringamél), D-mél og fastir sporöskjulaga hringir eru leyfðir, óbrotin, einbrotin og tvíbrotin, með eða án tunguboga.

Reiðmúlar sem leyfðir eru með hringamélum eru þýskur múll, enskur múll með eða án skáreimar, mótaður múll með skáreim, mexíkóskur krossmúll og spangamúll ásamt Micklem (oft kallað tamningabeisli en án klemmu sem tengist í mélin við múlinn). 

Þ-mél má aðeins nota með enskum múl.

Hringamél eru ekki leyfileg með með festingum milli méla og múls, með stangakeðju eða með festimöguleikum á aðskildum hringjum fyrir höfuðleður eða tauma. 

Íslenskar stangir eru leyfðar með einbrotnum eða tvíbrotnum mélum en ekki með einjárnung eða föstum mélum., læsimöguleikum eða þar sem mélin renna gegnum hringi. 

Pelham beisli er leyfilegt í keppni en ekki kynbótasýningum, og ríða skal með tvo tauma. Pelham má hafa óbrotin, einbrotin eða tvíbrotin mél og fasta tengingu við stangir. 

Þegar riðið er við íslenskar stangir eða pelham er aðeins leyfilegt að ríða við efri múl, þ.e múlar með skáreim eru bannaðir

Mélalaus beislisbúnaðu r úr mjúku efni án málma eða vilíka efni inni í búnaðinum er leyfður en ekki mélalaus búnaður með stangaráhrifum.

Ákvörðun FEIF um að taka upp lista yfir leyfðan búnað í stað þess gamla yfir bannaðan búnað er til einföldunar á reglunum því "bannaði listinn" var að verða býsna langur og erfiður að eiga við. 

Landssambandið hvetur alla keppendur, dómara og mótshaldara að kynna sér listann vel nú þegar keppnistímabilið hefst af fullri alvöru.

 

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira