Ný útgáfa af lögum, reglugerðum og reglum LH

Berglind Karlsdóttir • 31. mars 2023

Uppfærð útgáfa af lögum, reglum og reglugerðum LH hefur verið birt á vef LH. Í þessari nýju útgáfu hefur regluverkið fengið allmikla upplyftingu með breyttri og einfaldari framsetningu.

Regluverk LH um íþróttakeppni hefur verið samræmt regluverki FEIF, þ.e. reglurnar settar upp eins og FEIF gerir, lagfæringar gerðar á orðalagi og greinar þýddar sem áður voru óþýddar en efnislega er ekki um aðrar breytingar að ræða en gerðar voru á Landsþingi 2022 og FEIF-þingi 2023.

Segja má að með nýrri uppsetningu hafi regluverkinu verið skipt í þrjá hluta.

Í fyrsta lagi eru Lög LH sem einungis er hægt að breyta á landsþingum.

Í öðru lagi eru það reglugerðir um landsmót, Íslandsmót og mótahald á Íslandi. Undir reglugerð um mótahald á Íslandi eru reglur um flokkaskipti, aldursflokka, félagaskipti, reglur um innanhússmót, reglur um kærur og úrskurðarmál og reglur um dómara.

Í þriðja lagi eru það reglur um einstakar keppnisgreinar. Þar eru fyrst almennar reglur um keppni, sem gilda um alla keppni á íslenskum hestum, og reglur um íþróttakeppni. Þær fylgja regluverki FEIF og breytingar á þeim eru einungis gerðar innan FEIF. Almennar reglur um keppni hafa m.a. að geyma siðareglur, reglur um leyfilegan búnað í keppni, reglur um löglega keppnisvelli o.fl. Í reglum um íþróttakeppni eru reglur um einstakar íþróttakeppnisgreinar, teikningar af keppnisvöllum ofl. Síðan eru reglur um íslenskar keppnisgreinar svo sem gæðingakeppni, gæðingalist ofl.

Ólafur Haraldsson formaður laganefndar LH hefur leitt þá miklu vinnu sem býr að baki þessari nýju útgáfu af regluverkinu og færum við honum bestu þakkir fyrir. Keppnisnefndir LH, fyrr og nú, komu að yfirlestri og úrskurðuðu um vafamál sem komu upp við þýðingar, fleiri nefndir og fyrri stjórnir LH lögðu sitt af mörkum og Gréta V. Guðmundsdóttir sá um hönnun og umbrot. Þökkum öllum sem lögðu hönd á plóg. 

Fréttasafn

Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 30. apríl 2025
Dagur Íslenska hestsins er á morgun, 1. maí. Hestamannafélög hérlendis sem og erlendis munu í tilefni af deginum bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Við hverjum áhugasama til að kynna sér viðburði á sínu heimasvæði.  Þá verður einnig spennandi dagskrá í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum:
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 29. apríl 2025
Í gær mánudaginn 28. apríl fór fram stefnumótunarfundur Landssambands hestamannafélaga. Stjórn boðaði fundinn og voru fulltrúar hestamannafélaganna hvattir til að mæta á staðinn eða vera með á Teams. Markmið fundarins var að skapa sameiginlega framtíðarsýn fyrir samband allra hestamanna og var því ákaflega gleðilegt að sjá hversu margir tóku frá tíma til að vera með okkur í þessari vinnu en um 30 manns mættu á staðinn og 50 tóku þátt í fjarfundi. Petra Björk Mogensen stýrði fundinum ásamt Lindu Björk Gunnlaugsdóttur. Þær fengu svo dygga aðstoð frá þeim Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur og Anna Kristín Kristinsdóttir sem tóku saman niðurstöður fundarins.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 28. apríl 2025
Á 77. Íþróttaþingi ÍSÍ, sem fram fer dagana 16. og 17. maí nk. á Hótel Natura, verður kosið um forseta ÍSÍ til fjögurra ára og um sjö meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, til fjögurra ára. Skilafrestur framboða rann út föstudaginn 25. apríl sl. kl. 16:00. Til kjörnefndar bárust fimm framboð til embættis forseta ÍSÍ og níu framboð til setu í framkvæmdastjórn ÍSÍ.  Kjörnefnd ÍSÍ hefur úrskurðað öll innsend framboð gild.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 27. apríl 2025
Nú er rétt rúm vika síðan hinn glæsilegi viðburður Allra sterkustu fór fram. Mikil stemning myndaðist að venju enda glæsilegar sýningar, keppni, happadrætti og stóðhestavelta í gangi. Á kvöldum sem þessum er dásamlegt að hafa fullt hús af áhorfendum og var það rauninn þann 19. apríl. Hinsvegar komust ekki allir sem vildu á sýninguna og því gleður það að tilkynna að Eiðfaxi tók upp herlegheitin og verður hægt að horfa á alla sýninguna á streymisveitunni þeirra frá og með miðri næstu viku.
Eftir Berglind Karlsdóttir 24. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir samstarfssamning milli Topreiter og Landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Samningurinn gildir fram yfir Heimsmeistaramót 2027.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Hægt er að sækja vinningana á Skrifstofu LH Engjavegi 6 í Laugardal frá og með mánudeginum 28. apríl gegn framvísun happdrættismiðans.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og Líflands.
Eftir Hinrik Sigurðsson 23. apríl 2025
Ákveðið hefur verið að framlengja skráningafresti fyrir fyrsta Íslandsmótið í gæðingalist sem verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti dagana 29.apríl – 1.maí 2025. Skráningafrestur er til miðnættis miðvikudaginn 23.apríl.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Kæru hestamenn, takk kærlega fyrir samveruna og samvinnuna í kringum ALLRA STERKUSTU. Viðburðurinn heppnaðist vel og skiptir það sköpum fyrir landsliðin að finna þenna mikla áhuga og stuðning úr greininni. Viðburður eins og þessi gerist ekki að sjáflum sér. Að baki honum standa óteljandi klukkustundir sem sjálfboðaliðar hafa ljáð verkefninu, fullt af fyrirtækjum hafa lagt til fjármuni eða aðföng og stóðhestaeigendur sem hafa gefið tolla í stóðhestaveltuna. Þá hefur stjórn, skrifstofa, landsliðsnefnd, framkvæmdanefnd, landsliðsþjálfarar og landsliðsknaparnir sjálfir lagt dag við nótt að undirbúa og framkvæma þennan glæsilega viðburð.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Ný stikuð leið frá Dalakofa í Landmannahelli. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti Hestamannafélaginu Geysi styrk á síðasta ári til að stika svokallaðan Dalastíg. Leiðin þykir gífurlega falleg en er bæði brött og villugjörn og því miklar úrbætur að fá leiðina betur merkta og skráða.
Lesa meira

Styrktaraðilar