Breyting á landsliðshópnum - Þórarinn & Herkúles koma inn

28. júlí 2025

Breyting á landsliðshópnum - Þórarinn Ragnarsson & Herkúles frá Vesturkoti koma inn

Nú er heldur betur að styttast í Heimsmeistaramót íslenska hestsins sem að þessu sinni fer fram í Sviss 5.-10. ágúst. Ferlið að velja landslið til leiks fyrir Íslands hönd var heilmikið en nú er skráningarfrestur liðinn og öll lönd hafa því skráð staðfest lið til leiks ásamt varaknöpum. Hestarnir okkar fljúga út í kvöld, mánudag og knaparnir á þriðjudagsmorgun.


Breyting hefur orðið á A-landsliðshópnum en því miður mun Ölur frá Reykjavöllum ekki geta keppt fyrir Íslands hönd í þetta skiptið vegna meiðsla og hefur þessi ákvörðun verið tekin með velferð hestsins í huga. Þetta er stórt skarð að fylla fyrir íslenska liðið þar sem Ölur og Hans Þór Hilmarsson hafa verið virkilega sterkir saman í fimmgangsgreinum síðustu ár og urðu meðal annars Íslandsmeistarar í fimmgangi sumarið 2024. Fall er fararheill og vonumst við til að fá að fylgjast með þessu frábæra pari áfram hér á landi og sendum hlýjar kveðjur á þá félaga. 


Inn í liðið kemur þó par sem ekki er af verri endanum en það eru Þórarinn Ragnarsson & Herkúles frá Vesturkoti. Herkúles er níu vetra gamall undan Spuna frá Vesturkoti og Heklu frá Miðsitju. Þeir félagar hafa verið að gera það gott saman í keppnum síðustu misserin og unnu m.a. fimmganginn á Reykjavíkurmeistaramóti í vor með einkunnina 7,57 þar sem þeir fengu meðal annars upp í 8.5 fyrir tölt & 8.0 fyrir brokk. Þeir munu verða skráðir til leiks í fimmgangsgreinar; F1, T1 og gæðingaskeið.



Fréttasafn

24. júlí 2025
Landsliðið heldur utan á mánudaginn
20. júlí 2025
Úrslit á glæsilegu Íslandsmóti barna og unglinga.
20. júlí 2025
Laugardagur á Íslandsmóti barna og unglinga hófst á keppni í unglinga- og barnaflokki í gæðingakeppni. Þetta voru síðustu greinar í forkeppni mótsins og seinnipartinn fóru fram B-úrslit í öllum flokkum.
19. júlí 2025
Fyrsti Íslandsmeistarinn krýndur á Íslandsmóti barna og unglinga
18. júlí 2025
Nú stendur yfir Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Hafnarfirði
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 16. júlí 2025
Íslandsmót barna- og unglinga 2025
15. júlí 2025
Deild hrossabænda innan Bændasamtaka Íslands hefur nú birt endanlegan lista yfir þau kynbótahross sem munu mæta fyrir Íslands hönd á kynbótasýningu á HM.
14. júlí 2025
Konráð Valur Sveinsson og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk slóu fyrra heimsmet um 0,01 sek.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 9. júlí 2025
Þá hefur landslið Íslands fyrir HM í Sviss verið tilkynnt, en það var gert við hátíðlega athöfn í húsakynnum Icelandair Cargo að Flugvöllum í Hafnarfirði. Eiðfaxi Tv var með beina útsendingu og hægt verður að horfa á viðburðinn á vefnum hjá þeirra.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 8. júlí 2025
Landslið Íslands í hestaíþróttum verður kynnt á morgun kl 15:00 og verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á EiðfaxaTv Að venju ríkir mikil eftirvænting og hafa Landsliðsþjálfaranir lagt mikla vinnu í að setja saman liðin, um helgina fór svo fram dýralæknaskoðun, auk þess sem knaparnir mátuðu keppnis og æfingafatnað. Allur fatnaður knapa og teymis er styrktur af Topreiter og Lífland.
Lesa meira