Landslið Íslands á HM er nú fullskipað

24. júlí 2025

Landsliðið heldur utan á mánudaginn

Landslið Íslands fyrir Heimsmeistaramótið í Sviss er nú fullskipað og var það kynnt við hátíðlega athöfn í húsakynnum Icelandair Cargo að Flugvöllum í Hafnarfirði fyrr í mánuðinum. Breyting hefur þó orðið á áður kynntu landsliði þar sem Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Hulinn frá Breiðstöðum koma inn í A-landsliðshóp og breyting hefur orðið á hestakosti hjá þremur titilverjendum. Jóhanna Margrét Snorradóttir mætir með hryssuna Össu frá Miðhúsum, Sara Sigurbjörnsdóttir mætir með ríkjandi Þýskalandsmeistara í slaktaumatölti, Spuna frá Heesberg og Herdís Björg Jóhannsdóttir titilverjandi í ungmennaflokki mætir með Kormák frá Kvistum.

Einnig er nú ljóst að sjötta kynbótahrossið frá Íslandi er Ólga frá Lækjamóti sem kemur inn í flokk sex vetra og eldri hryssna.

 

Sjö knapar eru valdir í íþróttakeppni í flokki fullorðinna og fimm knapar í U21. Að auki verða sex hross frá Íslandi í kynbótasýningu á mótinu. Þá munu sex tililverjendur keppa fyrir hönd Íslands.

Mikill hugur er í liðsmönnum og teyminu öllu enda væntingar um góðan árangur á mótinu. Hestarnir fara með Icelandair Cargo 29.júlí og landsliðið flýgur út 28.júlí. Heimsmeistaramótið hefst þriðjudaginn 5. ágúst og stendur til 10. ágúst.

Hér að neðan má sjá endanlega hóp Íslands fyrir Heimsmeistaramótið í Sviss.


A-landslið skipa:

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, Hestamannafélagið Hörður

Hulinn frá Breiðstöðum – Slaktaumatölt og fjórgangur

Aðalheiður og Hulinn eru á sínu fyrsta keppnisári saman á hringvellinum og eru í mikilli sókn. Hæst hafa þau farið í 8.37 í slaktaumatölti (forkeppni) og 8.46 í úrslitum. Í fjórgangi hafa þau hæst farið í 7.50 í forkeppni og 7.87 í úrslitum.

 

Árni Björn Pálsson, Hestamannafélagið Fákur

Kastanía frá Kvistum – Tölt

Árni Björn og Kastanía hafa náð gríðarlega góðum árangri í tölti og hæst hlotið 8.87 í forkeppni. Þau urðu meðal annars Íslandsmeistarar í tölti árið 2024 þar sem þau hlutu 9.11 í úrslitum.

 

Daníel Gunnarsson, Hestamannafélagið Skagfirðingur

Kló frá Einhamri 2 - 250m og 100m skeið

Daníel hefur á undanförnum árum sýnt og sannað að hann er orðinn sérfræðingur og listaknapi í skeiðgreinum. Hann átti frábært ár á skeiðbrautinni með Kló frá Einhamri 2 og er þeirra besti tími 21.97 sekúndur í 250m skeiði.

 

Hans Þór Hilmarsson, Hestamannafélagið Geysir

Ölur frá Reykjavöllum – Fimmgangur, tölt og gæðingaskeið

Hans Þór og Ölur frá Reykjavöllum hafa gert það gott í fimmgangsgreinum og urðu meðal annars Íslandsmeistarar í fimmgangi á árinu 2024. Þeirra hæsta einkunn í fimmgangi í ár er 7,30.

 

Helga Una Björnsdóttir, Hestamannafélagið Þytur

Ósk frá Stað – Slaktaumatölt og fjórgangur

Helga Una og Ósk eru Íslandsmeistarar í slaktaumatölti en þær hafa hæst hlotið 8.40 í forkeppni og 8,63 í úrslitum á árinu. Þær hafa einnig náð góðum árangri í fjórgangi og hlotið þar hæst 7.33 í forkeppni á árinu.

 

Hinrik Bragason, Hestamannafélagið Fákur

Trú frá Árbakka – Gæðingaskeið

Hinrik og Trú frá Árbakka eru afar sigursælt par í gæðingaskeiði og sigruðu greinina meðal annars á Landsmóti 2024 með 8.75 í einkunn.

 

Sigursteinn Sumarliðason, Hestamannafélagið Sleipnir.

Krókus frá Dalbæ – 250m og 100m skeið

Sigursteinn og Krókus frá Dalbæ hafa verið sterkir í skeiðgreinum síðastliðin ár og urðu meðal annars Íslandsmeistarar í 250 m skeiði árið 2024. Í ár hafa þeir hlaupið hraðast á tímanum 21.92 sekúndur í 250m skeiði.


Ríkjandi heimsmeistarar:

 

Elvar Þormarsson, Hestamannafélagið Geysir

Djáknar frá Selfossi  - Fimmgangur

Elvar er tvöfaldur heimsmeistari frá því í Hollandi 2023 á Fjalladísi frá Fornusöndum, þar sem þau sigruðu gæðingaskeið og 250 m skeið. Í ár mætir Elvar með Djáknar frá Selfossi í fimmgang en þeir hafa hæst farið í 7,33 í fimmgangi (forkeppni).

 

Glódís Rún Sigurðardóttir, Hestamannafélagið Sleipnir

Snillingur frá Íbishóli – Fimmgangur

Glódís er ríkjandi heimsmeistari í fimmgangi ungmenna á Sölku frá Efri-Brú eftir frábæra frammistöðu í Hollandi. Nú mætir hún með Snilling frá Íbishóli í fimmgang en þau eiga hæst 7,53 í forkeppni á árinu.

 

Jóhanna Margrét Snorradóttir, Hestamannafélagið Máni

Assa frá Miðhúsum – Fjórgangur og tölt

Jóhanna Margrét og Bárður frá Melabergi voru einar skærustu stjörnur á HM í Hollandi og eru ríkjandi heimsmeistarar í tölti og samanlögðum fjórgangsgreinum. Nú mætir Jóhanna með Össu frá Miðhúsum sem Gústaf Ásgeir hefur náð gríðarlega góðum árangri á en Assa hefur hæst farið í 7,73 í fjórgangi (forkeppni) og 8,67 í úrslitum í tölti.

 

Sara Sigurbjörnsdóttir, Hestamannafélagið Geysir

Spuni vom Heesberg - Slaktaumatölt

Sara varð heimsmeistari í fimmgangi á HM í Hollandi 2023. Nú mætir hún með reynsluboltann Spuna vom Heesberg en hann er fjórfaldur Þýskur meistari í slaktaumatölti með knapa sínum Daniel Schulz.

 

Landslið U-21:

 

Kristján Árni Birgisson, hestamannafélagið Geysir

Krafla frá Syðri-Rauðalæk – 250m og 100m skeið

Kristján og Krafla eru Íslandsmeistarar í 100m skeiði ungmenna á tímanum 7.59 sekúndum. Þau hafa einnig náð góðum árangri í 250m skeiði og farið á 22.52 sekúndum.

 

Lilja Rún Sigurjónsdóttir, hestamannafélagið Fákur

Arion frá Miklholti - Slaktaumatölt

Lilja Rún og Arion hafa sýnt stórgóðar sýningar í slaktaumatölti á árinu. Hæst hafa þau farið í 7.47 í forkeppni og 7.75 í úrslitum.

 

Matthías Sigurðsson, hestamannafélagið Fákur.

Magnea frá Staðartungu - Gæðingaskeið

Matthías og Magnea hafa keppti í skeiðgreinum saman síðustu ár með góðum árangri og hæst hlotið í 7.54 í gæðingaskeiði í ár.

 

Védís Huld Sigurðardóttir, hestamannafélagið Sleipnir

Ísak frá Þjórsárbakka – Fjórgangur og tölt

Védís og Ísak hafa náð frábærum árangri saman síðastliðin ár og urðu Íslandsmeistarar í fjórgangi og tölti í ár þar sem þau hlutu 7.80 í fjórgangi og 8.0 í tölti.

 

Þórgunnur Þórarinsdóttir, hestamannafélagið Skagfirðingur

Djarfur frá Flatatungu – Fimmgangur, gæðingaskeið og tölt

Þórgunnur og Djarfur áttu frábærar sýningar í sumar og urðu meðal ananrs Íslandsmeistarar í samanlögðum fimmgangsgreinum ungmenna annað árið í röð.

 


Ríkjandi heimsmeistarar:

Herdís Björg Jóhannsdóttir, hestamannafélagið Sprettur

Kormákur frá Kvistum – Fjórgangur og tölt

Herdís Björg er heimsmeistari í tölti ungmenna frá síðasta Heimsmeistaramóti þar sem hún sýndi frábærar sýningar á Kvarða frá Pulu. Í ár mætir hún með nýjan hest, Kormák frá Kvistum sem hefur gert það gott á keppnisvellinum með Jóhönnu Margréti. 

 

Jón Ársæll Bergmann, hestamannafélagið Geysir

Harpa frá Höskuldsstöðum – Fimmgangur

Jón Ársæll er heimsmeistari í fjórgangi ungmenna og samanlögðum fjórgangsgreinum frá síðasta Heimsmeistaramóti. Nú mætir hann með Hörpu frá Höskuldsstöðum en þau sigruðu fimmgang á Landsmóti árið 2024 og eru Íslandsmeistarar í fimmgangi en þau hafa hæst hlotið 7.50 í forkeppni á árinu.

 


Kynbótahross

7 vetra og eldri - Hryssa:

Eind frá Grafarkoti IS2015255410
F: Kiljan frá Steinnesi
M: Kara frá Grafarkoti
Sköpulag 8,37
Hæfileikar 8,85
Aðaleinkunn 8,69
Knapi Bjarni Jónasson
Eigendur: Bjarni Jónasson & Anja Egger-Meier
Ræktandi: Herdís Einarsdóttir 

 

7 vetra og eldri - Hestur:

Hljómur frá Auðstholtshjáleigu IS2018187052
F: Organisti frá Horni
M: Tíbrá frá Auðsholtshjáleigu
Sköpulag 8,76
Hæfileikar 8,78
Aðaleinkunn 8,77
Knapi Árni Björn Pálsson
Eigandi: Stutteri Egebjerggård I/S
Ræktendur: Kristbjörg Eyvindsdóttir og Gunnar Arnarson 

 

6 vetra og eldri - Hryssa:

Ólga frá Lækjamóti S2019255117
F: Spaði frá Stuðlum
M: Ísey frá Lækjamóti
Sköpulag 8,05
Hæfileikar 8,65
Aðaleinkunn 8,44
Knapi Benjamín Sandur Ingólfsson
Eigandi: Stephanie Brassel
Ræktendur: Ísólfur Líndal Þórisson og Vigdís Gunnarsdóttir

 

6 vetra og eldri - Hestur:

Drangur frá Ketilsstöðum IS2019176182
F: Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum
M: Tíbrá frá Ketilsstöðum
Sköpulag 8,56
Hæfileikar 8,58
Aðaleinkunn 8,57
Knapi: Viðar Ingólfsson
Eigandi: Bergur Jónsson
Ræktandi: Bergur Jónsson

 

5 vetra og eldri - Hryssa:

Óskastund frá Steinnesi IS2020256298
F: Adrían frá Garðshorni á Þelamörk
M: Óskadís frá Steinnesi
Sköpulag 8,29
Hæfileikar 8,85
Aðaleinkunn 8,65
Knapi: Árni Björn Pálsson
Eigendur: Anja Egger-Meier & Kronshof Gbr
Ræktandi: Magnús Jósefsson

 

6 vetra og eldri - Hestur:

Sörli frá Lyngási IS2020157382
F: Pensill frá Hvolsvelli
M: Athöfn frá Stykkishólmi
Sköpulag 8,37
Hæfileikar 8,34
Aðaleinkunn 8,35
Knapi: Agnar Þór Magnússon
Eigendur: Lárus Ástmar Hannesson og Lyngás HS ehf
Ræktandi: Lárus Ástmar Hannesson

 


Fréttasafn

20. júlí 2025
Úrslit á glæsilegu Íslandsmóti barna og unglinga.
20. júlí 2025
Laugardagur á Íslandsmóti barna og unglinga hófst á keppni í unglinga- og barnaflokki í gæðingakeppni. Þetta voru síðustu greinar í forkeppni mótsins og seinnipartinn fóru fram B-úrslit í öllum flokkum.
19. júlí 2025
Fyrsti Íslandsmeistarinn krýndur á Íslandsmóti barna og unglinga
18. júlí 2025
Nú stendur yfir Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Hafnarfirði
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 16. júlí 2025
Íslandsmót barna- og unglinga 2025
15. júlí 2025
Deild hrossabænda innan Bændasamtaka Íslands hefur nú birt endanlegan lista yfir þau kynbótahross sem munu mæta fyrir Íslands hönd á kynbótasýningu á HM.
14. júlí 2025
Konráð Valur Sveinsson og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk slóu fyrra heimsmet um 0,01 sek.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 9. júlí 2025
Þá hefur landslið Íslands fyrir HM í Sviss verið tilkynnt, en það var gert við hátíðlega athöfn í húsakynnum Icelandair Cargo að Flugvöllum í Hafnarfirði. Eiðfaxi Tv var með beina útsendingu og hægt verður að horfa á viðburðinn á vefnum hjá þeirra.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 8. júlí 2025
Landslið Íslands í hestaíþróttum verður kynnt á morgun kl 15:00 og verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á EiðfaxaTv Að venju ríkir mikil eftirvænting og hafa Landsliðsþjálfaranir lagt mikla vinnu í að setja saman liðin, um helgina fór svo fram dýralæknaskoðun, auk þess sem knaparnir mátuðu keppnis og æfingafatnað. Allur fatnaður knapa og teymis er styrktur af Topreiter og Lífland.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 8. júlí 2025
Í síðustu viku og um helgina fór fram dýralæknaskoðun á þeim hestum og knöpum sem taldir eru líklegastir til að skipa lið Íslands á heimsmeistaramótinu í Sviss.  Nokkuð margir voru kallaðir í skoðun og mátti greinilega skynja eftirvæntingu og spennu. Liðið verður tilkynnt miðvikudaginn 9. júlí, EiðfaxiTv verður með beina útsendingu frá viðburðinum.
Lesa meira