Dagskrá kynbótahrossa á HM

4. ágúst 2025

Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.

Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið (þriðjudag) á kynbótadómum. Fyrsta hross í braut á mótinu eru fulltrúar Íslands, Óskastund frá Steinnesi og knapi hennar Árni Björn Pálsson. Óskastund er fimm vetra undan Óskadís frá Steinnesi og Adrían frá Garðshorni á Þelamörk. Hún var sýnd í vor af Árna þar sem hún hlaut 8.85 fyrir hæfileika og 8.65 í aðaleinkunn.


Í flokki fimm vetra stóðhesta er Sörli frá Lyngási og sýnandi Agnar Þór Magnússon. Sörli er fimm vetra undan Athöfn frá Stykkishólmi og Pensli frá Hvolsvelli. Sörli var sýndur í vor af Agnari þar sem hann hlaut 8.34 fyrir hæfileika og 8.35 í aðaleinkunn. 


Þar á eftir er flokkur sex vetra hryssna og þar mæta Ólga frá Lækjamóti og Benjamín Sandur Ingólfsson. Ólga er undan Ísey frá Lækjamóti og Spaða frá Stuðlum. Ólga var sýnd í vor þar sem hún hlaut 8.65 fyrir hæfileika og 8.44 í aðaleinkunn.


Þá er það Drangur frá Ketilsstöðum og Viðar Ingólfsson. Drangur er undan Tíbrá frá Ketilsstöðum og Álfakletti frá Syðri-Gegnishólum. Hann var sýndur í vor af ræktanda sínum Bergi Jónssyni þar sem hann hlaut 8.58 fyrir hæfileika og 8.57 í aðaleinkunn.


Í flokki 7 vetra og eldri hryssna fáum við að sjá Eind frá Grafarkoti, sýnda af Bjarna Jónassyni. Eind er undan Köru frá Garðakoti og Kiljan frá Steinnesi. Hún var sýnd í vor af Bjarna þar sem hún hlaut 8.85 fyrir hæfileika og 8.68 í aðaleinkunn. Þá eru það Hljómur frá Auðsholtshjáleigu & Árni Björn Pálsson. Hljómur er undan Tíbrá frá Auðsholtshjáleigu og Organista frá Horni en hann var sýndur í vor þar sem hann hlaut 8.78 fyrir hæfileika og 8.77 í aðaleinkunn. 


Dagskrá okkar keppenda á kynbótabrautinni:

8:00 Óskastund frá Steinnesi & Árni Björn Pálsson

9:00 Sörli frá Lyngási & Agnar Þór Magnússon

10:15 Ólga frá Lækjamóti & Benjamín Sandur Ingólfsson

10:45 Drangur frá Ketilsstöðum & Viðar Ingólfsson

12:10 Eind frá Grafarkoti & Bjarni Jónasson

13:55 Hljómur frá Auðsholtshjáleigu & Árni Björn Pálsson


Gæðingaskeið fer fram að loknum kynbótadómum eða klukkan 15:45.



Fréttasafn

Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 29. júlí 2025
Flutningskeðjan til Sviss - vant fólk í hverju rúmi
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 28. júlí 2025
Breyting á landsliðshópnum - Þórarinn Ragnarsson & Herkúles frá Vesturkoti koma inn
24. júlí 2025
Landsliðið heldur utan á mánudaginn
20. júlí 2025
Úrslit á glæsilegu Íslandsmóti barna og unglinga.
20. júlí 2025
Laugardagur á Íslandsmóti barna og unglinga hófst á keppni í unglinga- og barnaflokki í gæðingakeppni. Þetta voru síðustu greinar í forkeppni mótsins og seinnipartinn fóru fram B-úrslit í öllum flokkum.
19. júlí 2025
Fyrsti Íslandsmeistarinn krýndur á Íslandsmóti barna og unglinga
18. júlí 2025
Nú stendur yfir Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Hafnarfirði
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 16. júlí 2025
Íslandsmót barna- og unglinga 2025
Lesa meira