Dagskrá kynbótahrossa á HM
Heimsmeistaramót íslenska hestsins hefst með formlegum hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Heimsmeistaramót íslenska hestsins hefst með formlegum hætti í fyrramálið (þriðjudag) á kynbótadómum. Fyrsta hross í braut á mótinu eru fulltrúar Íslands, Óskastund frá Steinnesi og knapi hennar Árni Björn Pálsson. Óskastund er fimm vetra undan Óskadís frá Steinnesi og Adrían frá Garðshorni á Þelamörk. Hún var sýnd í vor af Árna þar sem hún hlaut 8.85 fyrir hæfileika og 8.65 í aðaleinkunn.
Í flokki fimm vetra stóðhesta er Sörli frá Lyngási og sýnandi Agnar Þór Magnússon. Sörli er fimm vetra undan Athöfn frá Stykkishólmi og Pensli frá Hvolsvelli. Sörli var sýndur í vor af Agnari þar sem hann hlaut 8.34 fyrir hæfileika og 8.35 í aðaleinkunn.
Þar á eftir er flokkur sex vetra hryssna og þar mæta Ólga frá Lækjamóti og Benjamín Sandur Ingólfsson. Ólga er undan Ísey frá Lækjamóti og Spaða frá Stuðlum. Ólga var sýnd í vor þar sem hún hlaut 8.65 fyrir hæfileika og 8.44 í aðaleinkunn.
Þá er það Drangur frá Ketilsstöðum og Viðar Ingólfsson. Drangur er undan Tíbrá frá Ketilsstöðum og Álfakletti frá Syðri-Gegnishólum. Hann var sýndur í vor af ræktanda sínum Bergi Jónssyni þar sem hann hlaut 8.58 fyrir hæfileika og 8.57 í aðaleinkunn.
Í flokki 7 vetra og eldri hryssna fáum við að sjá Eind frá Grafarkoti, sýnda af Bjarna Jónassyni. Eind er undan Köru frá Garðakoti og Kiljan frá Steinnesi. Hún var sýnd í vor af Bjarna þar sem hún hlaut 8.85 fyrir hæfileika og 8.68 í aðaleinkunn. Þá eru það Hljómur frá Auðsholtshjáleigu & Árni Björn Pálsson. Hljómur er undan Tíbrá frá Auðsholtshjáleigu og Organista frá Horni en hann var sýndur í vor þar sem hann hlaut 8.78 fyrir hæfileika og 8.77 í aðaleinkunn.
Dagskrá okkar keppenda á kynbótabrautinni:
8:00 Óskastund frá Steinnesi & Árni Björn Pálsson
9:00 Sörli frá Lyngási & Agnar Þór Magnússon
10:15 Ólga frá Lækjamóti & Benjamín Sandur Ingólfsson
10:45 Drangur frá Ketilsstöðum & Viðar Ingólfsson
12:10 Eind frá Grafarkoti & Bjarni Jónasson
13:55 Hljómur frá Auðsholtshjáleigu & Árni Björn Pálsson
Gæðingaskeið fer fram að loknum kynbótadómum eða klukkan 15:45.
Fréttasafn







