Dómur í máli Jóhanns R. Skúlasonar gegn LH

8. apríl 2024

Með dómi Áfrýjunardómsstóls ÍSÍ þann 5. apríl 2024 komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að stjórn og landsliðsnefnd LH hafi verið óheimilt að vísa landsliðsmanninum Jóhanni Rúnari Skúlasyni ótímabundið úr landsliðshópi Íslands, þann 31. október 2021. Niðurstaða dómstólsins byggir á þeirri forsendu að brottvísunin hafi ekki verið heimil á grundvelli þeirrar lagagreinar íþróttalaga og laga ÍSÍ sem vísað var til í yfirlýsingu stjórnar og landsliðsnefndar sama dag.

Í dóminum segir meðal annars:

„Í þeirri niðurstöðu felst hvorki að áfrýjandi hafi átt rétt á sæti í landsliðhópi Íslands í hestaíþróttum á þeim tíma sem umþrætt ákvörðun var tekin, né heldur að hann eigi slíkan rétt til framtíðar, enda val á þeim hópi háð ákvörðun viðeigandi aðila hverju sinni, heldur eingöngu að ekki hafi verið lagagrundvöllur til ákvörðunar sem ber með sér að vera ótímabundin um að útiloka áfrýjanda til framtíðar fyrirfram frá því að eiga möguleika á að vera valinn.“

Í kjölfar dómsins telur stjórn mikilvægt að koma eftirfarandi á framfæri:

Við brottvísun Jóhanns Rúnars Skúlasonar úr landsliðshópi Íslands þann 31. október 2021 var horft til umræddrar lagagreinar íþróttalaga og laga ÍSÍ sem vísað er til í dómnum en ekki einvörðungu.

Í upphaflegri yfirlýsingu stjórnar og landsliðsnefndar segir til að mynda: „Stjórn LH telur óverjandi að þeir sem hafi gerst sekir um og eða hlotið refsidóm fyrir alvarlegt kynferðisbrot séu í landsliðshópnum og komi fram sem fulltrúar LH fyrir Íslands hönd, hvort sem er hér á landi eða á erlendri grundu. Er slíkt til þess fallið að skaða ímynd LH, landsins og hestaíþróttarinnar í heild, einnig er það andstætt þeim gildum sem LH stendur fyrir, en sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi.“

Því hefur ekki verið haldið fram af hálfu stjórnar eða landsliðsnefndar að umrædd brotvikning sé varanleg eða óendurskoðanleg þrátt fyrir að umrædd lagagrein sem stjórn horfði m.a. til við ákvörðun sína feli slíkt í sér og Dómstóll ÍSÍ hefur nú skorið úr um að sé ekki heimilt að styðjast við í tilfelli landsliðsknapa.

Dómurinn sker úr um að vald til að velja knapa í landslið er á hendi landsliðsþjálfara og landsliðsnefndar hverju sinni en ekki dómstóla Íþróttasambandsins eins og segir í dómnum. Dómurinn fellst þannig einnig á að þeim sem falið er að velja þátttakendur hafi verulegt svigrúm til þess enda myndi inngrip dómstóla hafa í för með sér ófyrirséðar afleiðingar fyrir íþróttahreyfinguna.

Fréttasafn

6. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
Lesa meira