Enn tækifæri til að sækja um Youth Cup

22. apríl 2024

 

Hinn geysivinsæli viðburður FEIF Youth Cup 2024 fer að þessu sinni fram í Sviss dagana 13. til 20. júlí. Viðburðurinn fyrir knapa á aldrinum 14-17 ára sem vilja öðlast keppnisreynslu á erlendri grundu. Þetta er einnig frábært tækifæri til kynnast ungum og efnilegum knöpum frá öðrum löndum. Áhersla FEIF Youth Cup er á teymisvinnu, íþróttamennsku, bætta reiðfærni og vináttu þvert á menningu.

Hinni Sig reiðkennari og afreksstjóri LH fór á fyrsta Youth Cup mótið sem haldið var í Lúxemburg árið 1995. Hann segir svo frá sinni reynslu:

,,Ég var 13 ára gamall á þeim tíma, að klára barnaflokk og var að stíga mín fyrstu skref inn í það sem síðar varð að skemmtilegum ferli sem atvinnuknapi, reiðkennari og þjálfari.

Í minningunni var þetta risastórt skref að fara og keppa á erlendri grundu með hópi knapa frá Íslandi.

Nú eru 29 ár síðan og ég man þessa viku ennþá mjög skýrt, og það sem eftir situr í minningu minni er hversu ótrúlega lærdómsríkt og skemmtilegt var að hafa farið þessa ferð.

Við fengum lánshesta að keppa á, góða hesta og hópurinn náði frábærum árangri í greinum mótsins á sama tíma og við kynntumst fjölda fólks í kringum þetta allt saman.

Á undirbúningsvikunni voru reiðkennarar að þjálfa hópana, þarna voru það Walter Feldmann, Johannes Hoyos og Reynir Aðalsteinsson sem allir voru stórstjörnur í hestamennskunni og hafa orðið einskonar goðsagnir í hestamennsku á íslenskum hestum.

Ég kynntist þarna krökkum á mínum aldri frá ýmsum löndum, og ég get í fullri alvöru sagt að mikið af þessu fólki er á fullu í greininni í dag og eru enn í tengslaneti mínu nú tæpum 30 árum síðar ýmist sem vinir, kollegar eða samstarfsaðilar í félagsmálastörfunum. Ég hitti þetta fólk á öllum stórmótum, á samskipti við það í félagsmálunum og kennslu og svo má lengi telja.

Félagsskapurinn, diskótekin, æfingar og keppnin var alveg ótrúlega skemmtilegt og ég man að ég svaf í heilan dag þegar ég kom heim því ákafinn í vikunni var slíkur.

Ég vil því meina að þessi fyrstu skref inn í alþjóðlega þátttöku hafi í raun verið upphafið að mörgu sem ég bý að enn þann dag í dag og mæli eindregið með því fyrir alla áhugasama unglinga að reyna að fá að upplifa þetta!

Framlengdur frestur er til 24. apríl.

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira