Hádegisfyrirlestur - þróun kappreiða
Útbreiðslu og nýliðunarnefnd stendur fyrir hádegisfyrirlestrum sem munu fara fram á Teams um ýmislegt áhugavert og fræðandi í tenglsum við hestamennsku. Fyrirlestrarnir eru stuttir eða um 30 -45 mínútur. Gefinn er kostur á spurningum á þeim loknum. Aðgangur er ókeypis.
Fyrsti fyrirlesturinn fer fram mándaginn 6. maí kl 12:00 mun fjalla um þróun kappreiða hér á landi, Sigurbjörn Bárðarson mun flytja erindið enda fáir sem hafa jafn mikla reynslu og þekkingu á greininni eins og hann.
Tengill á fyrirlesturinn verður birtur á facebook síðu LH www.lhhestar.is/lhhestar að morgni mánudags.
Aðrir væntanlegir fyrirlestrar eru:
Hestaljósmyndun með Gígju Einars
Undirbúningur hestaferða með Hermanni Árnasyni
Trec þjálfun og keppni með Önnu Sonju Ágústsdóttur
Hestanudd með Merle Storm
Fréttasafn






Styrktaraðilar







