Landsliðsdagur U21 og hæfileikamótunar

Jónína Sif Eyþórsdóttir • 30. apríl 2024

Á laugardaginn fór fram virkilega spennandi og skemmtilegur dagur hjá U21-landsliðshópi og Hæfileikamótun LH. Veg og vanda að skipulagningu dagsins áttu landsliðsnefnd auk Sigvalda Lárusar Guðmundssonar yfirþjálfara hæfileikamótunar og Heklu Katharínu Kristinsdóttur landsliðsþjálfara U21. Þátttakendur hittust í Hestamiðstöðinni Dal þar sem vel var tekið á móti þeim. Segja má að dagurinn hafi verið lokapunkturinn í starfi vetrarins og mikilvægt innlegg fyrir komandi keppnistímabil. Þarna voru saman komnir um 50 afreksknapar framtíðarinnar og það er ljóst að með þessum glæsilega hópi er framtíðin björt í hestaíþróttum.

Dagurinn byrjaði á frábærum fyrirlestri Margrétar Láru Viðarsdóttur sálfræðingi og fyrrum landsliðskonu í knattspyrnu. Hún fjallaði um andlegan styrk, sjálfstraust og hugrekki og leiðir til að takast á við frammistöðukvíða og óttann við að mistakast. Einnig talaði hún um umtal og öfund sem oft fylgir velgengni. Á eftir henni kom Anna Steinsen frá Kvan og stýrði hún léttu hópefli í reiðhöllinni sem hristi hópinn saman. Þar naut hópurinn sín í allskyns leikjum og verkefnum.

Kiddi Skúla, formaður landsliðsnefndar var svo búinn að leggja drög að góðum hádegismat og Jonni kokkur grillaði fyrir hópinn, færum við þeim bestu þakkir fyrir. Á meðan þau nutu matarins fór fram spennandi spurningakeppni um ýmislegt hestatengt.

Eftir hádegi tók Glódís Rún Sigurðardóttir, heimsmeistari í fimmgangi ungmenna við, en hún fór yfir þjálfunarferli vetrarins á hinum sigursæla Breka frá Austurási. Þau Breki tóku þátt í fjölmörgum greinum í meistaradeildinni í vetur og stóðu ofarlega í þeim öllum. Auk þess sem Glódís Rún Sigurðardóttir fjallaði um leið sína á HM, þær áskoranir sem hafa orðið á veginum og hvernig hún stóð uppi sem heimsmeistari í fimmgangi ungmenna.

Sara Sigurbjörnsdóttir, ríkjandi heimsmeistari í fimmgangi, hélt sýnikennslu með keppnishesti sínum Vísi frá Tvennu. Hún fór yfir þjálfunarstund með Vísi og fjallaði um reynslu sína af Heimsmeistaramótinu síðastliðið sumar og undirbúning hennar og Flóka frá Oddhóli fyrir stóru stundina í Hollandi. Að lokum hélt Sigurbjörn Bárðarson A-landsliðsþjálfari og sigursælasti knapi Íslandssögunnar sýnikennslu með hesti sínum Nagla frá Flagbjarnarholti. Hann fór um víðan völl í sinni umfjöllun og lagði áherslu á einfaldleikann í þjálfun og mikilvægi þess að það væri skilningur milli knapa og hests. Heilt yfir var þetta virkilega fræðandi og skemmtilegur dagur og mikilvægt innlegg inn í þjálfunina hjá þessum efnilegu knöpum.

Við ræddum við Kristinn Skúlason formann landsliðsnefndar um hæfileikamótunina og afreksstefnu LH: „Hæfileikamótun LH hefur verið starfrækt síðan 2020 og er markmiðið með henni að byggja enn frekar undir árangur í hestaíþróttum og undirbúa efnileg knapa fyrir þjálfun og keppni á hæsta stigi. Nú þegar erum við farinn að sjá árangurinn sem þetta verkefni er að skila.“ segir Kiddi og bættir við „Það var frábært að geta átt svona dag með hópnum og við erum mjög þakklát fyrir þær góðu móttökur sem við fegnum hjá Hestamiðstöðinni Dal, þar var öll aðstaða til fyrirmyndar fyrir kennsludag af þessu tagi. Fyrirlesararnir sem komu voru einnig frábærir og svo er ofboðslega dýrmætt hversu viljugir landsliðsknaparnir okkar eru til að koma og gefa af sér á degi sem þessum. Þeir eru miklar fyrirmyndir og það er frábært að sjá þá leggja sitt af mörkum til að undirbúa næstu kynslóð hugsanlegra landsliðsknapa. Það var einnig mjög gaman sjá Glódís Rún sem er nú á sínu fyrsta ári sem fullorðin koma og miðlað reynslu sinni og þekkingu en hún er ein af þeim sem hafa verið virk í starfi U21.“

 

„Framundan er Norðurlandamót í hestaíþróttum og dagur sem þessi er mikilvægur til að þjappa hópum saman og mynda samfellu í starfinu. Á næsta ári er svo heimsmeistara mót í Sviss og mikilvægt að þau sem setja stefnuna á þessi mót hugi vel að undirbúningi. Með afrekstefnu LH myndast dýrmæt tengsl milli hæfileikamótunar, U21 og A-landsliðsins enda er það ein af forsendum árangurs að þessir þættir vinni vel saman.“

Fréttasafn

Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 30. apríl 2025
Dagur Íslenska hestsins er á morgun, 1. maí. Hestamannafélög hérlendis sem og erlendis munu í tilefni af deginum bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Við hverjum áhugasama til að kynna sér viðburði á sínu heimasvæði.  Þá verður einnig spennandi dagskrá í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum:
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 29. apríl 2025
Í gær mánudaginn 28. apríl fór fram stefnumótunarfundur Landssambands hestamannafélaga. Stjórn boðaði fundinn og voru fulltrúar hestamannafélaganna hvattir til að mæta á staðinn eða vera með á Teams. Markmið fundarins var að skapa sameiginlega framtíðarsýn fyrir samband allra hestamanna og var því ákaflega gleðilegt að sjá hversu margir tóku frá tíma til að vera með okkur í þessari vinnu en um 30 manns mættu á staðinn og 50 tóku þátt í fjarfundi. Petra Björk Mogensen stýrði fundinum ásamt Lindu Björk Gunnlaugsdóttur. Þær fengu svo dygga aðstoð frá þeim Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur og Anna Kristín Kristinsdóttir sem tóku saman niðurstöður fundarins.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 28. apríl 2025
Á 77. Íþróttaþingi ÍSÍ, sem fram fer dagana 16. og 17. maí nk. á Hótel Natura, verður kosið um forseta ÍSÍ til fjögurra ára og um sjö meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, til fjögurra ára. Skilafrestur framboða rann út föstudaginn 25. apríl sl. kl. 16:00. Til kjörnefndar bárust fimm framboð til embættis forseta ÍSÍ og níu framboð til setu í framkvæmdastjórn ÍSÍ.  Kjörnefnd ÍSÍ hefur úrskurðað öll innsend framboð gild.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 27. apríl 2025
Nú er rétt rúm vika síðan hinn glæsilegi viðburður Allra sterkustu fór fram. Mikil stemning myndaðist að venju enda glæsilegar sýningar, keppni, happadrætti og stóðhestavelta í gangi. Á kvöldum sem þessum er dásamlegt að hafa fullt hús af áhorfendum og var það rauninn þann 19. apríl. Hinsvegar komust ekki allir sem vildu á sýninguna og því gleður það að tilkynna að Eiðfaxi tók upp herlegheitin og verður hægt að horfa á alla sýninguna á streymisveitunni þeirra frá og með miðri næstu viku.
Eftir Berglind Karlsdóttir 24. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir samstarfssamning milli Topreiter og Landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Samningurinn gildir fram yfir Heimsmeistaramót 2027.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Hægt er að sækja vinningana á Skrifstofu LH Engjavegi 6 í Laugardal frá og með mánudeginum 28. apríl gegn framvísun happdrættismiðans.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og Líflands.
Eftir Hinrik Sigurðsson 23. apríl 2025
Ákveðið hefur verið að framlengja skráningafresti fyrir fyrsta Íslandsmótið í gæðingalist sem verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti dagana 29.apríl – 1.maí 2025. Skráningafrestur er til miðnættis miðvikudaginn 23.apríl.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Kæru hestamenn, takk kærlega fyrir samveruna og samvinnuna í kringum ALLRA STERKUSTU. Viðburðurinn heppnaðist vel og skiptir það sköpum fyrir landsliðin að finna þenna mikla áhuga og stuðning úr greininni. Viðburður eins og þessi gerist ekki að sjáflum sér. Að baki honum standa óteljandi klukkustundir sem sjálfboðaliðar hafa ljáð verkefninu, fullt af fyrirtækjum hafa lagt til fjármuni eða aðföng og stóðhestaeigendur sem hafa gefið tolla í stóðhestaveltuna. Þá hefur stjórn, skrifstofa, landsliðsnefnd, framkvæmdanefnd, landsliðsþjálfarar og landsliðsknaparnir sjálfir lagt dag við nótt að undirbúa og framkvæma þennan glæsilega viðburð.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Ný stikuð leið frá Dalakofa í Landmannahelli. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti Hestamannafélaginu Geysi styrk á síðasta ári til að stika svokallaðan Dalastíg. Leiðin þykir gífurlega falleg en er bæði brött og villugjörn og því miklar úrbætur að fá leiðina betur merkta og skráða.
Lesa meira

Styrktaraðilar