Gerum betur, hjálpumst að!

6. maí 2024

Nú er mótahaldið komið á fullt og heilmikið framundan á Landsmótsári.

Mótahaldið fer fram eftir lögum og reglum LH og Feif og allir sem að mótahaldinu koma, mótshaldarar, keppendur, dómarar og starfsfólk móta vinna undir lögum og reglum ásamt siðareglum LH.

Á borð skrifstofu berast upplýsingar um flest þau mál sem upp kunna að koma í mótahaldinu og er þeim safnað saman til gagns og lærdóms fyrir okkur inn í mótahaldið til framtíðar.

Dómarar mótanna eru starfsmenn sem hafa farið í gegnum námskeið til sinna réttinda, endurmenntun, upprifjunarnámskeið, skrifa undir siðareglur og skila inn upplýsingum úr sakaskrá til þess að hafa réttindi til þess að dæma mót. Þeirra hlutverk er að tryggja að framgangur mótsins sé reglum samkvæmt og dæma keppni mótsins í öllum greinum.

Dómarahópurinn er metnaðarfullt fólk sem leggur sig fram við að vanda til verka og hefur mikinn áhuga á störfum sínum, því er miklvægt að keppendur og aðstandendur þeirra virði störf þessa fólks.

Fyrir kemur að dæma þarf keppendur úr leik, til dæmis ef hestur reynist vera með áverka eftir sýningu, og er alltaf leitt þegar knapi og hestur lenda í slíku en óhöpp geta orðið og í anda hestavelferðar eru skýrar reglur um það að slíkt leiði til þess að parið hljóti ekki einkunn. Keppendur og aðstandendur þeirra eru ekki alltaf sáttir við dómara þegar slíkt gerist og hleypur stundum kapp í kinn.

Við viljum brýna fyrir keppendum og aðstandendum þeirra á að sýna dómurum og starfsmönnum móta virðingu og gæta kurteisi í samskiptum.

Hjálpumst að við að bæta menninguna í mótahaldinu og megi keppnissumarið verða farsælt og skemmtilegt.

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira