Eik og Kristín Rut Íslandsmeistarar í gæðingatölti

20. júlí 2025

Laugardagur á Íslandsmóti barna og unglinga hófst á keppni í unglinga- og barnaflokki í gæðingakeppni. Þetta voru síðustu greinar í forkeppni mótsins og seinnipartinn fóru fram B-úrslit í öllum flokkum.

Efst í barnaflokki eru sigurvegarar síðast Landsmóts, Viktoría Huld Hannesdóttir á Þin frá Enni með einkunnina 8,76 en hún er einnig í öðru sæti á Steinari frá Stíghúsi með 8,62. Þriðja inn í A úrslit er Svala Björk Hlynsdóttir á Eindísi frá Auðsholtshjáleigu með 8,50 í einkunn. Í unglingaflokki er það Ída Mekkín Hlynsdóttir sem leiðir á Ísafold frá Kirkjubæ og einkunnina 8,67. Rétt á eftir henni eru þau Eik Elvarsdóttir og Valur frá Stangarlæk 1 með 8,65 í einkunn og Dagur Sigurðsson með Lér frá Stóra-Hofi og einkunnina 8,61.


Eik Elvarsdóttir og Valur frá Stangarlæk 1 eru Íslandsmeistarar í gæðingatölti unglinga með einkunnina 8,77. Í öðru sæti varð Elva Rún Jónsdóttir á Hraunari frá Vorsabæ II með 8,69 í einkunn og í því þriðja Kristín Eir Hauksdóttir Holaker á Þokka frá Skáney með 8,62 í einkunn.


Kristín Rut Jónsdóttir er Íslandsmeistari í gæðingatölti í barnaflokki með Straum frá Hofsstöðum, Garðabæ en þau unnu með 8,78 í einkunn. Viktoría Huld Hannesdóttir og Þinur frá Enni urðu í öðru sæti með 8,64 í einkunn og í því þriðja varð Valdís Mist Eyjólfsdóttir á Hnotu frá Þingnesi með 8,60 í einkunn. 


B-úrslit í fjórgangi fóru fram seinnipartinn þar sem Elimar Elvarsson varð efstur í unglingaflokki með Sölku frá Hólateigi en þau hlutu einkunnina 6,87. Í barnaflokki varð Oliver Sírén Matthíasson efstur með Gróu frá Þjóðólfshaga 1 með 6,43 í einkunn. Í B-úrslitum í fimmgangi varð efst Ísabella Helga Játvarðsdóttir með Lávarð frá Ekru en þau hlutu einkunnina 6,40.


Efst í B-úrslitum í slaktaumatölti, unglingaflokki varð Erla Rán Róbertsdóttir með Gletting frá Skipaskaga en þau hlutu einkunnina 6,83. Í B-úrslitum í tölti T3 barnaflokki urðu efstar þær Helga Rún Sigurðardóttir og Drottning frá Íbishóli með 6,50 í einkunn og tölt T1 í unglingaflokki urðu efstir Anton Óskar Ólafsson og Fengsæll frá Jórvík með einkunnina 6,83. 


Greta Berglind Jakobsdóttir varð efst í sterkum B-úrslitum í unglingaflokki en hún og Hágangur frá Miðfelli 2 hlutu 8,60 í einkunn. Í barnaflokki varð efst Gabríela Máney Gunnarsdóttir með Bjart frá Hlemmiskeiði 3 en þau hlutu 8,72 í einkunn! 


Það stefnir í góðan sunnudag á glæsilegu svæði hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði þar sem A-úrslit fara fram.



Fréttasafn

20. júlí 2025
Úrslit á glæsilegu Íslandsmóti barna og unglinga.
19. júlí 2025
Fyrsti Íslandsmeistarinn krýndur á Íslandsmóti barna og unglinga
18. júlí 2025
Nú stendur yfir Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Hafnarfirði
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 16. júlí 2025
Íslandsmót barna- og unglinga 2025
15. júlí 2025
Deild hrossabænda innan Bændasamtaka Íslands hefur nú birt endanlegan lista yfir þau kynbótahross sem munu mæta fyrir Íslands hönd á kynbótasýningu á HM.
14. júlí 2025
Konráð Valur Sveinsson og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk slóu fyrra heimsmet um 0,01 sek.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 9. júlí 2025
Þá hefur landslið Íslands fyrir HM í Sviss verið tilkynnt, en það var gert við hátíðlega athöfn í húsakynnum Icelandair Cargo að Flugvöllum í Hafnarfirði. Eiðfaxi Tv var með beina útsendingu og hægt verður að horfa á viðburðinn á vefnum hjá þeirra.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 8. júlí 2025
Landslið Íslands í hestaíþróttum verður kynnt á morgun kl 15:00 og verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á EiðfaxaTv Að venju ríkir mikil eftirvænting og hafa Landsliðsþjálfaranir lagt mikla vinnu í að setja saman liðin, um helgina fór svo fram dýralæknaskoðun, auk þess sem knaparnir mátuðu keppnis og æfingafatnað. Allur fatnaður knapa og teymis er styrktur af Topreiter og Lífland.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 8. júlí 2025
Í síðustu viku og um helgina fór fram dýralæknaskoðun á þeim hestum og knöpum sem taldir eru líklegastir til að skipa lið Íslands á heimsmeistaramótinu í Sviss.  Nokkuð margir voru kallaðir í skoðun og mátti greinilega skynja eftirvæntingu og spennu. Liðið verður tilkynnt miðvikudaginn 9. júlí, EiðfaxiTv verður með beina útsendingu frá viðburðinum.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 7. júlí 2025
Sumarið er tíminn segja margir en í hestamennskunni er veturinn, vorið og haustið líka tíminn. Allar árstíðir hafa sinn sjarma þegar kemur að hestum hvort sem maður er áhugamaður, atvinnumaður, ræktandi, í tamningum eða útreiðum. Við eigum það eitt sameiginlegt að elska að vera með okkar frábæra íslenska hesti í alls konar veðri og aðstæðum og allt hefur sinn sjarma.
Lesa meira