Eik og Kristín Rut Íslandsmeistarar í gæðingatölti

20. júlí 2025

Laugardagur á Íslandsmóti barna og unglinga hófst á keppni í unglinga- og barnaflokki í gæðingakeppni. Þetta voru síðustu greinar í forkeppni mótsins og seinnipartinn fóru fram B-úrslit í öllum flokkum.

Efst í barnaflokki eru sigurvegarar síðast Landsmóts, Viktoría Huld Hannesdóttir á Þin frá Enni með einkunnina 8,76 en hún er einnig í öðru sæti á Steinari frá Stíghúsi með 8,62. Þriðja inn í A úrslit er Svala Björk Hlynsdóttir á Eindísi frá Auðsholtshjáleigu með 8,50 í einkunn. Í unglingaflokki er það Ída Mekkín Hlynsdóttir sem leiðir á Ísafold frá Kirkjubæ og einkunnina 8,67. Rétt á eftir henni eru þau Eik Elvarsdóttir og Valur frá Stangarlæk 1 með 8,65 í einkunn og Dagur Sigurðsson með Lér frá Stóra-Hofi og einkunnina 8,61.


Eik Elvarsdóttir og Valur frá Stangarlæk 1 eru Íslandsmeistarar í gæðingatölti unglinga með einkunnina 8,77. Í öðru sæti varð Elva Rún Jónsdóttir á Hraunari frá Vorsabæ II með 8,69 í einkunn og í því þriðja Kristín Eir Hauksdóttir Holaker á Þokka frá Skáney með 8,62 í einkunn.


Kristín Rut Jónsdóttir er Íslandsmeistari í gæðingatölti í barnaflokki með Straum frá Hofsstöðum, Garðabæ en þau unnu með 8,78 í einkunn. Viktoría Huld Hannesdóttir og Þinur frá Enni urðu í öðru sæti með 8,64 í einkunn og í því þriðja varð Valdís Mist Eyjólfsdóttir á Hnotu frá Þingnesi með 8,60 í einkunn. 


B-úrslit í fjórgangi fóru fram seinnipartinn þar sem Elimar Elvarsson varð efstur í unglingaflokki með Sölku frá Hólateigi en þau hlutu einkunnina 6,87. Í barnaflokki varð Oliver Sírén Matthíasson efstur með Gróu frá Þjóðólfshaga 1 með 6,43 í einkunn. Í B-úrslitum í fimmgangi varð efst Ísabella Helga Játvarðsdóttir með Lávarð frá Ekru en þau hlutu einkunnina 6,40.


Efst í B-úrslitum í slaktaumatölti, unglingaflokki varð Erla Rán Róbertsdóttir með Gletting frá Skipaskaga en þau hlutu einkunnina 6,83. Í B-úrslitum í tölti T3 barnaflokki urðu efstar þær Helga Rún Sigurðardóttir og Drottning frá Íbishóli með 6,50 í einkunn og tölt T1 í unglingaflokki urðu efstir Anton Óskar Ólafsson og Fengsæll frá Jórvík með einkunnina 6,83. 


Greta Berglind Jakobsdóttir varð efst í sterkum B-úrslitum í unglingaflokki en hún og Hágangur frá Miðfelli 2 hlutu 8,60 í einkunn. Í barnaflokki varð efst Gabríela Máney Gunnarsdóttir með Bjart frá Hlemmiskeiði 3 en þau hlutu 8,72 í einkunn! 


Það stefnir í góðan sunnudag á glæsilegu svæði hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði þar sem A-úrslit fara fram.



Fréttasafn

14. ágúst 2025
Skrifstofa LH er lokuð vegna sumarfría starfsfólks, frá 14. ágúst til 1. september.
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
This is a subtitle for your new post
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
8. ágúst 2025
Forkeppni í fjórgangi er nú lokið. Ísland átt fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki þau Helgu Unu Björnsdóttur og Ósk frá Stað, Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttur og Hulinn frá Breiðstöðum og Jóhönnu Margréti Snorradóttur og Össu frá Miðhúsum. Í ungmennaflokk kepptu fyrir Íslands hönd þau Herdís Björg Jóhannsdóttir og Kormákur frá Kvistum og Védís Huld Sigurðardóttir og Ísak frá Þjórsárbakka. Herdís og Kormákur riðu á vaðið fyrir hönd íslensku keppendanna en lukkan var ekki í liði með þeim í dag því Kormáki fipaðist á yfirferðinni og útkoman var 5,87. Næst í braut af íslensku keppendunum komu þau Védís Huld Sigurðardóttir og Ísak frá Þjórsárbakka en þau voru í feikna stuði og hlutu í einkunn 7,07 og eru önnur inn A-úrslit ungmenna. Þriðjar í braut íslensku keppendanna voru þær Helga Una Björnsdóttir og Ósk frá Stað með stórglæsilega sýningu sem skilaði þeim 7,47 og beint inn í A-úrslit. Fjórðu í braut af íslensku keppendunum voru síðan Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Hulinn frá Breiðstöðum en því miður missti Hulinn skeifu og þau hlutu ekki einkunn. Fimmtu í braut komu loks Jóhanna Margrét Snorradóttir og Assa frá Miðhúsum og enduðu þær með 7,07 og lönduðu þar með sæti í B-úrlitum. Af íslensku knöpunum eigum við því í fullorðinsflokki einn í A-úrslitum og einn í B-úrslitum, og í ungmennaflokki er einn í A-úrslitum. Anne Stine Haugen og Hæmir frá Hyldsbæk leiða fullorðinsflokkinn með yfirburðum en þau hlutu hvorki meira né minna en 8,20 fyrir sína mögnuðu sýningu en þau keppa fyrir hönd Noregs. Eiðfaxi hitti Anne Stine eftir þeirra sýnungu sem sjá má á fréttasíðu Eiðfaxa en hjá Eiðfaxa er að finna fjölmörg stórskemmtileg viðtöl við knapa að loknum sýningum sem og gesti og gangandi. Næst á dagskrá er yfirlit fyrir 7 vetra og eldri hryssur og stóðhesta. Þar eigum við tvo fulltrúa þau Eind frá Grafarkoti, sýnandi Bjarni Jónasson og Hljóm frá Auðsholtshjáleigu, sýnandi Árni Björn Pálsson. Eind hlaut 8,41 í fordómi og var þriðja hæst í sínum flokki. Hljómur frá Auðsholtshjáleigu var hæstur í sínum flokki eftir fordóm með 8,77 í aðaleinkunn. Það verður því einkar spennandi að fygjast með þeim á eftir.  Í kvöld fara svo fram seinni tveir sprettirnir í 250m skeiði. Þar eigum við fimm fulltrúa og sem stendur eiga þau Kristján Árni Birgisson og Krafla frá Syðri-Rauðalæk besta tímann í ungmennaflokk en þau hlupu á tímanum 22,38 sek. Í fullorðinsflokki eiga þeir Sigursteinn Sumarliðason og Krókus frá Dalbæ annan besta tímann eða 21,97 sek. Það verður því spennandi að sjá hvernig þeim og restinni af íslenska hópnum gengur í kvöld.
Lesa meira