Eik og Kristín Rut Íslandsmeistarar í gæðingatölti
Laugardagur á Íslandsmóti barna og unglinga hófst á keppni í unglinga- og barnaflokki í gæðingakeppni. Þetta voru síðustu greinar í forkeppni mótsins og seinnipartinn fóru fram B-úrslit í öllum flokkum.

Efst í barnaflokki eru sigurvegarar síðast Landsmóts, Viktoría Huld Hannesdóttir á Þin frá Enni með einkunnina 8,76 en hún er einnig í öðru sæti á Steinari frá Stíghúsi með 8,62. Þriðja inn í A úrslit er Svala Björk Hlynsdóttir á Eindísi frá Auðsholtshjáleigu með 8,50 í einkunn. Í unglingaflokki er það Ída Mekkín Hlynsdóttir sem leiðir á Ísafold frá Kirkjubæ og einkunnina 8,67. Rétt á eftir henni eru þau Eik Elvarsdóttir og Valur frá Stangarlæk 1 með 8,65 í einkunn og Dagur Sigurðsson með Lér frá Stóra-Hofi og einkunnina 8,61.
Eik Elvarsdóttir og Valur frá Stangarlæk 1 eru Íslandsmeistarar í gæðingatölti unglinga með einkunnina 8,77. Í öðru sæti varð Elva Rún Jónsdóttir á Hraunari frá Vorsabæ II með 8,69 í einkunn og í því þriðja Kristín Eir Hauksdóttir Holaker á Þokka frá Skáney með 8,62 í einkunn.
Kristín Rut Jónsdóttir er Íslandsmeistari í gæðingatölti í barnaflokki með Straum frá Hofsstöðum, Garðabæ en þau unnu með 8,78 í einkunn. Viktoría Huld Hannesdóttir og Þinur frá Enni urðu í öðru sæti með 8,64 í einkunn og í því þriðja varð Valdís Mist Eyjólfsdóttir á Hnotu frá Þingnesi með 8,60 í einkunn.
B-úrslit í fjórgangi fóru fram seinnipartinn þar sem Elimar Elvarsson varð efstur í unglingaflokki með Sölku frá Hólateigi en þau hlutu einkunnina 6,87. Í barnaflokki varð Oliver Sírén Matthíasson efstur með Gróu frá Þjóðólfshaga 1 með 6,43 í einkunn. Í B-úrslitum í fimmgangi varð efst Ísabella Helga Játvarðsdóttir með Lávarð frá Ekru en þau hlutu einkunnina 6,40.
Efst í B-úrslitum í slaktaumatölti, unglingaflokki varð Erla Rán Róbertsdóttir með Gletting frá Skipaskaga en þau hlutu einkunnina 6,83. Í B-úrslitum í tölti T3 barnaflokki urðu efstar þær Helga Rún Sigurðardóttir og Drottning frá Íbishóli með 6,50 í einkunn og tölt T1 í unglingaflokki urðu efstir Anton Óskar Ólafsson og Fengsæll frá Jórvík með einkunnina 6,83.
Greta Berglind Jakobsdóttir varð efst í sterkum B-úrslitum í unglingaflokki en hún og Hágangur frá Miðfelli 2 hlutu 8,60 í einkunn. Í barnaflokki varð efst Gabríela Máney Gunnarsdóttir með Bjart frá Hlemmiskeiði 3 en þau hlutu 8,72 í einkunn!
Það stefnir í góðan sunnudag á glæsilegu svæði hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði þar sem A-úrslit fara fram.
Fréttasafn









