Lilja Rún Íslandsmeistari í gæðingskeiði
19. júlí 2025
Fyrsti Íslandsmeistarinn krýndur á Íslandsmóti barna og unglinga

Fyrsti Íslandsmeistari mótsins var krýndur í gær þegar fram fór keppni í gæðingaskeiði en einungis var keppt í þeirri grein í unglingaflokki.
Það fór svo að Lilja Rún Sigurjónsdóttir og Heiða frá Skák sem sigurðu með 7,75 í einkunn en þær sigruðu einnig þessa grein í fyrra. Keppnin var spennandi en í öðru sæti voru Kristín Eir Hauksdóttir Holaker á Pilt frá Sturlureykjum 2 með einkunnina 7,25 og í því þriðja var Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir og Sæla frá Hemlu II með 7,21 í einkunn.
LH óskar Lilju Rún innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn.
Fréttasafn

Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir
•
8. júlí 2025
Landslið Íslands í hestaíþróttum verður kynnt á morgun kl 15:00 og verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á EiðfaxaTv Að venju ríkir mikil eftirvænting og hafa Landsliðsþjálfaranir lagt mikla vinnu í að setja saman liðin, um helgina fór svo fram dýralæknaskoðun, auk þess sem knaparnir mátuðu keppnis og æfingafatnað. Allur fatnaður knapa og teymis er styrktur af Topreiter og Lífland.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir
•
8. júlí 2025
Í síðustu viku og um helgina fór fram dýralæknaskoðun á þeim hestum og knöpum sem taldir eru líklegastir til að skipa lið Íslands á heimsmeistaramótinu í Sviss. Nokkuð margir voru kallaðir í skoðun og mátti greinilega skynja eftirvæntingu og spennu. Liðið verður tilkynnt miðvikudaginn 9. júlí, EiðfaxiTv verður með beina útsendingu frá viðburðinum.

Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir
•
7. júlí 2025
Sumarið er tíminn segja margir en í hestamennskunni er veturinn, vorið og haustið líka tíminn. Allar árstíðir hafa sinn sjarma þegar kemur að hestum hvort sem maður er áhugamaður, atvinnumaður, ræktandi, í tamningum eða útreiðum. Við eigum það eitt sameiginlegt að elska að vera með okkar frábæra íslenska hesti í alls konar veðri og aðstæðum og allt hefur sinn sjarma.







