Íslandsmót barna og unglinga stendur yfir

18. júlí 2025

Nú stendur yfir Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Hafnarfirði

Mótið hófst á keppni í fjórgangi í unglingaflokki, þar 65 hross voru skráð til leiks og margar glæsilegar sýningar áttu sér stað.


Efst í fjórgangi unglinga er Eik Elvarsdóttir og Blær frá Prestsbakka með einkunnina 6,90. Ragnar Snær Viðarsson og Stimpill frá Strandarhöfði voru með næst hæstu einkunn í þeirri grein eða 6,80. Til A-úrslita mæta einnig þau Elva Rún Jónsdóttir með Goða frá Garðabæ, Loftur Breki Hauksson með Fannar frá Blönduósi og Lilja Rún Sigurjónsdóttir með Draupni frá Dimmuborg. 


Í barnaflokki voru 38 hross skráð til leiks í fjórgangi. Efst í þeim flokki er Kristín Rut Jónsdóttir með Straum frá Hofsstöðum, Garðabæ með einkunnina 6,70 en hún reið einnig Flugu frá Garðabæ í einkunnina 6,53 (þriðja sæti eftir forkeppni). Rétt á eftir Kristínu og Straumi er Viktoría Huld Hannesdóttir með Steinar frá Stíghúsi með einkunnina 6,53 en hún er einnig í því fjórða með Þin frá Enni (6,47). Í fimmta sæti eftir forkeppni er Helga Rún Sigurðardóttir með Flipa frá Bergstöðum og einkunnina 6,37.


Efstur í fimmgangi unglinga eftir forkeppni er Ragnar Snær Viðarsson með Vigra frá Bæ (6,70). Rétt á eftir þeim koma Dagur Sigurðaron og Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga 1 (6,63) og í því þriðja Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir með Myrkva frá Traðarlandi (6,43). 


Forkeppni í tölti og slaktaumatölt er einnig lokið. Efst í tölti T1 unglingaflokki er Lilja Rún Sigurjónsdóttir með Sigð frá Syðri-Gegnishólum og einkunnina 7,07. Í A-úrslit mæta einnig Elva Rún Jónsdóttir með Goða frá Garðabæ (6,93), Elimar Elvarsson og Salka frá Hólateigi (6,83), Apríl Björk Þórisdóttir og Lilja frá Kvistum (6,80) og Elísabet Líf Sigvaldadóttir með Fenrir frá Kvistum (6,80).


Í tölti T3 barnaflokki sáust stórgóðar sýningar en það leiða þau Kristín Rut Jónsdóttir og Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ með einkunnina 7,07. Á eftir þeim koma Viktoría Huld Hannesdóttir með Steinar frá Stíghúsi (6,93), Kristín Rut Jónsdóttir með Flugu frá Garðabæ (6,87), Eyvör Sveinbjörnsdóttir með Skál frá Skör (6,50). Þar á eftir eru þrjú jöfn með einkunnina 6,43, þau Hilmir Páll Hannesson með Þoku frá Hamarsey, Sigríður Elva Elvarsdóttir með Muna frá Syðra-Skörðugili og Valdís Mist Eyjólfsdóttir með Hnotu frá Þingnesi. 


Efst eftir forkeppni í slaktaumatölti, unglingaflokki er Elísabet Líf Sigvaldadóttir með Öskju frá Garðabæ (6,97). Í A-úrslit í þeirri grein mæta einnig Gabríel Liljendal Friðfinnsson og Feldur frá Höfðaborg (6,83), Lilja Rún Sigurjónsdóttir með Storm frá Kambi (6,80). Hrefna Kristín Ómarsdóttir með Dynjanda frá Álfhólum & Dagur Sigurðarson með Glæsi frá Akranesi bæði með 6,63 í einkunn. 


Í barnaflokki er efstur Oliver Sirén Matthíasson með Herjann frá Eylandi og einkunna 6,47. Á eftir þeim koma Hilmir Páll Hannesson með Þoku frá Hamarsey (6,17), Eva Dögg Maagaard Ólafsdóttir með Sólbirtu frá Miðkoti (6,13), Oliver Sirén Matthíasson og Glæsir frá Traðarholti (6,13), Kristín Rut Jónsdóttir með Roða frá Margrétarhofi (6,03) og Hrafnar Feyr Leósson með Tind frá Álfhólum (5,90). 


Allt mótið er í beinu streymi á Alendis og allar niðurstöður birtast í rauntíma í Horseday appinu.


Framundan er gæðingakeppni og svo frábær úrslit alla helgina! 



Fréttasafn

30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
9. október 2025
Hæfileikamótun LH er fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára, fædd 2009-2012
Lesa meira