Íslandsmót barna og unglinga stendur yfir

18. júlí 2025

Nú stendur yfir Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Hafnarfirði

Mótið hófst á keppni í fjórgangi í unglingaflokki, þar 65 hross voru skráð til leiks og margar glæsilegar sýningar áttu sér stað.


Efst í fjórgangi unglinga er Eik Elvarsdóttir og Blær frá Prestsbakka með einkunnina 6,90. Ragnar Snær Viðarsson og Stimpill frá Strandarhöfði voru með næst hæstu einkunn í þeirri grein eða 6,80. Til A-úrslita mæta einnig þau Elva Rún Jónsdóttir með Goða frá Garðabæ, Loftur Breki Hauksson með Fannar frá Blönduósi og Lilja Rún Sigurjónsdóttir með Draupni frá Dimmuborg. 


Í barnaflokki voru 38 hross skráð til leiks í fjórgangi. Efst í þeim flokki er Kristín Rut Jónsdóttir með Straum frá Hofsstöðum, Garðabæ með einkunnina 6,70 en hún reið einnig Flugu frá Garðabæ í einkunnina 6,53 (þriðja sæti eftir forkeppni). Rétt á eftir Kristínu og Straumi er Viktoría Huld Hannesdóttir með Steinar frá Stíghúsi með einkunnina 6,53 en hún er einnig í því fjórða með Þin frá Enni (6,47). Í fimmta sæti eftir forkeppni er Helga Rún Sigurðardóttir með Flipa frá Bergstöðum og einkunnina 6,37.


Efstur í fimmgangi unglinga eftir forkeppni er Ragnar Snær Viðarsson með Vigra frá Bæ (6,70). Rétt á eftir þeim koma Dagur Sigurðaron og Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga 1 (6,63) og í því þriðja Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir með Myrkva frá Traðarlandi (6,43). 


Forkeppni í tölti og slaktaumatölt er einnig lokið. Efst í tölti T1 unglingaflokki er Lilja Rún Sigurjónsdóttir með Sigð frá Syðri-Gegnishólum og einkunnina 7,07. Í A-úrslit mæta einnig Elva Rún Jónsdóttir með Goða frá Garðabæ (6,93), Elimar Elvarsson og Salka frá Hólateigi (6,83), Apríl Björk Þórisdóttir og Lilja frá Kvistum (6,80) og Elísabet Líf Sigvaldadóttir með Fenrir frá Kvistum (6,80).


Í tölti T3 barnaflokki sáust stórgóðar sýningar en það leiða þau Kristín Rut Jónsdóttir og Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ með einkunnina 7,07. Á eftir þeim koma Viktoría Huld Hannesdóttir með Steinar frá Stíghúsi (6,93), Kristín Rut Jónsdóttir með Flugu frá Garðabæ (6,87), Eyvör Sveinbjörnsdóttir með Skál frá Skör (6,50). Þar á eftir eru þrjú jöfn með einkunnina 6,43, þau Hilmir Páll Hannesson með Þoku frá Hamarsey, Sigríður Elva Elvarsdóttir með Muna frá Syðra-Skörðugili og Valdís Mist Eyjólfsdóttir með Hnotu frá Þingnesi. 


Efst eftir forkeppni í slaktaumatölti, unglingaflokki er Elísabet Líf Sigvaldadóttir með Öskju frá Garðabæ (6,97). Í A-úrslit í þeirri grein mæta einnig Gabríel Liljendal Friðfinnsson og Feldur frá Höfðaborg (6,83), Lilja Rún Sigurjónsdóttir með Storm frá Kambi (6,80). Hrefna Kristín Ómarsdóttir með Dynjanda frá Álfhólum & Dagur Sigurðarson með Glæsi frá Akranesi bæði með 6,63 í einkunn. 


Í barnaflokki er efstur Oliver Sirén Matthíasson með Herjann frá Eylandi og einkunna 6,47. Á eftir þeim koma Hilmir Páll Hannesson með Þoku frá Hamarsey (6,17), Eva Dögg Maagaard Ólafsdóttir með Sólbirtu frá Miðkoti (6,13), Oliver Sirén Matthíasson og Glæsir frá Traðarholti (6,13), Kristín Rut Jónsdóttir með Roða frá Margrétarhofi (6,03) og Hrafnar Feyr Leósson með Tind frá Álfhólum (5,90). 


Allt mótið er í beinu streymi á Alendis og allar niðurstöður birtast í rauntíma í Horseday appinu.


Framundan er gæðingakeppni og svo frábær úrslit alla helgina! 



Fréttasafn

14. ágúst 2025
Skrifstofa LH er lokuð vegna sumarfría starfsfólks, frá 14. ágúst til 1. september.
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
This is a subtitle for your new post
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
8. ágúst 2025
Forkeppni í fjórgangi er nú lokið. Ísland átt fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki þau Helgu Unu Björnsdóttur og Ósk frá Stað, Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttur og Hulinn frá Breiðstöðum og Jóhönnu Margréti Snorradóttur og Össu frá Miðhúsum. Í ungmennaflokk kepptu fyrir Íslands hönd þau Herdís Björg Jóhannsdóttir og Kormákur frá Kvistum og Védís Huld Sigurðardóttir og Ísak frá Þjórsárbakka. Herdís og Kormákur riðu á vaðið fyrir hönd íslensku keppendanna en lukkan var ekki í liði með þeim í dag því Kormáki fipaðist á yfirferðinni og útkoman var 5,87. Næst í braut af íslensku keppendunum komu þau Védís Huld Sigurðardóttir og Ísak frá Þjórsárbakka en þau voru í feikna stuði og hlutu í einkunn 7,07 og eru önnur inn A-úrslit ungmenna. Þriðjar í braut íslensku keppendanna voru þær Helga Una Björnsdóttir og Ósk frá Stað með stórglæsilega sýningu sem skilaði þeim 7,47 og beint inn í A-úrslit. Fjórðu í braut af íslensku keppendunum voru síðan Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Hulinn frá Breiðstöðum en því miður missti Hulinn skeifu og þau hlutu ekki einkunn. Fimmtu í braut komu loks Jóhanna Margrét Snorradóttir og Assa frá Miðhúsum og enduðu þær með 7,07 og lönduðu þar með sæti í B-úrlitum. Af íslensku knöpunum eigum við því í fullorðinsflokki einn í A-úrslitum og einn í B-úrslitum, og í ungmennaflokki er einn í A-úrslitum. Anne Stine Haugen og Hæmir frá Hyldsbæk leiða fullorðinsflokkinn með yfirburðum en þau hlutu hvorki meira né minna en 8,20 fyrir sína mögnuðu sýningu en þau keppa fyrir hönd Noregs. Eiðfaxi hitti Anne Stine eftir þeirra sýnungu sem sjá má á fréttasíðu Eiðfaxa en hjá Eiðfaxa er að finna fjölmörg stórskemmtileg viðtöl við knapa að loknum sýningum sem og gesti og gangandi. Næst á dagskrá er yfirlit fyrir 7 vetra og eldri hryssur og stóðhesta. Þar eigum við tvo fulltrúa þau Eind frá Grafarkoti, sýnandi Bjarni Jónasson og Hljóm frá Auðsholtshjáleigu, sýnandi Árni Björn Pálsson. Eind hlaut 8,41 í fordómi og var þriðja hæst í sínum flokki. Hljómur frá Auðsholtshjáleigu var hæstur í sínum flokki eftir fordóm með 8,77 í aðaleinkunn. Það verður því einkar spennandi að fygjast með þeim á eftir.  Í kvöld fara svo fram seinni tveir sprettirnir í 250m skeiði. Þar eigum við fimm fulltrúa og sem stendur eiga þau Kristján Árni Birgisson og Krafla frá Syðri-Rauðalæk besta tímann í ungmennaflokk en þau hlupu á tímanum 22,38 sek. Í fullorðinsflokki eiga þeir Sigursteinn Sumarliðason og Krókus frá Dalbæ annan besta tímann eða 21,97 sek. Það verður því spennandi að sjá hvernig þeim og restinni af íslenska hópnum gengur í kvöld.
Lesa meira