Niðurstöður Íslandsmeistaramóts barna og unglinga

24. júlí 2023

Vel heppnað Íslandsmót barna og unglinga var haldið á Rangárbökkum 12-16 júlí. Mótið var vel sótt og allt utan um hald var til fyrirmyndar. Á mótinu mátti sjá afbragðs takta og reiðmennsku  í hæsta gæðaflokki. Framtíðin er sannarlega björt í íslenskri hestamennsku. 

Á mótinu voru í fyrsta sinn krýndir Íslandsmeistarar í gæðingalist. Mótið allt var sýnt í beinni útsendingu á vegum Alendis, slíkt gerir móti af þessu tagi enn aðgengilegra og dýrmætt fyrir þátttakendur að geta horft á sýninguna sína, lært af henni og bætt sig enn frekar. 

Allir þátttakendur mótsins fengu þátttökugjöf frá nokkrum af styrktaraðilum mótsins og eiga þeir sem og aðrir styrktaraðilar þakkir skyldar fyrir aðkomu sína að mótinu. Í gjafapoka þátttakenda mátti finna: BUFF frá Hrímni, HorseDay gaf derhúfur eða buff, Fóðurblandan gaf fóðurbæti og eins fengu allir frítt í sund frá Sveitarfélögum Rangárvallasýslu ásamt ískúlu frá Ísbúðin Valdís Hvolsvelli. Einnig laumaðist í pokann nammi og sápukúlur. 

 

Íslandsmeistarar 2023

Samanlagður íslandsmeistari í unglingaflokki var Matthías Sigurðsson. Eftirfarandi árangur tryggði honum titilinn:

2. sæti í Tölti T4 með Dýra frá Hrafnkellsstöðum - 7.37

2. sæti 100m skeið með Straum frá Hríshóli - 8.33

2. sæti í Gæðingaskeiði í PP1 með Tign frá Fornusöndum - 8.08

7. sæti í Tölti T1 með Drottningu frá Íbishóli  -  7.00

Þetta er árangurinn í forkeppni sem telur til stiga en Matthías stóð sig einnig vel í fjórgangi V1 og var í 8. sæti á Æsu frá Norður-Reykjum. Í fimmgangi F2 varð hann í 1.-2. sæti á Hlekk frá Saurbæ.  Gæðingakeppni telur ekki þar sem hún er gestagrein á mótinu.

 

Samanlagður íslandsmeistari í barnaflokki  var Hjördís Halla Þórarinsdóttir. Eftirfarandi árangur tryggði henni titilinn:

1. sæti í Fjórgangi V1 með Flipa frá Bergstöðum -  6,73

1. sæti í Gæðingalist með Flipa frá Bergstöðum - 6.53

2. sæti í Tölti T4 með Flipa frá Bergstöðum - 6.43

Þetta er árangurinn í forkeppni sem telur til stiga en Hjördís stóð sig einnig vel í Tölti T3 og var í 3. sæti með 6.17. Gæðingakeppni telur ekki þar sem hún er gestagrein á mótinu

 

Önnur úrslit: 

Tölt T1 unglingar

1 Svandís Aitken Sævarsdóttir / Fjöður frá Hrísakoti 7,56

2 Elva Rún Jónsdóttir / Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ 7,50

3-4 Matthías Sigurðsson / Drottning frá Íbishóli 7,28

3-4 Sigurbjörg Helgadóttir / Elva frá Auðsholtshjáleigu 7,28

5 Dagur Sigurðarson / Gróa frá Þjóðólfshaga 1 7,17

6 Ragnar Snær Viðarsson / Þormar frá Neðri-Hrepp 7,06

 

Slaktaumatölt T4 unglingar

1 Matthías Sigurðsson / Dýri frá Hrafnkelsstöðum 1 7,46

2 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal / Vildís frá Múla 7,33

3 Fanndís Helgadóttir / Ötull frá Narfastöðum 7,29

4 Svandís Aitken Sævarsdóttir / Huld frá Arabæ 7,25

5-6 Kolbrún Sif Sindradóttir / Bylur frá Kirkjubæ 7,17

5-6 Ragnar Snær Viðarsson / Breki frá Sunnuhvoli 7,17

7 Eydís Ósk Sævarsdóttir / Blakkur frá Traðarholti 7,08

 

Unglingaflokkur gæðinga

1 Snæfríður Ásta Jónasdóttir / Liljar frá Varmalandi 8,71

2 Sigurbjörg Helgadóttir / Askur frá Miðkoti 8,66

3 Sigurður Dagur Eyjólfsson / Flugar frá Morastöðum 8,54

4 Kristín Eir Hauksdóttir Holake / Ísar frá Skáney 8,52

5 Steinunn Lilja Guðnadóttir / Heppni frá Þúfu í Landeyjum 8,40

6 Kristín Karlsdóttir / Smyrill frá Vorsabæ II 8,39

7 Camilla Dís Ívarsd. Sampsted / Steinn frá Runnum 8,38

8 Sveinfríður Ólafsdóttir / Þruma frá Akureyri 8,27

 

Fimmgangur F2 unglingar

1 Matthías Sigurðsson / Hlekkur frá Saurbæ 7,26

2 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal / Sindri frá Lækjamóti II 6,98

3 Embla Lind Ragnarsdóttir / Mánadís frá Litla-Dal 6,71

4-5 Fanndís Helgadóttir / Sproti frá Vesturkoti 6,55

4-5 Ragnar Snær Viðarsson / Eldur frá Mið-Fossum 6,55

 

Gæðingatölti unglinga

1 Elva Rún Jónsdóttir / Fluga frá Garðabæ 8,69

2 Elísabet Vaka Guðmundsdóttir / Heiðrún frá Bakkakoti 8,67

3 Kristín Eir Hauksdóttir Holake / Ísar frá Skáney 8,57

4 Ísak Ævarr Steinsson / Lukka frá Eyrarbakka 8,54

5 Vigdís Anna Hjaltadóttir / Gljái frá Austurkoti 8,49

6-7 Ísabella Helga Játvarðsdóttir / Irpa frá Ólafsvöllum 8,37

6-7 Bertha Liv Bergstað / Segull frá Akureyri 8,37

8 Elsa Kristín Grétarsdóttir / Flygill frá Sólvangi 8,22

 

100m flugskeið unglingar

1 Dagur Sigurðarson Tromma frá Skúfslæk 7,36

2 Matthías Sigurðsson Straumur frá Hríshóli 1 7,42

3 Lilja Rún Sigurjónsdóttir Frekja frá Dýrfinnustöðum 7,62

4 Herdís Björg Jóhannsdóttir Þórvör frá Lækjarbotnum 7,79

5 Kristín Eir Hauksdóttir Holake Þórfinnur frá Skáney 7,93

6 Sara Dís Snorradóttir Djarfur frá Litla-Hofi 8,06 

7 Embla Lind Ragnarsdóttir Kleópatra frá Litla-Dal 8,16

 

Gæðingaskeið unglingar

1 Herdís Björg Jóhannsdóttir, Þórvör frá Lækjarbotnum 8.17

2 Matthías Sigurðsson, Tign frá Fornusöndum 8.08

3 Guðný Dís Jónsdóttir, Ása frá Fremri-Gufudal 7.63

4 Dagur Sigurðarson, Tromma frá Skúfslæk 7.42

5 Ragnar Snær Viðarsson, Sæla frá Hemlu II 7.00

 

Fjórgangur unglingar

Íslandsmeistari eru þau Kristín Karlsdóttir og Steinar frá Stuðlum en þau sigruðu B úrslitin og komu sjóðheit inn í A úrslitin, glæsileg frammistaða!

1 Kristín Karlsdóttir, Steinar frá Stuðlum 7,33

2 Elva Rún Jónsdóttir, Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ 7,20

3 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, Grettir frá Hólum 7,17

4 Guðný Dís Jónsdóttir, Hraunar frá Vorsabæ II 7,13

5 Sigurbjörg Helgadóttir, Elva frá Auðsholtshjáleigu 7,07

6 Kristín Eir Hauksdóttir Holake, Þytur frá Skáney 7,03

 

Gæðingalist unglingar

1. Lilja Rún Sigurjónsdóttir Sigð frá Syðri-Gegnishólum 7.27

2. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Jökull frá Rauðalæk 7.10

3. Elísabet Líf Sigvaldadóttir Askja frá Garðabæ 6.60

4. Herdís Björg Jóhannsdóttir Snillingur frá Sólheimum 6.33

5. Kristin Eir Hauksdóttir Holaker Ísar frá Skáney 6.27

 

Tölt T3 barna 

1 Hjördís Halla Þórarinsdóttir / Flipi frá Bergsstöðum Vatnsnesi 6,94

2 Kristín Rut Jónsdóttir / Roði frá Margrétarhofi 6,83

3 Apríl Björk Þórisdóttir / Sikill frá Árbæjarhjáleigu II 6,61

4 Róbert Darri Edwardsson / Samba frá Ásmúla 6,56

5 Eyvör Vaka Guðmundsdóttir / Díva frá Bakkakoti 6,39

6 Kári Sveinbjörnsson / Nýey frá Feti 6,06

 

Gæðingatölt barna

1 Kristín Rut Jónsdóttir / Roði frá Margrétarhofi 8,64

2 Eyvör Vaka Guðmundsdóttir / Díva frá Bakkakoti 8,63

3 Svala Björk Hlynsdóttir / Selma frá Auðsholtshjáleigu 8,49

4 Álfheiður Þóra Ágústsdóttir / Auður frá Vestra-Fíflholti 8,49

5 Ari Osterhammer Gunnarsson / Sprettur frá Brimilsvöllum 8,40

6 Fríða Hildur Steinarsdóttir / Silfurtoppur frá Kópavogi 8,39

7 Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir / Gustur frá Efri-Þverá 8,35

8 Aron Einar Ólafsson / Hugrún frá Syðra-Garðshorni 8,34

 

Slaktaumatölti T4 barna

1 Þórhildur Helgadóttir / Kóngur frá Korpu 6,75

2 Hjördís Halla Þórarinsdóttir / Vorbrá frá Efra-Langholti 6,46

3 Apríl Björk Þórisdóttir / Bruni frá Varmá 6,04

4 Fríða Hildur Steinarsdóttir / Hilda frá Oddhóli 5,88

5 Haukur Orri Bergmann Heiðarsson / Hnokki frá Reykhólum 5,75

 

Barnaflokkur gæðinga

1 Eyvör Vaka Guðmundsdóttir / Díva frá Bakkakoti 8,68

2 Viktoría Huld Hannesdóttir / Þinur frá Enni 8,62

3 Hákon Þór Kristinsson / Magni frá Kaldbak 8,56

4 Hjördís Halla Þórarinsdóttir / Hljómur frá Nautabúi 8,52

5 Haukur Orri Bergmann Heiðarsson / Hnokki frá Reykhólum 8,51

 

Fjórgangur barna

Í úrslitum voru jafnar þær Hjördís Halla og Þórhildur en eftir sætaröðun dómara voru það þau Þórhildur Helgadóttir og Kóngur frá Korpu sem stóðu uppi sem Íslandsmeistarar í fjórgangi barna 2023. 

1-2 Þórhildur Helgadóttir / Kóngur frá Korpu 6,87

1-2 Hjördís Halla Þórarinsdóttir / Flipi frá Bergsstöðum Vatnsnesi 6,87

3 Apríl Björk Þórisdóttir / Hólmi frá Kaldbak 6,57

4-5 Eyvör Vaka Guðmundsdóttir / Bragabót frá Bakkakoti 6,37

4-5 Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir / Laufi frá Syðri-Völlum 6,37

 

Gæðingalist barna

1. Hjördís Halla Þórarinsdóttir Flipi frá Bergsstöðum 6.53

2. Apríl Björk Þórisdóttir Sikill frá Árbæjarhjáleigu 6.17

3. Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir Gustur frá Efri-Þverá 5.97

4. Ásthildur V. Sigurvinsdóttir Hrafn frá Eylandi 4.63

5. Viktoría Huld Hannesdóttir Þinur frá Enni 4.30

 

 

 

Fréttasafn

Eftir Berglind Karlsdóttir 7. nóvember 2025
Það er í mörg horn að líta í afreksmálum sérsambands af þeirri stærðargráðu sem Landssamband Hestamannafélaga er.  Nú á haustdögum hefur landsliðsnefnd LH unnið að skoðun afreksmálanna í heild sinni og fjölmargir komið að þeirri vinnu ásamt starfshópnum sem skipaður var til verksins af stjórn LH. Samningar landsliðsþjálfaranna voru í gildi fram í lok september 2025 og runnu þar með sitt skeið og í kjölfarið hafa ýmsar hliðar afreksmálanna verið skoðaðar með það í huga að styrkja starfið enn frekar. Afreks- og landsliðsnefnd hefur á þessum tíma unnið skýran ramma um afreksstarfið byggt á afreksstefnu LH og ÍSÍ, skilgreint verkefni og skyldur þjálfara landsliðanna ásamt verkefnum og skyldum afreksstjóra LH. Þar að auki haf ýmsir verkferlar verið bættir innan afreksstarfsins og þeirra hópa sem starfrækir eru innan þess. Valteymi var sett á laggirnar til aðstoðar þjálfurum hópanna við val í afrekshópa. Valteymið samanstendur af þjálfara hvers hóps ásamt formanni landsliðsnefndar og afreksstjóra LH. Valteymið aðstoðar við gagnaöflun, greiningu árangurs og undirbúning valferlis fyrir hópana og hefur ráðgefandi hlutverk. Landsliðsþjálfari/yfirþjálfari Hæfileikamótunar hefur þó endanlegt ákvörðunarvald um val í hópa sína og ber ábyrgð á því vali. Hóparnir sem starfa undir afreksstarfi LH eru Hæfileikamótun LH, U21-landsliðið og A-landslið. 42 verðandi afreksknapar á aldrinum 14-17 ára voru á dögunum teknir inn í Hæfileikamótun LH sem samanstendur af tveimur hópum. Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar er fullur tilhlökkunnar inn í starfsárið sem hefst þegar fyrsti hópur fer námsferð að Hólum í komandi viku. Svo verða vinnuhelgar eftir áramótin með eigin hest og tveir stórir fræðsludagar með sýnikennslum, fyrirlestrum og foreldrafundi. Hvað landsliðin tvö varðar er það skýrt markmið landsliðsnefndar að sterkustu knapar landsins hverju sinni skipi landsliðshópa LH sem starfrækir eru yfir árið. Landsliðsumgjörðin veitir hópunum reglulega fræðslu og utanumhald, vinnur að fjáröflunarmálum með ýmsum viðburðum og veitir knöpum hópanna tækifæri á að efla og styrkja sig sem afreksknapa árið um kring samhliða því að sinna íþróttinni á sínum heimavelli. Því er það stefnan að landsliðshóparnir nái yfir afreksknapana okkar og eðli málsins samkvæmt þrengjast svo hóparnir þegar líður að stórmótum líkt og HM um þá knapa og hesta sem eru í baráttu um sæti í lokahóp og staðfest er hvaða hestar eru í boði inn í verkefnið. Hlutverk hvers knapa þegar kemur að lokahóp fyrir stórmót skal vera skýrt og við kynningu lokahópa verða varaknapar tilkynntir og þeir hafa gríðarlega mikilvægt hlutverk alveg fram að brottför hrossa frá Íslandi á HM. Nú vinnur afreks- og landsliðsnefnd að því að finna landsliðsþjálfara U21 og A-landsliðanna til starfa, og áhugasömum þjálfaraefnum er bent á að hafa samband við Sigurbjörn Eiríksson formann landsliðsnefndar landslidsnefnd@lhhestar.is eða Berglindi Karlsdóttur framkvæmdarstjóra LH berglind@lhhestar.is og láta þannig vita að sér.
6. nóvember 2025
Íslenska landsliðinu í hestaíþróttum var boðið til móttöku á Bessastöðum, þar sem forseti Íslands Halla Tómasdóttir og Björn bóndi hennar tóku móti hópnum. Tilefni boðsins var frábær árangur Íslenska landsliðsins á HM í Sviss sl. sumar en íslenska landsliðið hlaut alls 9 gullverðlaun á mótinu auk þess að vinna liðabikarinn, stigahæst liða á mótinu. Mótakan var hin hátíðlegasta og var landsliðinu mikill heiður sýndur með því að vera boðið til hennar. Halla fór fögrum orðum um íslenska hestinn sem einn mikilvægasta sendiherra Íslands, því hvert sem hún færi bæri fljótlega á góma íslenski hesturinn og hans sérstaka lundarfar og gangtegundirnar fimm. Einnig hafði hún á orði hversu mikið afrek það væri að vinna liðabikarinn þar sem liðsheildin væri mikilvæg. Svo var gestum boðið að rölta um hið merka hús á Bessastöðum, skoða listaverkin og gjafir hinna ýmsu þjóðhöfðingja í gegnum tíðina, sem prýða húsið. Að lokum var stillt upp fyrir hópmyndatöku á tröppunum á Bessastöðum í haustblíðunni.
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
Lesa meira