Landslið Íslands á HM 2023

14. júlí 2023

Í dag var tilkynnt hverjir munu skipa landslið íslands í hestaíþróttum á HM í Hollandi í ágúst. Kynningin var haldin í sýningarsal Mercedes-Benz að Krókhálsi 11. Askja umboðsaðili Mercedes-Benz á Íslandi er einn af aðal styrktaraðilum íslenska landsliðsins.

Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari og Hekla Katharína Kristinsdóttir þjálfari U21 fóru yfir val á knöpum og hestum í liðið. Þau hafa haft úr frábærum hóp afreksknapa að velja en við val á landsliðinu er horft til árangurs á mótum á árinu innan lands og utan.

Sjö knapar eru valdir í íþróttakeppni í flokki fullorðinna og fimm knapar í U21. Að auki verða sex hross frá Íslandi í kynbótasýningu á mótinu. Þá munu þrír tililverjendur keppa fyrir hönd Íslands.

Mikill hugur er í liðsmönnum og teyminu öllu enda væntingar um góðan árangur á mótinu. Hestarnir fara með Icelandair Cargo 31. júlí og þeim fylgja nokkrir knapar og fulltrúi landsliðsnefndar. Landsliðið flýgur svo út 1. ágúst og teymið þann 4. Heimsmeistaramótið hefst þriðjudaginn 8. ágúst og stendur til 12. ágúst.

Landslið Íslands 2023 skipa

Elvar Þormarsson Hmf. Geysir
Fjalladís frá Fornusöndum gæðingaskeið PP1
Elvar og Fjalladís eru Íslandsmeistarar í gæðingaskeiði undanfarin tvö ár og sigurvegar í sömu grein á Landsmóti 2022. Fjalladís er framúrskarandi í gæðingaskeiði, teknísk og fljót á skeiði með frábærar niðurhægingar.

Hans Þór Hilmarsson Hmf. Geysir
Jarl frá Þóroddsstöðum 250m skeið P1 og 100m skeið P2
Hans Þór og Jarl eru vaxandi par í skeiðgreinum og hafa jafnt og þétt verið að bæta tíma sína síðastliðin tvö ár. Jarl er orðinn einn alfljótasti skeiðhestur í heiminum um þessar mundir í 250 m skeiði.

Ingibergur Árnason Hmf. Sörli
Sólveig frá Kirkjubæ 250m skeið P1 og 100m skeið P2
Ingibergur og Sólveig eru eitt alfljótasta parið á heimsvísu í skeiðgreinunum 100m skeið og 250 m skeið og hafa verið um árbil.

Jóhanna Margrét Snorradóttir Hmf. Máni
Bárður frá Melabergi fjórgangur V1 og tölt T1
Jóhanna Margrét er Íslandsmeistari í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum á Bárði. Jóhanna Margrét og Bárður urðu einnig Íslandsmeistarar í fjórgangi árin 2021 og 2022. Bárður er töltari í sérflokki og hefur á árinu náð ótrúlega góðum árangri í tölti og fjórgangi. Má þar helst telja Reykjarvíkurmeistaramót og Íslandsmót.

Sara Sigurbjörnsdóttir Hmf. Geysir
Flóki frá Oddhóli fimmgangur F1
Sara Sigurbjörnsdóttir og Flóki hafa staðið í fremstu röð í fimmgangi undanfarin ár og voru meðal annars Reykjavíkurmeistarar, Landsmótssigurvegarar og Íslandsmeistarar í greininni árið 2022. Flóki er jafnvígur og sterkur fimmgangshestur mer úrvalsgott skeið í fimmgangi.

Þorgeir Ólafsson Hmf. Borgfirðingur
Goðasteinn frá Haukagili í Hvítársíðu fimmgangur F1, tölt T1, gæðingaskeið PP1
Þorgeir og Goðasteinn komu sér á kortið í fimmgangi með góðum árangri í Meistaradeild Líflands í vetur og hafa á árinu vaxið mikið í fimmgangi. Þeir sigðruðu fimmganginn á Reykjavíkurmeistaramótinu og unnu til bronsverðlauna í sömu grein á Íslandsmóti á Selfossi ásamt því að ná góðum árangri í samanlögðum fimmgangsgreinum á mótinu.

Páll Bragi Hólmarsson Hmf. Jökull
Vísir frá Kagaðarhóli tölt T1
Páll og Vísir hafa á árinu náð eftirtektarverðum árangri í tölti T1 og verið í úrslitum á WR móti Sleipnis, Reykjavíkurmeistaramóti og Íslandsmóti.

Teitur Árnason Hmf. Fákur
Drottning frá Hömrum II 100 m skeið P2
Teitur er ríkjandi heimsmeistari í gæðingaskeiði frá HM 2019. Hann og Drottning eru Íslandsmeistarar í 100 m skeiði og náður á Íslandsmótinu á Selfossi framúrskarandi tíma í greininni. Teitur varð á mótinu Íslandsmeistari í T2, F1 og 100 m skeiði.

Benjamín Sandur Ingólfsson Hmf. Fákur
Júní frá Brúnum fimmgangur F1, gæðingaskeið PP1 og tölt T1
Benjamín Sandur er ríkjandi heimsmeistari í gæðingaskeiði ungmenna frá 2019. Hann mætir til leiks á Júní frá Brúnum sem er reyndur keppnishestur í fimmgangsgreinum.

Guðmundur Björgvinsson Hmf. Geysir
Brimir frá Varmadal gæðingaskeið PP1
Guðmundur og Brimir hafa árinu verið að stimpla sig inn í hóp sterkustu para í gæðingaskeiði.

U21 landsliðið skipa:

Benedikt Ólafsson Hmf. Hörður
Leira-Björk frá Naustum III gæðingaskeið PP1, 250 m skeið P1 og 100 m skeið P2
Benedikt og Leira-Björk eru Íslandsmeistarar í gæðingaskeiði Ungmenna síðastliðin 3 ár og hafa náð frábærum árangri í greininni. Leira-Björk er sérlega teknísk á skeiði með góðar niðurtökur og niðurhægingar ásamt því að vera stöðugt að bæta tíma sinn á skeiðkaflanum. Benedikt er reyndur knapi í ungmennaflokki og hefur unnið fjölda góðra sigra í hinum ýmsu greinum hestaíþróttanna og á Landsmótum 2021 og 2022.

Jón Ársæll Bergmann Hmf. Geysir
Frár frá Sandhól fjórgangur V1 og tölt T1
Jón Ársæll og Frár eru Íslandsmeistarar í fjórgangi, tölti og samanlögðum fjórgangsgreinum í ungmennaflokki. Þetta par kom fyrst fram á WR móti Geysis þar sem þeir sigruðu fjórgang og hafa síðan vaxið saman fram að Íslandsmóti þar sem þeir náðu frábærum árangri. Frár er hátt dæmdur stóðhestur með frábærar gangtegundir. Jón Ársæll er keppnisknapi í fremstu röð og er fjórfaldur Íslandsmeistari í ungmennaflokki.

Glódís Rún Sigurðardóttir Hmf. Sleipnir
Salka frá Efri-Brú F1, T1 og PP1
Glódís og Salka skutust inn á sviðið með frábærri frammistöðu í fimmgangi í meistaradeild Líflands 2023. Þær sigruðu svo fimmgang á Reykjavíkurmeistaramótinu og urðu Íslandsmeistarar í fimmgangi ungmenna á Selfossi í sumar. Salka er hestagull, falleg og jöfn fimmgangshryssa. Glódís hefur í mörg ár verið í fremstu röð ungra knapa á Íslandi og hefur unnið fjölda titla í hinum ýmsu greinum.

Herdís Björg Jóhannsdóttir Hmf. Sprettur
Kvarði frá Pulu tölt T1
Herdís Björg og Kvarði urðu Íslandsmeistarar í tölti unglinga árið 2022 og sigruðu T1 ungmenna á Íslandsmótinu á Selfossi fyrr í sumar. Þau hafa á síðastliðnu ári vaxið mikið í tölti og náð frábærum árangri saman. Kvarði er flugrúmur og kattliðugur töltari og Herdís, sem alla jafna keppir í unglingaflokki, er að sanna sig sem keppnisknapi í fremstu röð.

Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir Hmf. Sindri
Ylfa frá Miðengi 250m skeið P1 og 100 m skeið P2
Sigríður Ingibjörg og Ylfa eru Íslandsmeistarar í 100 m. Skeiði og náðu þar gríðarlega góðum tíma í greininni. Sigríður og Ylfa voru einnig Íslandsmeistarar í sömu grein árið 2021 og hafa nú á árinu sýnt stöðugan og stígandi árangur í skeiði með sigra á Reykjavíkurmeistaramóti og Íslandsmóti eins og áður segir. Ylfa er komin í hóp alfljótustu skeiðhesta landsins um þessar mundir.

Kynbótahross:

5 vetra hryssa:

Ársól frá Sauðanesi IS2018267175
F: Spuni frá Vesturkoti
M: Sóllilja frá Sauðanesi
Sköpulag 8,24
Hæfileikar 8,65
Aðaleinkunn 8,51
Knapi Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir
Eigendur: Marianne Sonne, Jens Peter Sonne, Maja Lykke Groth
Ræktandi Ágúst Marinósson 

6 vetra hryssur:
Hrönn frá Fákshólum IS2017281424
F: Kiljan frá Steinnesi
M: Adama frá Búrfelli
Sköpulag 8,59
Hæfileikar 8,53
Aðaleinkunn 8,55
Knapi Jakob Svavar Sigurðsson
Eigendur: Anja Egger-Meier og Kronshof GbR
Ræktendur Helga Una Björnsdóttir og Sigurbjörg Geirsdóttir 

7 vetra og eldri hryssur
Katla frá Hemlu II IS2012280613
F: Skýr frá Skálakoti
M: Spyrna frá Síðu
Sköpulag: 8,66
Hæfileikar: 8,86
Aðaleinkunn 8,79
Knapi Árni Björn Pálsson
Eigandi Anja Egger-Meier
Ræktendur: Anna Geirsdóttir og Vignir Siggeirsson 

5 vetra stóðhestar:
Höfði frá Bergi IS2018137486
F: Apollo frá Haukholtum
M: Hilda frá Bjarnarhöfn
Sköpulag: 8,23
Hæfileikar: 8,42
Aðaleinkunn 8,35
Knapi Þorgeir Ólafsson
Eigandi og ræktandi: Anna Dóra Markúsdóttir 

6 vetra stóðhestar:
Geisli frá Árbæ IS2017186936
F: Ölnir frá Akranesi
M: Gleði frá Árbæ
Sköpulag 8,76
Hæfileikar 8,34
Aðaleinkunn 8,49
Knapi Árni Björn Pálsson
Eigandi G. Jóhannsson ehf
Ræktandi Gunnar Andrés Jóhannsson og Vigdís Þórarinsdóttir

7 vetra og eldri stóðhestar
Hersir frá Húsavík IS2015166640
F: Vökull frá Efri-Brú
M: Hrauna frá Húsavík
Sköpulag: 8,99
Hæfileikar 8,42
Aðaleinkunn 8,62
Knapi Teitur Árnason
Eigandi Euro-Steel 88 Aps
Ræktendur: Einar Gíslason og Gísli Haraldsson

Fréttasafn

24. desember 2025
Jóla- og nýárskveðja frá formanni LH
22. desember 2025
Landssamband hestamannafélaga óskar öllum hestamönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með kærri þökk fyrir samstarfið á árinu.  Starfsfólk og stjórn LH
Eftir Berglind Karlsdóttir 18. desember 2025
Hekla Katharína Kristinsdóttir er reiðkennari ársins 2025
9. desember 2025
Ísólfur Líndal Þórisson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum
5. desember 2025
Alþjóðlegur dagur sjálboðaliða 5. desember
14. nóvember 2025
Form annafundur LH var haldinn laugardaginn 8. nóvember sl. Fundinn sóttu um áttatíu manns frá þrjátíu hestamannafélögum auk fulltrúa frá fastanefndum LH, dómarafélögunum og stjórn LH. Góðar og uppbyggilegar umræður urðu á fundinum sem stjórn LH tekur með sér í næsta starfsár og í undirbúning fyrir Landsþing 2026. Formaður LH, Linda Björk Gunnlaugsdóttir, fór í ræðu sinni yfir þau mál sem hafa verið fyrirferðarmest í starfsemi LH á árinu ásamt því að tæpa á helstu verkefnum sem framundan eru. Það eru mörg og umfangsmikil verkefni á borði stjórnar hverju sinni og hefur mikill tími farið fyrsta starfsárið hjá nýrri stjórn í að endurskipuleggja og hagræða í rekstri sambandsins. Afreksmálin eru alltaf fyrirferðarmikil á HM ári í verkefnum skrifstofu og stjórnar og eru afreksmálin á ákveðnum tímamótum núna þar sem samningar við landsliðsþjálfara eru lausir. Gjaldkeri LH, Ólafur Gunnarsson, fór yfir stöðu reikninga og uppfærðar fjárhagsáætlanir sem gera ráð fyrir á næstu tvö ár skili hagnaði en eins og áður kom fram hefur verið farið í hagræðingaraðgerðir á árinu í þeim tilgangi að snúa rekstri sambandsins til betri vegar. Starfshópar sem skipaðir voru skv. samþykkt landsþings 2024 kynntu sína vinnu frá landsþingi. Starfshópur um Íslandsmót telur ekki þörf á að gera breytingar á keppnishluta mótsins en leita þurfi leiða til að gera viðburðinn Íslandsmót að stærri viðburði fyrir áhorfendur. Starfshópur um innanhússmót lagði fram tillögu fyrir fundinn um haldið yrði 2ja til 3ja daga Íslandsmót innanhúss í lok innanhússkeppnistímabilsins 2026 til reynslu. Fundurinn vísaði tillögunni til stjórnar til nánari útfærslu og mun stjórn kalla til framhaldsfundar formanna til frekari umræðna. Æskulýðsbikar LH hlaut Hestamannafélagið Skagfirðingur og veittu yfirreiðkennari félagsins og formaður æskulýðsdeildar Skagfirðings bikarnum móttöku. Fulltrúar frá hestamannafélögunum Mána, Hring, Funa, Herði, Freyfaxa og Sleipni sögðu frá sínum verkefnum og helstu áskorunum. Voru það virkilega áhugaverðar frásagnir því flest hestamannafélög eru að eiga við svipaðar áskoranir þó aðstæður hjá hverju félagi séu mismunandi. Að loknum hefðbundnum fundarstörfum var fundinum skipt upp í þrjá umræðuhópa sem fjölluðu um stefnumótun, gjaldkerastörf og nýliðunar -og æskulýðsmál. Mikil umræða og góð vinna var í umræðuhópunum. Í hópnum um stefnumótum urðu mjög líflegar umræður og margir snertifletir ræddir á hinum ýmsu málum og ljóst að það er heilmikið að vinna úr í framhaldinu. Fundinum var skipt upp í sex minni hópa sem fjölluðu hver um sig um ákveðna þætti í starfsemi LH, hvaða markmið skuli setja og hvernig skuli ná þeim. Stefnumótunarfundurinn var framhald af opnum stefnumótunarfundi sem haldinn var sl. vor með fulltrúum hestamannafélaganna. Hópurinn um æskulýðs- og nýliðunarmál fjallaði um þátttöku stráka í hestamennsku, félagshesthús og almenna stöðu hjá félögunum. Margar hugmyndir komu upp og góðar umræður sköpuðust. Í gjaldkerahópnum var rætt um samskipti við sveitarfélög, fjármál hestamannafélaga, félög í almannaheilaskráningu og fyrirmyndafélög ásamt styrkjum til hestamannafélaga. Fjármál hestamannafélaganna eru almennt í góðum málum og faglega staðið að þeim en slíkt er algjör forsenda fyrir því að gott samtal geti átt sér stað við sveitarfélögin þegar kemur að styrkjamálum hins opinbera. Félögin voru einnig hvött til að skrá félagið á almannaheillaskrá en það er gott verkfæri þegar leitað er styrkja hjá almennum fyrirtækjum og veitir skattaafslátt á móti. Einnig voru félögin hvött til að hefju vinnu við að gerast fyrirmyndarfélag ÍSÍ og er það holl og góð vinna til að bæta starfshætti félagsins. Félög geta leitað til hvors annars um þau gögn sem þarf að skila og voru félögin hvött til að vinna þau saman. Samhliða formannafundi var haldinn mótanefndafundur sem um tuttugu manns sátu, en fyrirhugað er að halda framahaldsmótanefndafund um næstu mánaðamót til að ræða frekar mótadagskrá ársins. Stjórn LH þakkar formönnum hestamannafélaga í landinu og öðrum þátttakendum á formannafundi fyrir afar uppbyggilegar umræður sem munu nýtast vel á komandi starfsári. Skýrsla stjórnar LH 2024-2025
12. nóvember 2025
Ættingjar fyrsta heiðursfélaga LH afhentu LH viðurkenningarskjalið til varðveislu
11. nóvember 2025
Guðni Halldórsson og Kristinn Skúlason hlutu gullmerki LH
9. nóvember 2025
Haraldur Þórarinsson er heiðursverðlaunum LH sannarlega verðugur
9. nóvember 2025
Gott æskulýðsstarf er grunnurinn að framtíð hestamennskunnar
Lesa meira