Formannafundur LH fer fram í dag
Í dag fer fram formannafundur hestamannafélagana. Það er gleðilegt að sjá fjölda formanna og annarra stjórnamannaí hestamannafélögunum koma saman og ræða málefnin sem brýnast sitja á hestamannafélögunum.
Á dagskráinn er:
Skýrsla stjórnar
Árseikningur 2022 og 9 mánaða uppgjör 2023
Endurskoðuð rekstraráætlun 2023 og 2024
Samþykktir Landsþings 2022
Öryggismál í hestamennsku
Æskulýðsbikar LH 2023
Gullmerki LH
Eftir hádegi mun svo fara fram umræðuhópar þar sem fjallað verður um mótamál, fjáröflunarmál og útbreiðslumál.
Fundurinn fer fram í Laugardalshöll og er góð upphitun fyrir uppskeruhátíðina sem fer síðan fram í kvöld. Það er gleðilegt að segja frá því að uppselt er á uppskeruhátíðina, en þeir sem enn hafa áhuga geta haft samband og farið á biðlista.
Varðandi hátíðina í kvöld minnum við á að húsið opnar kl 18 og hvetjum við hestafólk að mæta tímanlega. Uppselt er á hátíðina.
Fréttasafn






Styrktaraðilar







