Fróðleikur fyrir keppnistímabilið

8. maí 2024

Nú þegar nýtt keppnistímabil er í startholunum langar okkur á mótasviði LH að benda á nokkur atriði sem vert er fyrir keppendur að hafa í huga. Á fyrstu mótum ársins haf orðið nokkur atvik sem gott er að draga lærdóm af, með þau í farteskinu er hægt að forðast það að sömu mál komi ítrekað upp. Mótasvið mun á tímabilinu birta reglulega pistla um ýmis atriði um mótahaldið til fróðleiks og útskýringa.

Listi yfir leyfðan búnað

Á heimasíðum LH og Feif eru allar reglur ( https://www.lhhestar.is/is/log-og-reglur ) og listi yfir leyfðan búnað. ( https://www.feif.org/equipment/ )

Aðeins er farið að bera á því að stangir séu útbúnar með bitum á hringjunum sem stoppa hreyfingu á keðjunni (sjá mynd sem fylgir greininni). Allur búnaður sem hefur ”lock up” eiginleika á stöngum er bannaður og því eru stangir sem búnar eru slíkum bita við keðjuna ekki leyfilegur til notkunar í keppni. Listinn yfir leyfðan búnað er mjög góður og skýr og það er mikilvægt fyrir alla knapa að kynna sér hann vel áður en haldið er til keppni. Ef knapar eru í vafa um hvort búnaður þeirra sé löglegur er sjálfsagt að bera það undir yfirdómara móts áður en riðið er í braut.

Afskráningar

Reglur um afskráningu í forkeppni og skeiðgreinum eru þannig að knapi þarf að afskrá að minnsta kosti klukkustund áður en keppni hefst í viðkomandi grein ef hestur telst hæfur til keppni. Ef afskráning berst eftir þann tíma er knapi dæmdur úr leik og allur árangur hans á mótinu strikast út.

Reglur um afskráningu í úrslit eru þannig að knapi þarf að afskrá í úrslit að minnsta kosti klukkustund áður en úrslit viðkomandi greinar hefjast. Það þýðir að afskráning þarf að berast klukkustund áður en B-úrslit í viðkomandi grein fara fram.

Til þess að vera skýr á því:

Knapi í fjórgangi endar í 3. sæti eftir forkeppni og hefur því þátttökurétt í A-úrslitum. Ef hann ákveður að ríða ekki úrslit þarf afskráningin að berast skriflega til mótsstjórnar að minnsta kosti klukkustund áður en B-úrslit greinarinnar fara fram.

Allar afskráningar þurfa að berast skriflega til þess að teljast gildar.

Knapi sem ekki mæti til leiks í úrslitum og hefur ekki afskráð á löglegan hátt fer sjálfkrafa í keppnisbann í 2 vikur (18 ára og eldri miðað við almanaksár) og allur árangur knapans á mótinu strikast út. Knapi í barna- eða unglingaflokki fer ekki í keppnisbann en árangur mótsins ógildist engu að síður. Ef knapi er þegar skráður til keppni á öðrum mótum á meðan á keppnisbanni stendur, er það alltaf á ábyrgð knapans að afskrá sig af þeim mótum.

Yfirdómari og hlutverk yfirdómnefndar

Yfirdómari mótsins hefur ákvörðunarvald í þeim málum sem upp kunna að koma ásamt yfirdómnefnd móts.

Ef upp koma áverkar s.s. ágrip eða sár í munni eða slíkt og yfirdómari telur að um blæðandi sár sé að ræða ber hann ábyrgðina á að taka ákvörðun um að vísa hesti úr keppni við slíkar aðstæður, líkt og ef knapi missir stjórn á hesti sínum eða hestur sýnir kergju í braut.

Yfirdómari móts getur eftir atvikum gefið viðvörun, óopinbera eða opinbera viðvörun, dæmt knapa og hest úr keppnisgrein eða hreinlega vísað fólki af mótssvæði ef þurfa þykir. Það getur átt við í tilvikum um ókurteisi og slæma hegðun gagnvart dómurum eða starfsfólki móts, ósæmileg hegðun gagnvart hestinum innan eða utan vallar, meðvitað svindl og fleira.

Eigið áframhaldandi flott mótaár og skemmtum okkur vel.

 

 

 

Fréttasafn

6. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
Lesa meira