Fundur með hestamannafélögum á Norður -og Austurlandi

10. mars 2025

Laugardaginn 22. febrúar fóru fulltrúar úr stjórn LH ásamt formanni norður á Akureyri þar sem góður fundur var haldinn með stjórnaraðilum hestamannafélaga á svæðinu; Skagfirðing, Neista, Létti, Funa, Hring og Freyfaxa. Farið var yfir ýmis mál sem efst eru á baugi hjá LH, samskipti LH við félögin, Landsmót á Hólum, Stefnumótun LH og helstu mál hjá hestamannafélögunum. Skipst var á skoðunum og mikið rætt um landsliðsmál, æskulýðsmál, keppnismál og hvernig við viljum þróast í framtíðinni.

Eftir fund var horft á fyrsta mót í nýrri deild, Áhugamannadeild Norðurlands en deildin er samstarfsverkefni hestamannafélaga á Norður -og Austurlandi þar sem tólf lið eruð skráð til leiks. Það er gaman að sjá áhugann og samstarfið á milli hestamannafélaga á svæðinu og áhugann hjá hestamönnum.

Þá fengu fundagestir að sjá myndir skilti sem Léttir hefur látið framleiða til uppsetningar við reiðgötur.

Stjórn mun halda fundarferðum sínum áfram og mun næsti fundur fara fram á Suðurlandi.

 

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira